Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 37
Vikublað 3.–5. desember 2013 Fólk 37 Ásgeir Kolbeins vinnur að bók um samskipti Ragnhildur á von á barni Kvikmyndagerðarkonan Ragn­ hildur Magnúsdóttir Thordar­ son nýtur lífsins í Los Angeles með eiginmanninum John Powers. Hjónin, sem giftu sig nýverið, eiga von á barni og prísa þau sig sæla. Ragnhildur fer fyrir grínhópnum Icelandic Poniez sem tekur upp nýja mynd þessa dagana, Poster Boy. É g er byrjaður að sanka að mér efni og heimildum,“ segir athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeins þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans. Kappinn er á leiðinni til hnykkj­ ara þegar þeir ræða saman. „Það er hins vegar mikið eftir þangað til einhver mynd kemur á þetta.“ Ásgeir er dagsdaglega önnum kafinn við önnur störf en þegar hann hefur tíma aflögu þróar hann hugmyndina áfram. Hann segir bókina á frumstigi og vill vera með meira í höndunum áður en hann fer til forlags. „Ég vil vera kominn með eitt­ hvað meira upp á borðið áður en ég fer til forlags,“ útskýrir Ásgeir. „Maður vill vita nákvæmlega hvað maður er að fara út í og hvern­ ig þetta komi til með að líta út. Þó maður viti nokkurn veginn hvert maður stefnir þá geta orðið nokkr­ ar hliðarbeygjur á leiðinni.“ Heitt umræðuefni að ræða samskipti kynjanna Aðspurður hvað varð til þess að þessi hugmynd hafi orðið öðrum yfirsterkari svarar Ásgeir að mikil umræða í heiminum um samskipti kynjanna hafi hvílt þungt á sér. „Það er mjög heitt umræðu­ efni að ræða samskipti kynjanna,“ segir Ásgeir. „Allir fjölmiðlar eru með einhverja dálka sem fjalla reglulega um samskipti. Það er til dæmis mikið talað um samskipti á Facebook og inn í þetta fléttast framhjáhald. Mér hefur þótt þetta áhugavert í langan tíma og með vaxandi umfjöllun hefur áhuginn orðið til þess að ég vil kýla á þetta,“ segir Ásgeir. En hvers vegna hefur Ásgeir svona mikinn áhuga á þessu umræðuefni? Skondnar hliðar varðandi samskipti „Ég er mjög áhugasamur um sam­ skipti kynjanna og þekki gríðar­ lega mikið af fólki í öllum stéttum,“ svarar Ásgeir. „Þannig að maður hefur upplifað mjög margt í gegn­ um tíðina. Mér finnst vanta að fólk taki umræðuna á hærra stig en hefur verið. Það er verið að vitna í einhverjar staðreyndir og henda því hráu í fólk. Mér finnst það hafa vantað svolítið að ræða hluti eins og hvernig er hægt að stuðla að betra sambandi og samlífi fólks,“ segir hann jafnframt. Sjálfur er Ásgeir í sambandi með Bryndísi Heru Gísladóttur en hún er frá Þorlákshöfn og varð í 4. sæti í fegurðarkeppninni Ungfrú Suðurland í fyrra. Þau eiga von á sínu fyrsta barni. Draumur Ásgeirs er að gefa bókina út eftir ár. Hann segir að húmorinn verði ekki langt undan, en þrátt fyrir það verði þetta engin brandarabók. „Húmorinn kemur kannski einna helst í gegn í því að sjá skondnu hliðarnar varðandi sam­ skipti. Síðan er auðvitað fullt af alvarlegum hlutum inn á milli. Það er kannski ekki mikið hægt að hlæja eða gera grín að einhverju sem tengist framhjáhaldi,“ segir Ásgeir við blaðamann að lokum. Hnykkjarinn bíður. n n Hefur upplifað