Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 18
Vikublað 3.–5. desember 201318 Fréttir Erlent Kapítalisminn er „ný tegund ógnarstjórnar“ n Frans páfi mjög gagnrýninn á óheftan kapítalisma í sínu fyrsta hvatningarbréfi F rans páfi kallar eftir breyttum hugsunarhætti innan kaþ- ólsku kirkjunnar og ræðst gegn óheftum kapítalisma sem hann líkir við „nýja tegund ógnarstjórnar“ í sínu fyrsta postullega hvatningarbréfi. Bréfið sem telur 84 síður byggir á viðhorf- um sem páfinn hefur haldið á lofti síðan hann tók við embættinu í mars síðastliðnum. Þar gengur hann þó lengra en áður í gagnrýni sinni á núverandi efnahagskerfi – kapítalismann – og hvetur þjóðar- leiðtoga heimsins til þess að berj- ast gegn vaxandi ójöfnuði og fátækt í heiminum. Boðorð gegn misskiptingu Reuters fjallaði um hvatningarbréf páfans í síðustu viku en það hefur vakið athygli fyrir þá skýru gagnrýni sem Frans páfi setur þar fram gegn þeirri peningadýrkun sem hann segir ráðandi í heiminum í dag. Þar hvetur hann þjóðarleiðtoga til þess að tryggja fólki mannsæmandi vinnu, menntun og aðgang að heil- brigðisþjónustu. Þá hvetur páfinn ríkt fólk til þess að deila auðlegð sinni með öðrum en segja má að hann búi til nýtt boð- orð í þeim tilgangi að sporna gegn misskiptingu auðs. Segir páfinn að alveg eins og boðorðið „þú skalt ekki morð fremja“ leggi áherslu á virði mannslífsins, sé rétt að segja „þú skalt ekki styðja við efnahagskerfi“ sem stuðlar að útskúfun og ójöfnuði. „Þannig efnahagskerfi drepur,“ skrif- ar Frans í hvatningarbréfinu sem kom út á þriðjudaginn í síðustu viku. Hugarfarsbreytinga þörf „Hvernig má það vera að það sé ekki fréttaefni þegar heimilislaus eldri borgari deyr úr kulda, en það er fréttaefni þegar verðbréfamark- aðurinn fer niður um tvö stig?“ spyr páfinn í bréfinu en þar segir hann einnig að hugarfarsbreytingu þurfi á meðal helstu ráðamanna kaþólsku kirkjunnar. Sagðist páfinn frekar vilja kirkju sem væri skítug og í sárum vegna þess að hún hefði verið á göt- um úti heldur en kirkju sem væri óheilbrigð, einangruð og sífellt að reyna að halda í fyrra öryggi. Umturnun fjármálakerfisins Efnahagsleg misskipting er það sem hvílir hvað mest á núverandi páfa, ef marka má það sem fram kemur í frétt Reuters um hvatningarbréf hans. Þar kallar Frans eftir því að núverandi fjármálakerfi verði um- turnað í þágu þeirra sem minnst hafa á milli handanna og varar við því að ójöfn skipting gæðanna geti á endanum leitt til ofbeldis. Segir páfinn að vandamál heims- ins, stór og smá, verði ekki leyst fyrr en vandamál þeirra sem eru fátæk- ir hafi verið leyst. Það verði einungis gert með því að ráðast gegn megin- ástæðum hinnar viðvarandi mis- skiptingar – með þeim róttæka hætti að hafna algjörum yfirráðum mark- aða og spákaupmennsku yfir efna- hagskerfi samtímans. Öðruvísi viðhorf Í grein Reuters segir að páfinn hafi sýnt gott fordæmi síðan hann tók við af forvera sínum í mars síðast- liðnum. Þannig hafi hann til að mynda ákveðið að búa á gistiheim- ili Vatíkansins í stað hallarinnar sjálfrar. Þá keyri hann um á litl- um Ford Focus og hafi nýlega rekið biskup sem eyddi milljónum evra í lúxusheimili sitt. Frans páfi tók við embætti páfa í upphafi árs og hefur þegar vak- ið athygli fyrir viðhorf sem þykja nýlunda hjá íhaldssamri stofnun eins og Páfagarði. Frans, sem hét upphaflega Jorge Mario Bergoglio og er frá Argentínu, var spurður út í afstöðu sína til samkynhneigðar ný- lega. Svar hans var einfalt: „Hver er ég að dæma þau?