Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 22
Vikublað 3.–5. desember 201322 Umræða „Ég vil að það verði ráðnir 5–7 erlendir sérfræðingar (þýskir helst) til að leysa Alþingi af í nokkur ár í það minnsta og koma þessu skeri á réttan kjöl. Einhverja sem hafa engra hagsmuna að gæta annarra en að skila af sér góðu verki sem kemst í CV-ið þeirra. Eiga enga vini í nefndum, stjórnum, bönkum eða útgerðum hér á landi …“ „Reka þessa menn. Núna! Ég vil bjóða blindum stuðningsmönnum þessara flokka að nefna EINN hlut sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa gert þjóðinni í hag frá því þeir komust til valda. Það þýðir ekkert að skafa ofan af því að þetta eru hrein og klár LANDRÁÐ! Hversu mikil þarf spillingin að vera til þess að Íslendingar geri eitthvað í málinu? …“ „Hvað ætli mörgu starfsfólki spítalanna hafi langað að skella hurðum þegar það horfði á dauðveikt fólk sem ekki var hægt að sinna nógu vel?“ „Sl. mánaðarmót var 75 manns sagt upp hjá Ístak. Enginn fréttamaður skellti hurðum og reyndar nenntu þeir varla að fjalla um þær uppsagnir.“ Opnað á bankaskatt N ýtilkynntar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar virðast falla í góðan jarðveg. Þó 150 millj- arða niðurfelling sé helmingi minni en um var talað í aðdraganda kosninga er þetta samt umfram væntingar. Sem segir kannski sína sögu um stöðu kjósenda. Auðvitað má deila um hvort betra væri að nota „svigrúmið“ til lækkunar á skuldum ríkissjóðs en þetta vildi þjóðin og fær. Bankaskattur er almenningi hug- stæður og flestir vilja sjá kröfuhafa taka sinn skell af Hruninu eins og heimilin. Hvernig staðið verður að þessari skattheimtu mun koma í ljós sem og hverjir hinir eiginlegu kröf- uhafar eru. Ríkisstjórnin fær þó hrós fyrir að opna á þessa leið. Helmingi skuldaniðurfellingar skal ná með breyttum farvegi lífeyrissparnaðar, þ.e. ákveðnum hópi verður leyft að ráðstafa iðgjaldi sínu í lífeyrissjóð til niðurgreiðslu húsnæðislána í stað- inn. Þetta er ágæt leið en telst þó vart skuldaniðurfelling þar sem skuldar- ar borga sjálfir brúsann. Við þetta má bæta að verðtrygging er látin óáreitt sem inniber auðvitað óvissuþátt í líki verðbólgu. Við fyrstu sýn ætti þessi skuldaniðurfellingarpakki að vera ásættanlegur fyrir flesta og fylgi hon- um góð hagstjórn er engin ástæða til svartsýni. n Vilji þjóðar „Ríkisstjórnin fær þó hrós fyrir að opna á þessa leið.“ Stóra lygin Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Könnun Hvaða farsímafélagi treystir þú best? Símanum 36,2% Tali 6,5% Öðrum 16,1% Vodafone 14,4% Nova 26,8% Lýður Árnason dv.is/blogg/lydur-arnason/ Blogg Látið hann vera! S varthöfði er samúðarfullur maður. Hann hefur mikla samúð með þeim sem eru minni máttar. Þess vegna finnst honum að fólk eigi að láta Sigmund Davíð í friði. „LÁTIÐ HANN VERA!“ man Svarthöfði eftir að hafa öskrað í gegnum römm reiði- tárin í byrjun kjörtímabilsins, þegar árásirnar dundu á Sigmundi og vini hans Bjarna. Svarthöfði hafði komið sér vel fyr- ir í hægindastólnum með kastaníu- hnetubrúnt arabica-kaffi, með Morgunblaðið í hönd og von í brjósti. En svo sá hann það. Í leiðara Mogg- ans var sagt frá óvægnum loftárásum siðlausra fjölmiðla – og andlausrar stjórnarandstöðu – á hinn unga for- sætisráðherra. Dreymdi um samheldni Sárast var fyrir Svarthöfða að sjá sjálfan sig í hinum unga manni. Svarthöfði hafði nefnilega líka verið í pólitík einu sinni. Hann