Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 23
Vikublað 3.–5. desember 2013 Umræða Stjórnmál 23 Sandkorn Heimsmetið sem hvarf SMS-kóngurinn Það voru fáir þingmenn jafn iðnir við SMS-smáskilaboða- sendingar eins og Gunnar Bragi Sveinsson, núver- andi utanríkis- ráðherra, var árið 2011. Þetta sýna gögn í um- fangsmiklum leka úr netkerfum Vodafone á Íslandi. Símanúm- er ráðherrans, sem var á þessum tíma þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins, kom fyrir í rúm- lega 300 smáskilaboðum í gögn- unum. Flest skilaboðin voru bara einfaldar upplýsingar til þing- flokksins en önnur hafa vakið meiri athygli. Lungnabólginn ráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lét lungnabólg- una ekki stöðva sig þegar kom að skuldalausn- um ríkisstjórnar- innar. Hann gekk galvaskur upp á svið í Hörpu þar sem hann kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu skuldugra fasteignaeigenda á Ís- landi. Ráðherrann liggur í rúm- inu voru hins vegar skilaboðin sem blaðamaður fékk þegar eftir því var leitað að fá ráðherrann á Beina línu á DV.is á mánudag. Sjálfshjálparbók Guðmundur Rúnar Árnason, fyrr- verandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, leggur félaga sínum Gunnari Axel Axelssyni, bæjarfulltrúa í bænum og fyrrverandi aðstoðarmanni velferðarráðherra, línurnar á Facebook þar sem sá síðarnefndi býsnast yfir dagsetningu tilkynn- ingar skuldaleiðréttinga. Hann segir að ekki sé í lagi að vera ön- ugur. „Miklu betra bara að vera gegt hress og svona, horfa á ÍNN og hlusta á Bylgjuna. Kauptu þér sjálfshjálparbók,“ ráðleggur hann bæjarfulltrúanum. Hvað er hægt að gera við peningana? S kuldaniðurfellingar rík- isstjórnarinnar nema 80 milljörðum á næstu fjór- um árum. Þá verður ríkið af samtals 40 milljörðum króna vegna tapaðra skatttekna af séreignalífeyrissparnaðarleið stjórn- arinnar. Samtals nemur því kostn- aður af aðgerðunum 120 milljörð- um króna, sem að hluta dreifast yfir nokkuð langan tíma. En hvað er hægt að gera við þessa peninga annað en að greiða skuldir þeirra heimila sem skulda verðtryggð fast- eignalán? Hér eru nokkrar stærðir úr fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinn- ar fyrir næsta ár. Rétt er að taka skýrt fram að skuldaniðurfærslukostnað- urinn dreifist á meira en eitt ár. n Öll fjárútlát ríkisins 587 milljarðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 4 milljarðar Skuldaaðgerð ríkisstjórnarinnar 120 milljarðar Vaxtagjöld 76 milljarðar U m helgina voru kynntar tillögur um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að lækka skuldir heimila. Í kosningabaráttunni í vor féllu stór orð. Leiðrétta átti forsendubrest heimilanna. Gefnar voru væntingar um almenna niðurfellingu skulda í boði kröfuhafa föllnu bankanna. Í Fréttablaðinu sagði Sigmundur Davíð að pakkinn gæti verið í kringum 240 milljarða. Í viðtölum ræddi hann um að leiðréttingin gæti verið mismun- andi eftir því hvenær fólk tók lán en minnti á að 20% hefði verið loforðið fyrir kosningarnar 2009. Hann boðaði heimsmet í úrlausn í skuldamálum. Annar veruleiki Almenn niðurfellingin nú er um 5% af verðtryggðum skuldum heimilanna, ef miðað er við verðtryggðar skuldir heimila árið 2010 á verðlagi dagsins í dag. Hún er ekki 20%. Fjárhæð niðurfellingarinnar er ekki 240 milljarðar heldur 80 millj- arðar. Á síðasta kjörtímabili lækkuðu skuldir heimilanna um 300 milljarða króna. Þar af skiluðu viðbótarvaxta- bætur, sérstök vaxtaniðurgreiðsla, sértæk skuldaaðlögun og 110% leiðin 80 milljörðum króna. Niðurfærsla Sigmundar er óra- langt frá nokkru heimsmeti. Það eru ekki kröfuhafar föllnu bankanna sem borga. Þvert á móti eru skatttekjur ríkisins notaðar til að fjármagna þessa millifærslu. Niðurfellingin er ekki almenn heldur er allt dregið frá sem hægt er að draga frá. Dregin eru frá öll sértæk úrræði sem þeir verst settu hafa fengið og hafa skilað þeim um 50 milljörðum króna. Dregin eru frá almenn úrræði sem þegar hefur verið gripið til, eins og sérstaka vaxtaniðurgreiðslan árin 2011 og 2012, sem flutti 12 milljarða til allra skuldara óháð tekjum. Í sömu kosningabaráttu og stóru orðin um skuldir heimilanna féllu lof- uðu Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn meiri peningum í heilbrigðismál, menntamál og vel- ferðarkerfið og lækkun skatta á al- menning. Munið þið ekki þjóðar- sáttina um Landspítalann í forgang? Nú liggja fyrir fjárlög sem sýna allt annan veruleika. Að lesa smáa letrið Það er gott að tillögurnar hafi litið dagsins ljós. Nú þarf að fara vel yfir þær og skoða betur áhrif þeirra eftir tekjum og eignastöðu. Sérstaklega þegar haft er í huga að ríkisstjórnin hefur lagt fram fjárlagafrumvarp sem færir byrðar af þeim sem mest hafa milli handanna yfir á millistéttina. Það er ófært að láta venjulegt fólk fá smávægilega skuldalækkun, ef það endar síðan sjálft á að borga reikn- inginn. Við vitum af reynslunni að það borgar sig að lesa smáa letrið þegar þessir flokkar eiga í hlut. n Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Kjallari „Niðurfærsla Sigmundar er óralangt frá nokkru heimsmeti Landspítali 39 milljarðar I llugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segist ekki vilja skilyrða lán til einstak- linga sem stunda nám erlendis þannig að þeir þurfi að greiða hærri vexti af lánunum ef þeir koma ekki aftur heim að loknu námi. Þetta seg- ir hann í svari við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknar- flokksins. Illugi bendir Vigdísi meðal annars á að Ísland greiði ekki nema hluta af þeim námskostnaði vegna menntunar þessara íslensku nem- enda. „Viðtökuríki innan EES (nema Bretland) bera stóran hluta af kostn- aði við menntun þessara nema þar sem skólagjöld eru að jafnaði ekki til staðar,“ segir hann. Í svarinu kemur einnig fram að 34,9 prósent af heildarútlánum Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2011 til 2012 hafi ver- ið til námsmanna erlendis. Helming- ur þeirra fjármuna sem eru lánaðir til skólagjalda er svo til þessara sömu nemenda en aðeins um þriðjungur af lánum án skólagjalda. Stúdentar erlendis fengu á þess- um tíma alls 5.723 milljónir króna í námslán á meðan nemendur hér á landi fengu 10.674 milljónir. n Ekki ástæða til að skikka fólk heim eftir nám segir ráðherra 35 prósent námslána erlendis 5.723 milljónir Námslán til námsmanna erlendis skólaárið 2011–2012 10.674 milljónir Námslán til námsmanna hérlendis skólaárið 2011–2012 Ekki heim Illugi vill ekki þvinga fólk heim til Íslands eftir nám með því að láta það borga meira fyrir námslán sín en annað námsfólk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.