Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 16
Vikublað 3.–5. desember 201316 Fréttir Erlent Fá vegleg verðlaun Íbúar í Vestur-Miðlöndum Eng- lands munu frá greidd um 200 pund, tæpar 40 þúsund krónur, ef þeir tilkynna um akstur undir áhrifum áfengis um jólin og sökudólgurinn næst. Þetta er lið- ur í baráttu lögreglunnar gegn ölvunarakstri en fjölmargir freist- ast til þess að setjast ölvaðir und- ir stýri um jólin. „Þetta er sama sagan ár eftir ár. Fólk telur að það sé í lagi að fá sér einn til tvo drykki og setjast svo undir stýri,“ segir Greg Jennings, fulltrúi lög- reglu, í samtali við Telegraph. Ferðamanni verði sleppt Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Norður-Kóreu að 85 ára Bandaríkjamanni sem er þar í haldi verði sleppt. Mað- urinn var á leið frá Norður-Kóreu þann 26. október síðastliðinn en var handtekinn skömmu áður en vélin tók á loft. Hafði maðurinn dvalið í Norður-Kóreu í tíu daga en ferðin var á vegum kínverskrar ferðaskrifstofu. Maðurinn sem um ræðir heitir Merrill Newman og tók hann meðal annars þátt í Kóreustríðinu á sínum tíma. Rík- isfréttamiðill Norður-Kóreu segir að Newman hafi beðist afsökun- ar á gjörðum sínum í Kóreustríð- inu en engum sögum fer af því hvort og þá hvenær honum verð- ur sleppt. „Hættu að gefa mér upplýsingar“ n Breskur neyðarvörður sagður hafa átt sök á dauða ungbarns B reskur neyðarvörður liggur undir ámæli fyrir að bregðast ekki rétt við aðstoðarbeiðni leikskólakennara. Kennarinn hafði samband við neyðar- línuna þegar smábarn í hans umsjá var um það bil að kafna á smalakjöt- böku (e. Shepherd's Pie). Stúlkan var í andnauð, en sjúkrabíll var sendur of seint af stað. Barnið, Millie Thomp- son, kafnaði á hádegisverðinum sín- um á leikskólanum, nokkrum mín- útum áður en sjúkrabíllinn kom á vettvang. Kafnaði á mat Forsaga málsins er sú að Millie Thompson var að hefja leik- skólagöngu sína á ungbarnaleikskóla í Cheadle Hulme í Manchester. Hún var á þriðja degi aðlögunar í skólan- um. Telpan var að snæða hádegisverð þegar að hún byrjaði að hósta. Tóku kennararnir eftir því að barnið blánaði skyndilega og hringdi einn þeirra samstundis í neyðar- línuna. Þar svaraði neyðarvörðurinn Aaliyah Ormerod og fékk þær upp- lýsingar að barnið andaði, en að hún væri að blána. Hún spurði kennar- ann nokkurra staðlaðra spurninga. Hún ráðlagði þeim í kjölfarið að leggja barnið á hliðina, ekki gefa því neitt meira að borða eða drekka og vara sig á því að hún gæti ælt. Um það bil sem hún sleit samtalinu sagði hún svo: „Í guðanna bænum, hættu að gefa mér upplýsingar.“ Lést Tíu mínútum eftir að leikskólakennar- inn hringdi í neyðarlínuna kom sjúkrabíll á svæðið. Litlu telpunni varð hins vegar ekki bjargað. Hjarta hennar stöðvaðist og vegna mikils súrefnis- skorts var ekki hægt að endurlífga hana. Litla telpan var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Ormerod mætti ekki sjálf til að bera vitni fyrir dómi og sagðist vegna veikinda ekki treysta sér. Þess í stað var yfir lýsing hennar lesin upp þar sem hún viðurkenndi að hafa gert tvenn stór mistök í samtali sínu við leikskólakennarann. Hún hefði átt að hlusta betur og bregðast við þegar henni var sagt að barnið var að blána. „Ég hefði átt að halda kennaranum á línunni, enda ljóst að barnið var í öndunarerfiðleikum,“ sagði hún. „Tilhugsunin um að gjörðir mín- ar hafi getað leitt til dauða barnsins valda mér miklu hugarangri,“ sagði hún í yfirlýsingunni og greindi frá því að fyrir skemmstu hefði hún sjálf misst barn. Hún sagðist finna mikið til með foreldrum telpunnar. Fylgdi