man það líkt og það hefði gerst í gær. Líkt og Sig- mund dreymdi Svarthöfða um sam- heldni og góða þjóðmenningu. Líkt og Sigmundur var Svarthöfði lagður í einelti. Ungi forsætisráðherr- ann þurfti nefnilega að sitja undir persónulegum árásum í kosninga- baráttunni, undir þeim formerkjum að það væri verið að „gagnrýna kosn- ingaloforðin“. Hvernig er það ekki svæsin persónuleg móðgun að segja að það sé ekki hægt að taka pening af hrægammasjóðum? Er verið að gefa í skyn að Sigmundur sé óhittinn með haglabyssu? Svarthöfði hafði orðið fyrir jafn innihaldslausum persónu- árásum; hann var kallaður illmenni! En verst var það þegar stærsta embættisverk Svarthöfða var líka eyðilagt, tvisvar! Og það með loft- árásum! Ómaklegt Svarthöfði vildi að hann hefði verið jafn forsjáll og Sigmundur áður en hann réðst í meistaraverk sitt. Sig- mundur hafði vit á að benda fólki á að allir aðrir myndu ljúga í framtíð- inni um hans eigin meistaraverk. Þetta hefði Svarthöfði betur gert á sínum tíma enda fór áróðurinn að streyma strax eftir að bygging meist- araverksins hófst. „HELSTIRNIГ sagði stjórnarandstaðan! Vægast sagt ómaklegt. Svarthöfði ákvað að hundsa bara áróðurinn og halda ótrauð- ur áfram, en langaði þó mikið til þess að benda óprúttinni stjórnarandstöðunni á að meistaraverkið væri ekkert „dauð- stirni“, heldur glænýtt ÞJÓÐMENN- INGARSETUR Svarthöfða! En allt kom fyrir ekki, loftárásirnar hófust: „Bygging helstirnisins mun stór- auka verðbólgu í vetrarbrautinni, húsnæðislán munu tvöfaldast!“… Búmm. „Það ætti ekki að vera að eyða fé í byggingu helstirnis þegar fólk nær varla endum saman!“ … Búmm. „Skárra væri að beina fjármagni til þröngs hóps húsnæðiseigenda sem standa ekki undir greiðslu lána sinna!“ … Búmm. Þjóðmenningarsetrinu rústað Eina sem Svarthöfði gat gert var að leita skjóls og skrifa á bloggsíðuna sína. Var fólk virkilega hissa á að ríkis stjórn Svarthöfða væri að breyta um stefnu frá fyrri ríkisstjórn? „Auð- vitað breytum við um stefnu,“ blogg- aði Svarthöfði: „Nýja ríkisstjórnin er náttúrulega keisaradæmi! Hvernig ætti stjórn keisaradæmis ekki að haga sér sem slík?“ En loftárásirnar héldu áfram. Svarthöfði þurfti að horfa upp á stjórnarandstöðuna rústa þjóð- menningarsetrinu hans. Allir voru á móti Svarthöfða. Á endanum þurfti hann að hrökklast í útlegð í köldu landi á lítilli plánetu. Þar hafði hann reyndar haft það ágætt fram að þessu, kaffið gott og húsin heit. En nú þarf hann að horfa upp á söguna endur- taka sig. Það rífur upp gömul sár – og kallar fram eldri tár – að horfa upp á eineltið gegni Sigmundi unga. n Þjóðmenningarsetur Svarthöfða Áróðurinn hófst strax með loftárás- um stjórnarandstöðunnar: „Helstirnið“ sagði stjórnar- andstaðan um þjóðmenn- ingarsetur Svarthöfða. Svarthöfði Sigmundur ungi Nú hafa loftárásir gegn Sigmundi unga staðið fyir í rúmt hálft ár. MyND SigTryggUr Ari 38 32 24 29 Kjartan Einarsson er ekki ánægður með íslenska stjórnmálamenningu. Athugasemdina skrifaði hann við frétt um dularfullar SMS-sendingar Gunnars Braga Sveinssonar. Kristni Hannessyni er nóg boðið og greindi frá því við athugasemd um frétt af leyndifundi Gunnars Braga hjá LÍÚ. Hildur guðbrandsdóttir skrifaði athugasemd við frétt um að Helgi Seljan hefði skellt hurðum þegar niðurskurðurinn í RÚV kom í ljós. Aðalsteinn Stefánsson setti uppsagnirnar á RÚV í áhuga- vert samhengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.