Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Qupperneq 14
14 Fréttir Jólablað 20.–27. desember 2013 w w w. j a r n p ry d i . i s - i n g i@j a r n p ry d i . i s Valið var hjá stjórn RÚV P áll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri RÚV, sagði starfi sínu lausu hjá RÚV eftir að fengist hafði lögfræðilegt mat á því hvort hægt væri að ráða hann aftur í starfið. Samkvæmt lögfræði­ lega matinu gat stjórn RÚV í raun og veru ákveðið hvor leiðin yrði far­ in; hvort Páll yrði endurráðinn með nýjum samningi eða starf útvarps­ stjóra auglýst. Úr varð að ákveðið var af meirihluta stjórnarinnar að aug­ lýsa starf Páls laust til umsóknar. Páll túlkaði þessa ákvörðun sem svo í yfir­ lýsingu að hann nyti ekki trausts hjá stjórn RÚV. Þessi túlkun Páls er ekki alveg nákvæm í ljósi þeirra laga sem gilda um RÚV. Í lögunum kemur skýrt fram að útvarpsstjóri megi ekki starfa lengur en í tvö fimm ára tímabil sem æðsti yfirmaður stofnunarinnar. Páll hefur nú gegnt starfinu í átta ár og má segja að það hefði farið gegn anda laganna að ráða hann aftur til fimm ára en þá myndi hann sitja í alls þrettán ár í starfinu. Heimild er hins vegar í lögum um RÚV að endurráða útvarpsstjóra einu sinni til fimm ára í senn. Með því að endurráða Pál ekki nýtti stjórn RÚV sér ekki þetta endurráðningarákvæði og kom þannig í veg fyrir að farið yrði gegn anda laganna með því að Páll gegndi starfinu í 13 ár. Þannig má segja að ákvörðunin um að auglýsa starfið brjóti ekki með neinum hætti gegn anda laganna en hins vegar hefði endurráðning á Páli gert það. Stjórn RÚV fundaði klukkan fjög­ ur á fimmtudaginn og er líklegt að á þeim fundi hafi verið rætt um starfs­ lok Páls. Eins og er vantar nokkur hugsanlega púsl inn í myndina af starfslokunum, til að mynda hvort eitthvað hafi leitt til þess, umfram lögin um RÚV, að ákveðið var að endurráða Pál ekki til fimm ára. n ingi@dv.is Nýr samningur við Pál hefði farið gegn anda laganna Valið hjá stjórn Samkvæmt lögfræðiá- liti sem unnið var fyrir stjórn RÚV gat hún sjálf ákveðið hvort hún vildi endurráða Pál Magnússon eða ekki. Mynd Sigtryggur Ari Frídagar og vænir bónusar í pakkanum n Rio Tinto Alcan gefur 170 þúsund króna kaupauka n Borgarstarfsmenn fá ekkert H já flestum fyrirtækjum tíðk­ ast að færa starfsmönnum jólagjöf síðustu vikuna fyrir jól, en þær eru jafn mis­ jafnar og þær eru margar. Ekki öll fyrirtæki gefa þó jólagjafir og dæmi eru um að starfsmenn fái í staðinn vænan jólabónus. Blaðamaður DV hafði samband við nokkra af stærstu vinnustöð­ um landsins og spurðist fyrir um jólagjafir til starfsmanna þetta árið. Matarkörfur vinsælar Líkt og undanfarin ár virðist sem matargjafir séu með vinsælli starfs­ mannagjöfum þetta árið. Sú er alla­ vega raunin hjá fyrirtækjum á borð við Húsasmiðjuna, Norðurál, Sjóvá og Icelandair. „Hér fékk fólk kassa með góð­ gæti; hamborgarhrygg og reyktum lax og einhverjum sósum og sult­ um. Þetta er eitthvað sem allir geta notað,“ segir upplýsingafulltrúi hjá Icelandair. Arion banki gefur starfsmönnum einnig matarkörfu. „Gjöfin hjá okkur er sú sama og undanfarin ár. Það er karfa með mat og einhverju litlu, nettu til heimilis­ ins. Og svo fær starfsfólk líka gjafa­ kort Arion banka,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans. Haraldur var sjálfur ekki búinn að ná í sína körfu þegar blaðamaður náði tali af honum og gat því ekki sagt til um nákvæmt innihald hennar en sagði að í henni væri ávallt eitthvað kjöt og meðlæti. Íslensk hönnun Nokkur fyrirtæki gefa starfsmönnum sínum muni frá ís­ lenskum hönnuðum. „Háskólinn