Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 15
Vikublað 3.–5. desember 2013 Fréttir Viðskipti 15 Að núlla út ábyrgð sína n Bent á sanngirnisrök í skuldaniðurfærslu n Fólk lenti í hruninu B ankarnir fóru of geyst í útlána- þenslu,“ er eitt af þeim atriðum sem bent var á sem rök fyrir niðurfærslu á höfuðstól lána í skuldatillögum ríkisstjórnarinnar. Þessi forsenda er ein af þremur sem nefnd er í liðnum „sanngirnisrök“ fyrir niðurfærslunni. Hinar tvær eru þær að tjón almennings af banka- hruninu hafi verið „verulegt“ og að það sé „hagur“ kröfuhafa bankanna að styrkja íslenskan efnahag. Allar eru þessar forsendur gagn- rýnisverðar. Fyrsta forsendan fyrir þessum sanngirnisrökum núllar út ábyrgð lántakandans sem fékk lán í bank- anum sem fór of „geyst í útlána- þenslu“. Þessi forsenda byggir eigin lega á því að fólk almennt sé heimskt og viti ekki hvað það er að gera og að þar af leiðandi séu lána- samningar þess við banka ekki á ábyrgð þeirra sjálfra. Bankarnir fóru bara of geyst í útlánum en ekki almenningur í lántökum. Ergo: Lántakandinn ber ekki ábyrgð. Forsenda númer tvö er einnig gagnrýnisverð á sömu forsendum því hún lítur alfarið framhjá ákvörðunum lántakandans, sem líka er þátttakandi í pólitísku ferli í lýðræðisríki, í aðdraganda hrunsins og almennt séð siðferðilegri hlut- deild hans í því að hér varð efna- hagshrun. Enginn banki neyðir lán upp á óbreyttan borgara en af því hlýst tjón þá ber lántakandinn líka ábyrgð, eða ætti að gera það. Ergo: Tjónið af hruninu á ekki að lenda á lántakandanum. Þriðja forsendan byggir svo á þeirri skrítnu rökfræði að það sé hagur eins manns að gefa einhverj- um öðrum peninga. Þessi forsenda er rökleysa og byggir á einkenni- legum skilningi á því hvernig fjár- málafyrirtæki og fjárfestingarsjóðir virka: Þeir vilja hámarka sitt pund – punktur. Þannig vill nefndin að kröfuhafarnir sætti sig við og sjái skynsemina í því út frá sínum eigin hagsmunum að niðurgreiða skuld- ir Íslendinga sem þeir sjálfir tóku. Ergo: Kröfuhafarnir bera meiri ábyrgð á skuldum lántakandans en hann sjálfur. Allar þessar forsendur miða að sömu niðurstöðu: Íslendingar voru ábyrgðarlaus fórnarlömb sem lentu í hruninu. Er það sanngjarnt og rétt? n Vildi gefa þeim fimm stærstu 60 milljarða Jón Steinsson segir sjávútvegsráðherra ekki hugsa um hag skattgreiðenda í makrílmálinu S ú hugmynd Sigurðar Inga Jóhannssonar að setja makríl inni í kvótakerfið og gera veiðiheimildirnar framseljanlegar fæli í sér gjöf til fimm stærstu útgerða lands- ins upp á um 60 milljarða króna. Fimm stærstu útgerðir landsins ráða 60 prósentum makrílkvótans og er áætlað markaðsvirði þessa kvóta um 60 milljarðar þar sem heildarverðmæti alls kvótans er í kringum 100 milljarðar. Heildar- kvótinn er nú rúmlega 120 þúsund tonn á árinu. HB Grandi er sú útgerð sem hef- ur fengið mestum makrílkvóta út- hlutað síðastliðin ár, um 17 þúsund tonnum. Samherji er í næsta sæti með um 15 þúsund tonn og Ísfélag- ið í Vestmannaeyjum er með rúm- lega 14 þúsund tonn. Tvær stærstu útgerðir landsins eru HB Grandi og Samherji, og Ísfélagið er með stærstu útgerðum landsins. Bara verðmæti þess kvóta sem þessar þrjár stóru útgerðir myndu fá næmi frá tæpum tólf milljörðum og upp í rúmlega fjórtán. Þetta væri kvóti sem útgerðirnar gætu selt frá sér á markaðsverði; kvóti sem þær hefðu fengið gefins eftir að hafa nýtt sér kvótann til verðmætasköpunar síð- astliðin ár. Af