margt í gegnum tíðina Ingólfur Sigurðsson ingosig@dv.is „Það er mjög heitt umræðuefni að ræða samskipti kynjanna Sankar að sér efni Ásgeir segir að mikið sé talað um samskipti á Facebook og inn í það fléttast framhjáhald. Fékk sér plokkfisk á afmælinu Logi Bergmann fagnaði 47 ára afmæli sínu í gær, 2. desember. Hann hafði haft í nógu að snúast helgina áður og fór á kostum í hlutverki veislustjóra á jólahlaðborði Starfsmannafélags Dalvíkur­ byggðar í Árskógi. Hann hafði það svo gott á afmælisdaginn og skellti sér í plokkfisk hjá Úlfari Finnbjörnssyni mat­ reiðslumeistara. Svanhildur Hólm, kona Loga, er gaman­ söm og hafði nokkur orð um mann sinn á Face­ book. „Afmælis­ barnið er býsna ernt og hefur haft fótaferð í allan dag. Man flesta hluti en fæst ekki til að syngja nein kvæði sem það lærði í æsku.“ Móðir Auðar tók á móti blómum Fyrir helgi var tilkynnt hvaða hvaða höfundar væru tilnefndir af Íslands hálfu til Bókmennta­ verðlauna Norðurlandaráðs. Við það tækifæri voru teknar þessar myndir af Eiríki Erni Norðdahl, sem tilnefndur er fyrir skáldsögu sína Illsku, og Sigríði Halldórs­ dóttur, sem var fulltrúi dóttur sinnar, Auðar Jónsdóttur, sem er tilnefnd fyrir skáldsögu sína Ósjálfrátt. Sigríður er í megin­ atriðum ein aðalsöguhetja bókar Auðar. Safnar fyrir langveik börn n Örvar Þór Guðmundsson safnar á Facebook fyrir þá sem minna mega sín Ö rvar Þór Guðmundsson, viðskiptastjóri hjá Prent­ meti, hefur nú á þriðju­ degi sína árlegu söfnun fyrir þá sem minna mega sín. Í ár ætlar hann að safna fyrir tvær fjölskyld­ ur langveikra barna sem hann segir eigi sérstaklega um sárt að binda. „Í báðum tilvikum er barnið það veikt að annar aðilinn er í hundrað pró­ sent vinnu heima við að sinna því og hinn aðilinn er með litlar sem engar tekjur. Alvarlegir sjúkdómar í báð­ um tilvikum og ekki miklar vonir um það að barnið muni jafna sig eða ná sér nokkurn tímann. Þau eru í raun­ inni í handónýtri stöðu,“ segir Örvar. Örvar segir þessa nú að verða ár­ legu hefð hafa hafist fyrir einskæra tilviljun. „Í fyrra safnaði ég fyrir ein­ stæða móður sem vann jólatré í ein­ hverjum leik á FM957. Hún sagði að hún væri voða þakklát fyrir það því hún ætti bara tvö þúsund krónur til að halda jólin og lifa út desem­ ber. Það hreif mig svolítið, ég þekkti hana ekki neitt og ég setti söfnun í gang á Facebook­síðu minni. Það voru svo fleiri sem hrifust með og ég safnaði um tvö hundruð þús­ und krónum fyrir hana,“ segir Örv­ ar. Hann segir að mikil stemming hafi myndast um söfnunina og nú hafi fólk byrjað að hringja í hann í október og spyrja hvort hann ætlaði ekki endurtaka leikinn. Örvar segir að hann hafi því farið að skoða fyrir hverja hann ætti að safna í ár og hafi sérfræðingar í slíkum málum bent honum á fjölskyldur langveikra barna. Bankaupplýsingar fyrir þá sem vilja styrkja málefnið fylgja hér með: Banki: 0544-14-710049 Kennitala: 090377-4509 hjalmar@dv.is Góðhjartaður Örvar segist hafa safnað rúmlega tvö hundruð þúsund krónum í fyrra fyrir einstæða móður svo hún gæti haldið jól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.