“ Í hvatningarbréfinu leggur Frans jafnframt áherslu á það að kristnir, múslimar og gyðingar eigi í áframhaldandi samræðu um trúar- leg efni. n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Dæmir ekki samkynhneigða Nýr tónn páfa gagnvart samkynhneigðum Frans páfi sagði á blaðamannafundi í sumar að hann dæmdi ekki samkyn- hneigða. Ummælin vöktu mikla athygli en aldrei fyrr hefur páfi verið svo umburðarlyndur í orði gagnvart samkyn- hneigðum. Fundurinn fór fram í flugvél sem var á leiðinni frá Brasilíu til Vatíkans- ins og Frans ákvað að svara spurningum blaðamanna tæpitungulaust. Var hann meðal annars spurður út í það hver við- brögð hans yrðu ef einn klerka hans væri samkynhneigður. Á móti spurði páfinn: „Hver er ég að dæma samkynhneigða menn sem þjóna Guði?“ Þá sagði Frans páfi á öðrum blaðamannafundi stuttu fyrr að hann styddi konur sem vildu kom- ast til áhrifa innan kaþólsku kirkjunnar. Frans páfi sagðist nýlega óttast það að peningahugsjón í íþrótt- um muni grafa undan anda þeirra. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá því í nóv- ember að páfinn hefði tjáð forsvarsmönnum Alþjóða Ólympíunefndarinnar að sóknin í gróða og sigur gæti leitt til þess að einungis yrði litið á íþróttamenn sem söluvöru. Frans páfi spilaði körfubolta þegar hann var ungur maður og er ákafur stuðningsmaður San Lorenzo knattspyrnuliðsins í Buenos Aires, Argentínu. „Þegar efna- hagshlið íþrótta er einungis höfð til hliðsjónar, þá er hætta á að einungis verði litið á íþróttamenn sem söluvöru sem hægt er að hafa tekjur af,“ sagði Frans páfi meðal annars. Klaustrin fyrir flóttafólk Vill nota húsnæði kirkjunnar fyrir flóttafólk Kaþólska kirkjan á ekki að breyta tómum klaustrum í hótel til þess að græða á þeim. Þetta sagði Frans páfi í september að því er fram kom í fréttum ABC News. „Tómu klaustrin eru ekki eign okkar, þau eru fyrir hold Krists: flóttafólk.“ Páfinn sagði þetta í tilefni heimsóknar sinnar í flóttamannabúð- irnar Centro Astalli í miðborg Rómar. Páfinn hitti um 500 manns í heimsókn sinni sem stóð í tæpa tvo tíma. Páfinn hvatti presta og aðra hátt setta innan kirkjunnar til þess að nota klaustrin til þess að hýsa flóttafólk sem flúið hefur aðstæður í heimalandi sínu. Ferðamenn á Ítalíu hafa frá því fyrir árið 2000 getað borgað fyrir gistingu í einhverjum af þeim mörgu klaustrum sem þar er að finna. Þetta er ekki góð þróun að mati páfans. Fjöldi múslima var í flóttamannabúðunum sem páfinn heimsótti. Í samtali við þá sagði hann algjörlega óþarfi að óttast ólíkar lífsskoðanir. Róttækur páfi Frans páfi hefur vakið mikla athygli frá því hann tók við embætti í mars á þessu ári. Þykja skoð- anir hans róttækar samanborið við þær skoðanir sem hafa verið ráðandi innan Páfagarðs til þessa. Mynd ReUteRs Græðgi ógnar íþróttum Hræddur um að tilgangur íþróttanna týnist í peningagræðgi „Hvernig má það vera að það sé ekki fréttaefni þegar heimilislaus eldri borgari deyr úr kulda Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772, ostabudin@ostabudin.is og á ostabudin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.