hverju ekki sala? Eftir að Sigurður Ingi greindi frá hugmyndum sínum um um að setja makríl inn í kvótakerfið í síð- asta mánuði, og útdeila aflaheim- ildum út frá veiðireynslu, kom upp talsverð umræða í þjóðfélaginu um réttmæti þeirrar ákvörðunar. Meðal þeirra sem tjáðu sig voru Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, en hann sagði meðal annars í grein í Fréttablað- inu: „Makríllinn var hreinn bón- us fyrir uppsjávarfyrirtækin sem hægt var að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld. Að úthluta verðmætum upp á tugi milljarða á þessum grundvelli orkar tvímælis svo ekki sé fastar að orði kveðið […] Ég hef einfalda spurningu fyrir ráðherra: Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp?“ Sagði fáa sitja um kvótann Sigurður Ingi skrifaði aðsenda grein í Morgunblaðið nokkru eftir að Jón skrifaði sína grein þar sem hann svaraði meðal annars spurningu hans á þá leið að hann væri hættur við að úthluta aflaheimildunum endurgjaldslaust til þeirra útgerða sem veitt hafa makrílinn. Þess í stað ætlaði hann að leggja til leigu á aflaheimildum. Orðrétt sagði Sigurður Ingi: „Þjóðin, sem er eigandi auðlindar- innar, hlýtur að gera kröfu um há- marksarðsemi af henni. Þessum áhrifum vil ég ná með því að leggja til hlutdeildasetningu á makríl. Ég hyggst ekki leggja til að kvótinn verði seldur hæstbjóðanda á upp- boði; líklegast yrðu það þá fáir stór- ir aðilar sem fengju allt. Ég hyggst leggja til að verðmætin verði leigð til þeirra sem þau hafa skapað; verði það niðurstaðan hefði þjóðin leigu- gjald af veiðum á makríl til fram- tíðar.“ Breytir engu Þessi niðurstaða Sigurðar Inga breytir því í raun og veru litlu fyrir umráðaréttinn yfir kvótanum og eignarhaldi: Ríkið á kvótann áfram og leigir hann til þeirra útgerða sem nota hann áfram. Í staðinn fær ríkið leigutekjur af makrílnum. Hin leiðin, sala á makrílkvót- anum á uppboði, hefði þýtt að ef núverandi útgerðir sem veiða makrílinn hefðu ætlað að kaupa makrílheimildirnar þá hefðu þær þurft að punga út markaðsverði hans eða meira væntanlega, sam- tals um 60 milljörðum hjá fimm kvótahæstu útgerðunum og 100 í heildina. Þá hefði ríkið fengið þessa 100 milljarða í ríkiskassann. Í stað þess fær ríkið leigutekjur til margra ára og útgerðin þarf ekkert að borga fyrir kvótann annað en leiguna. Með þessari ákvörðun er út- gerðunum því gert kleift að halda umráðarétti yfir makrílkvótanum í gegnum leigu á honum en ríkið gefur eftir tugmilljarða í beinhörð- um peningum sem það gæti feng- ið fyrir kvótann á frjálsum markaði. Líklegt má telja að í langflestum til- fellum yrðu það þær útgerðir sem nú þegar hafa umráðarétt yfir mak- rílheimildunum sem myndu kaupa hann á endanum. Því er verið að koma í veg fyrir að þessar útgerðir greiði fyrir kvótann, og skuldsetji sig eftir atvikum til þess, og þær geta haldið áfram veiðunum á svipuðum forsendum og áður. Bjóst við svarinu Þegar Jón Steinsson er spurður hvað honum finnist um svar Sigurðar Inga við spurningu hans segir hann: „Það er nákvæmlega það sem ég bjóst við. Ráðherra stendur þétt með útgerðarmönnum og virðist kæra sig kollóttan um hag skattgreiðenda og sjúklinga á Land spítalanum. Ég veit ekki hvort er verra að ráðamenn skuli hygla útgerðarmönnum með þessum hætti eða að almenningur leyfi þeim að komast upp með það ár eftir ár,“ en í grein sinni í Frétta- blaðinu hafði hann meðal annars nefnt að Sigurður hefði ekki haft neitt