í Reykjavík gefur sín­ um starfsmönnum sitt lítið af hverju í poka. Í honum er stór „thermo“ kaffi­ eða tebolli frá Sveinbjörgu ásamt viskastykki eftir sama hönnuð sem er mjög praktískt. Svo keyptum við súkkulaðistykki frá ABC Barna­ hjálp, sem var sett í pokann líka, ásamt þrjú þúsund króna gjafakorti í Nóatúni fyrir jólamatinn,“ segir Ýr Gunnlaugsdóttir í samtali við DV, en hún sá um jólagjafir HR til starfs­ manna. Spurð hvort þetta sé svipað og verið hefur undanfarin ár segir Ýr svo ekki vera. „Við erum svolítið að breyta til. Síðustu tvö ár var matarpakki en þessi gjöf höfðar kannski til fleiri.“ Íslensk hönnun var einnig í jóla­ pakka starfsmanna Alcoa Fjarðaáls. „Við erum með matarkörfu og smá auka glaðning með. Við höfum oft reynt að vera með íslenska hönnun eða eitthvað svoleiðis og í ár skiptum við til dæmis við Laufabrauðssetur Íslands svo það fylgir glaðningur frá þeim með matarkörfunni,“ segir upplýsingafulltrúi fyrir tækisins. Landsbankinn gaf starfsfólki sínu hanska frá 66°Norður og auk þess 35 þúsund króna gjafabréf frá versluninni. Engar jólagjafir „Það eru engar jólagjaf­ ir gefnar af Reykjavíkur­ borg. Þær voru afnumdar árið 2008,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýs­ ingastjóri borgarinnar. Svipaða sögu er að segja hjá Hafnarfjarðarbæ sem ekki gefur jólagjafir í ár en samkvæmt Guðfinnu B. Kristjánsdóttur, upplýs­ ingafulltrúa Garðabæjar, fær starfsfólk bæjarskrifstofunnar frí í jólagjöf. „Hér hjá okkur gefur bæjarstjór­ inn okkur á bæjarskrifstofunni tvo auka frídaga og síðan er það bara undir forstöðumanni hverrar stofn­ unar komið hvað hann gerir fyrir sitt starfsfólk.“ Svipaða sögu er að segja af Rio Tinto Alcan sem hefur ekki gefið jólagjafir undanfarin ár, en samkvæmt Ólafi Teiti Guðna­ syni, framkvæmdastjóra sam­ skiptasviðs fyrirtækisins, fær starfs­ fólk í staðinn 170 þúsunda króna jólabónus, sem er talsvert hærra en gengur og gerist hjá flestum fyrir­ tækjum. Veglegri gjöf í ár „Við gefum öllu starfsfólkinu okk­ ar, 1.500 manns, safndiskinn með Páli Óskari, fimm þúsund króna gjafabréf í Krónunni og svo styrkj­ um við ABC Barnahjálp með því að gefa hverjum starfsmanni eitt súkkulaðistykki frá þeim sem gefur fimm bágstöddum börnum mál­ tíð. Þannig að þetta er margþættur pakki,“ segir Guðríður Hjördís Baldursdóttir, starfsþróunarstjóri BYKO. Hún segir meiri verð­ mæti í gjöfinni sem starfs­ menn fyrirtækisins fá þetta árið en verið hefur. „Við erum að gefa veg­ legri gjöf núna en síðustu ár. En markmið okkar er að styrkja alltaf íslenskt tón­ listarfólk þannig að síðast­ liðin þrjú ár erum við búin að gefa íslenska tónlist og gjafakort.“ Starfsmenn HB Granda fá bankagjafakort en sam­ kvæmt upplýsingum frá skrifstofu fyrirtækisins er þetta í annað skipti sem slíkt er gefið. Sá sem blaða­ maður ræddi við vildi ekki greina frá upphæð gjafakortsins en bætti þó við að fleira hefði leynst í pakk­ anum. „Við gáfum líka fiskikrydd og viskastykki með mynd af fiski. Það er bara svona til að fylgja með svo að starfsfólk fái einhvern lítinn pakka.“ n Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is „Það eru engar jólagjafir gefnar af Reykjavíkurborg. Þær voru afnumdar árið 2008. Jólagjöf Jólagjafir til starfsmanna eru afar misjafnar eftir fyrirtækjum, en al- gengt er að fyrirtæki gefi matarkörfur. Súkkulaði til styrktar ABC Sum fyrirtæki styrkja góð málefni með kaupum á jólagjöfum starfsmanna. thermo-bolli Starfs- menn Háskólans í Reykjavík fengu bolla og viskastykki frá Sveinbjörgu í jólagjöf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.