Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 24
Vikublað 3.–5. desember 201324 Neytendur Þetta er besta pakkapítsan n DV smakkaði sex frosnar pakkapítsur n Eldaðar í pítsuofni Hornsins P Pakkapítsur þykja ekki alltaf merkilegur matur. Þær hafa það orð á sér að vera ókræsi- legar og að standast sjaldan væntingar. Í ljósi þessa ákvað DV að skera úr um sannleiksgildi þessara fullyrðinga og prófaði sex ólíkar pakkapítsur frá þremur fram- leiðendum. Markmiðið var að gera áreiðanlega tilraun við bestu aðstæð- ur og fá vana pítsugerðarmenn til þess að skera úr um bragðgæðin. Veitingahúsið Hornið tók vel í bón DV um að framkvæma prófið og sjá um dómgæslu. Pítsugerðar- maðurinn Siggi sá um baksturinn en veitingamennirnir og feðgarnir Hlyn- ur Sölvi Jakobsson og Jakob Magnús- son sáu um smökkun og aðra gild- isdóma. Jakob hefur góða reynslu af pítsubakstri en hann opnaði Hornið árið 1979 og á næsta ári mun Hornið fagna 35 ára afmæli. Lélegt úrval Úrvalið af pakkapítsum á Íslandi er ekkert sérstaklega gott. Pítsur frá fyrirtækinu Dr. Oetker eru ráðandi í flestum búðum en að auki má sjá pítsur frá framleiðendum sem eru minna áberandi. Dr. Oetker-pítsur eru framleiddar í Þýskalandi og flutt- ar hingað til lands frosnar. Í þessari tilraun voru keyptar tvær mismun- andi pítsur frá Dr. Oetker og þrjár frá Italpizza sem er ítalskt fyrirtæki sem Bakkavör keypti árið 2008. Að auki voru prófaðar smápítsur frá Chicago Town, sem fást nokkuð víða. Þegar pítsupakkarnir voru opnaðir kom í ljóst að þær litu allar sæmilega vel út. Áleggið var á sínum stað og dreifðist í eðlilegu hlutfalli yfir pítsurnar. Sam- dóma álit dómaranna var að þetta hafi litið ágætlega út. Óvæntur gestadómari Svo kom að sjálfu prófinu. Siggi tók fram spaðann og raðaði pítsunum í ofninn. Ofninn var heitari en þær 220 gráður sem gefnar eru upp á umbúðunum, en í ljósi þess að um- sjónarmenn tilraunarinnar voru fag- menn fram í fingurgóma og ofninn af bestu gerð, var látið vaða og treyst á innsæi og reynslu pítsumeistaranna. Reyndar fóru leikar svo að gestadóm- ari mætti til leiks og tók virkan þátt í dómgæslunni en það var athafna- maðurinn Daddi Guðbergsson. Eftir skoðun voru pítsurnar metn- ar tilbúnar eftir um það bil 10 mín- útna bakstur. Þær fóru beint á disk og það verður að viðurkennast að þær litu býsna girnilega út. Spínatpítsan best Niðurstöðurnar voru afgerandi. Allir voru sammála um að spínatpítsa frá Dr. Oetker væri best. Hún leit girnilega út og óhætt að segja að ljósmyndin á umbúðunum hafi gefið góða mynd af innihaldinu. Jakob og Hlynur voru sammála um að sú pítsa væri meira en boðleg. „Hún er mjög góð,“ sagði Hlynur og bætti við: „Með smáveg- is olíu, salti og pipar yrði hún jafnvel betri.