samráð við þjóðina þegar hann ákvað að hann vildi útdeila „gríðar- legum verðmætum undir markaðs- verði“. Nú hefur Sigurður Ingi fallið frá þessari ákvörðu sinni en niður- staðan í málinu er í reynd sú sama: Sömu útgerðir og áður halda um- ráðarétti yfir kvótanum og arðinum af makrílveiðunum án þess að þurfa að greiða íslensku þjóðinni eðlilegt endurgjald fyrir þessi verðmæti. n Kemur ekki óvart Jón Steinsson segir ákvörðun Sigurðar Inga ekki koma á óvart þar sem hann taki hagsmuni útgerðarmanna oft fram yfir hagsmuni skattgreiðenda. Skipti um skoðun Sigurð- ur Ingi Jóhannsson ákvað að hætta við að útdeila mak- rílkvóta til frjáls framsals til útgerða en ætlar þess í stað að leigja út kvótann. „Ég veit ekki hvort er verra að ráða- menn skuli hygla út- gerðarmönnum með þessum hætti eða að almenningur leyfi þeim að komast upp með það ár eftir ár. Skyndi­ lausnin „Við þráum lausn, þráum heið- ríkju en höfum ekki tíma, ekki eirð, ekki úthald til að leita eftir henni og gleypum þakk- lát við skyndilausnum, skyndi- mat, skyndikynlífi, því sem lof- ar skjótri lausn, við við lifum á tímum skyndileikans,“ segir Jón Kalman Stefánsson rithöfund- ur í nýjustu bók sinni, Fiskarnir hafa engar fætur. Fyrir örfá- um dögum sáum við kynningu á efndunum á kosningaloforði Framsóknar- flokksins sem erfitt er að kalla annað en „skyndi- lausn“, líkt og Lars Cristensen, yfirhagfræðingur Danske Bank benti á í síðustu viku þegar hann sagði Íslendinga ætíð ginn- keypta fyrir slíkum lausnum stjórnmálamanna. „Þannig var í pottinn búið þegar allt var á uppleið á Íslandi. Þá vildi engin horfa til framtíðar. Þannig er þetta jafnframt í dag, þar sem stjórnmálamenn eru æstir í að senda öllum tékka til þess að tryggja vinsældir sínar til næstu ára.“ Framsóknarflokkurinn lof- aði að þjóðnýta um 240 millj- arða króna af peningum kröf- uhafa bankanna og nota þá til að greiða upp skuldir íslenskra heimila. Framsóknar flokkurinn stóð hins vegar ekki við þetta loforð heldur kynnti hann þess í stað, ásamt Sjálfstæðis flokknum, blandaða leið þar sem eigna- upptakan er komin niður í 80 milljarða sem ná á af þrotabúun- um í formi skatts. Ef sú eigna- upptaka reynist ekki vera lögleg gætu skattgreiðendur, já allir skattgreiðendur sem greiða í rík- iskassann, þurft að endurgreiða þá upphæð og jafnvel skaða- bætur til kröfuhafanna. Enginn veit hins vegar ennþá hvort hægt er að taka þessa peninga af þrota- búunum. Það sem er kynlegast við þessar tillögur ríkisstjórnarinn- ar er að jafn- vel þó þær séu í grunninn af- leiðing af skyndi- lausninni sem kosningaloforð Framsóknarflokksins var í vor þá eru þessar tillögur sjálfar skyndi- lausn. Þær virðast ekki hafa ver- ið tilbúnar þegar Bjarni Bene- diktsson sagði þær „óvitrænar“ á miðvikudaginn í síðustu viku. Framsóknarflokkurinn vissi ekki hvernig hann ætti að efna kosn- ingaloforðið frá því í vor og dró þennan blandaða bræðing því upp úr hattinum. Samt virðist flokkurinn ætla að komast upp þessi brigsl og berja spunasnáðar Sigmundar Davíðs á bumbur og kalla „Þeir stóðust prófið“ þegar fyrir ligg- ur að þetta eru stærstu kosn- ingasvik Íslandssögunnar. Er íslenska þjóðin með „gullfiska- minni“ þegar næsta skyndilausn er í boði? n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Greining Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Pistill Lars Christensen Bjarni Benediktsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.