ekki leiðbeiningum Ljóst er að Ormerod fylgdi ekki leið- beiningum og starfsreglum. Þegar hún heyrði að barnið væri að blána hefði hún átt að senda sjúkrabíl strax á vettvang. Þess í stað fékk hún upp- lýsingar frá honum og sendi svo sjúkrabíl af stað. Ljóst er að þær tvær til þrjár mínútur sem það dróst að senda sjúkrabílinn af stað gátu skipt sköpum og jafnvel bjargað litlu telp- unni. Þetta segir yfirmaður Ormerod einnig og segir hana hafa farið á svig við starfsreglur neyðarlínunnar. Þegar orðin fjólublá eða blá væru sögð við neyðarverði þá ætti samstundis að gera ráð fyrir andnauð og senda af stað sjúkrabíla. Málinu er ólokið fyrir breskum rétti. n „Ég hefði átt að halda kennaran- um á línunni, enda ljóst að barnið var í öndunar- erfiðleikum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Dó á leikskólanum Mögulegt er að neyðar- vörðurinn hefði getað bjargað lífi Millie. Handtekinn 1.267 sinnum n „Hann er stjarna í sínum eigin heimi“ H enry Earl, íbúi í Lexington í Kentucky, varð 64 ára á dögunum. Það væri svo sem ekki frásögur færandi, nema vegna þess að Henry náði sama dag þeim merka áfanga að eyða af- mælisdeginum í lögregluvarðhaldi í þriðja sinn. Þá var hann handtek- inn í 1.267 sinn. Óhætt er að kalla Henry síbrotamann og segja sumir að hann hreinlega njóti þess að láta lögregluna nappa sig. Nú síðast var Henry handtekinn þar sem hann var drukkinn og með ólæti fyrir utan skyndibitastað í heimabæ sínum. Margar handtökur hans tengjast drykkjulátum, en af- brotaferilinn teygir sig fjóra áratugi aftur í tímann. „Hann er stjarna í sín- um eigin heimi,“ segir John Casey, fangelsismálastjóri í Lexington. Ólæti og afbrotaferill Henrys hefur vakið mikla athygli. Árið 2008 hafði hann verið handtekinn 1.000 sinnum og varð þá mikil fjöl- miðlaumfjöllun um hann og má meðal annars finna Wikipedia-síðu tileinkaða honum. Það var árið 1970 sem hann var handtekinn í fyrsta sinn, en þá var hann með byssu án þess að hafa leyfi fyrir henni. Þegar leið á áttunda áratuginn var hann handtekinn 33 sinnum í viðbót, en á þeim níunda fjölgaði handtökun- um umtalsvert og voru þær alls 230 árið 1989. Smám saman lengdist af- brotalistinn og Earl sat oftar og oft- ar í varðhaldi. Hann var þó sjald- an dæmdur til fangelsisvistar og dvaldi oftast aðeins yfir nótt í fanga- klefa. Í seinni tíð hafa þó dómarn- ir verið þyngdir umtalsvert og hef- ur hann þurft að eyða tveimur til þremur mánuðum í fangelsi. Þegar dagarnir eru taldir saman kemur í ljós að Henry Earl hefur eytt sex og hálfu ári á bak við lás og slá, eða sex þúsund dögum. Líkur eru á að hann sé hvergi nærri hættur í afbrotum og því verða handtökurnar eflaust miklu fleiri. n astasigrun@dv.is Alltaf í varðhaldi Eins og sjá má á myndinni nær Henry alltaf að brosa þegar hann er færður í varðhald. Fjölskyldan Mikil sorg ríkir hjá foreldrunum. Beit vörina af Októberfest-veisluhöld í Þýska- landi tóku snöggan endi á dögunum eftir átök tveggja gesta þegar annar þeirra beit vörina af hinum. Á myndbandi, sem síð- an Liveleak birtir, sjást kona og maður tak- ast á í troðfullu Októberfest- tjaldi. Maður- inn sést hrinda konunni til og frá og reyna að troða ein- hverju upp í hana. Konan svarar í sömu mynt og reynir að kýla manninn. Skyndilega sést hún nánast sökkva á hann, bíta í vör hans og hreinlega rífa hana af. Greint var frá málinu í þýsk- um fjölmiðlum þar sem fram kom að konan sé um þrítugt. Hún var handtekin og ákærð fyrir líkamsárás. Maðurinn, sem er ástralskur, var sendur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.