“ Spínatpítsan fær 4,5 stjörnur. Pítsan í öðru til þriðja sæti var Pizza Tradizionale frá Dr. Oetker en samdóma álit dómaranna var á þá leið að hún væri ágæt. Jafnvel góð. Hún leit vel út og bragðaðist ágæt- lega. „Svolítið bragðlaus,“ sagði einn. Annar bætti við að „dósasveppirn- ir kæmu upp um hana“. Niðurstað- an var samt að þetta væri ágæt pítsa. Tradizionale-pítsan fær 3,5 stjörnur. Í sama sæti var pítsa með salami frá Italpizza. Hún var steinbökuð eins og hinar og botninn á henni var satt best að segja ansi girnilegur. Hún fékk nánast alveg sömu einkunn og Pizza Tradizonale og það var satt best að segja erfitt að gera greinarmun á þessum tveimur. Í stuttu máli stóðst þessi pítsa væntingar. Pizza Salami frá Italpizza fær 3,5 stjörnur. Í fjórða sæti var Hawaii-pítsa frá Italpizza. „Mér finnst hún ekki góð,“ sagði Jakob en kláraði samt bitann sinn íhugull. Hlynur sagði þá pítsu vera frekar þurra og bætti við að það „væri erfitt að redda þessu“. Daddi tók enn dýpra í árinni og minntist á Al Capone og einhverja hroðalega glæpi sem sá þrjótur framdi. Hinu er ekki að neita að útlit Hawaii-pítsunnar var eins og lofað var á umbúðunum. Hún var girnileg en ekki alveg nógu góð. Hawaii-pítsan fær 2,5 stjörnur. Fast á hæla henni kom Pizza Calzone (sem er samanbrotin pítsa) og ólíkt hinum pítsunum leit hún ekk- ert sérstaklega vel út þegar hún kom út úr ofninum. Hún gerði það reynd- ar ekki heldur á umbúðunum þannig að óhætt er að segja að það hafi ver- ið staðið við það sem var lofað. Pizza Calzone var ekki meira en ágæt. Dómararnir prófuðu litla bita og síð- an ekki söguna meir. „Krakkar gætu verið hrifnir af þessu,“ sagði Hlynur. „Þetta er skrýtið,“ sagði Jakob og bætti við: „Hálfmánar eru öðruvísi.“ Pizza Calzone fær líka 2,5 stjörnur en tapar fyrir Hawaii á útlitinu. Í síðasta sæti voru tvær smápítsur frá Chicago Town. „Deep Dish-full of taste from brim to base“ stóð á um- búðunum. Þessar smápítsur voru þaktar smáum pepperónísneiðum og það verður að segjast eins og er að þær brögðuðust ekkert sérstaklega vel. Daddi sagðist þekkja þessar pítsur því krakkarnir hans bæðu oft um svona. Jakob var nokkuð hugsi þegar hann kvað upp dóm sinn. „Þetta eru ekk- ert pítsur – þetta eru einhverjar bök- ur.“ Það eru orð að sönnu. Það var ekki mikið pítsubragð af þessum smápíts- um og allir dómararnir voru sammála um að fullyrðingin „full of taste from brim to base“ væri full brött. Smá- pítsurnar frá Chicago town fá 2 stjörn- ur. Niðurstaða Það er ljóst að pakkapítsurnar komu betur út en búist hafði verið við. Spínatpítsan var t.d. mjög góð. Hinar sem á eftir komu voru ágætar. Smá- pítsurnar frá Chicago Town féllu dómurunum ekki í geð. Pakkapítsur geta verið ágætar þegar tíminn er naumur og með smávegis kryddi, parmesanosti eða olíu má bragðbæta þær svo um munar. n 1 Pizza Tradizionale (Spinaci) Framleiðandi: Dr. Oetker Verð í Nóatúni: 669 kr. 2–3 Pizza Tradizionale (Speciale) Framleiðandi: Dr. Oetker Verð í Nóatúni: 669 kr. Teitur Atlason ritstjorn@dv.is 4 Hawaii Framleiðandi: Italpizza Verð í Nóatúni: 569 kr. 5 Pizza Calzone Framleiðandi: Italpizza Verð í Nóatúni: 569 kr. 6 Pizza pepperoni Framleiðandi: Chicago Town Verð í Nóatúni: 549 kr. „Hún er mjög góð. Með smávegis olíu, salti og pipar yrði hún jafnvel betri. 2–3 Salami Framleiðandi: Italpizza Verð í Nóatúni: 569 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.