Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Page 20
20 Fólk 1 Dorrit MoussaieffForsetafrú Dorrit er fædd 12. janúar 1950 í Jer­ úsalem. Foreldrar hennar, Alisa and Shlomo Moussaieff, eru áhrifamikl­ ir í viðskiptum með eðalsteina. Við­ skiptaveldið teygir sig aftur í aldir og í dag er faðir hennar einn helsti safnari fornra listmuna. Dorrit flutti til London á ung­ lingsárum með foreldrum sínum. Lesblinda gerði henni erfitt fyrir Áhrifamestu konur Íslands n Dorrit þykir áhrifamest n Nýtir stöðu sína til góðs n Fáar konur nefndar úr menningargeiranum A ð hafa áhrif er lykilatriði hvað völd áhrærir. Áhrifa­ miklar konur eru margar á Íslandi þótt þær hafi enn ekki völd í jafn miklum mæli og karlar. Að hafa áhrif er far­ sæl leið til valda og því fleiri kon­ ur sem hafa áhrif, því greiðar mun ganga að breyta samfélaginu og jafna valdahlutföll kynjanna. Óhefðbundnar konur sem synda á móti straumnum Það er stundum erfitt að benda á hvers vegna sumum konum tekst fremur að komast til áhrifa en öðr­ um. Þær eiga það ef til vill sameigin­ legt að leiða fólk áfram, synda gegn straumnum, taka sér pláss og vera stoltar af verkum sínum. DV setti saman nefnd ráðgjafa til þess að velja áhrifamestu konur lands­ ins. Það kemur ekki á óvart að þær konur sem raðast efst á listann eru allar óhefðbundnar og synda á móti hörðum straumnum. Dorrit Moussai­ eff hefur ávallt sagt skoðun sína óhik­ að, hún er án efa áhrifamikil og hefur oftsinnis notað áhrif sín landi og þjóð til gagns. Í menningarlífinu hefur hún aðstoðað íslenska listamenn að fóta sig á erlendri grundu. Hún reyndist Margréti Ericsdóttur, móður Kela sól­ skinsdreng, vel þegar hún leiddi hana og stórstjörnuna Kate Winslet saman. Ótal fleiri dæmi má telja upp því Dor­ rit leggur sig fram við að verða öðrum að liði. Hún hefur oftsinnis lagt litlum fyrirtækjum og frumkvöðlum lið með áhrifamiklum hætti. Áhrifamikið fólk er greiðvikið, gefur góð ráð, vill vera samfélaginu til gagns. Sá ógreiðvikni getur ef til vill haldið um valdatauma í einhvern tíma en fylgjendur eru fljótir að snúa við honum baki ef svo ber undir. Að leiðbeina öðrum, gefa ráð, vera sam­ félaginu til gagns, er hins vegar til farsældar. Konur á stærstu vígstöðvum Þær konur sem raða sér í næstu þrjú sæti eiga það allar sameiginlegt að hafa bæði áhrif og völd. Einhverj­ ir myndu vilja deila á það að völd Dorritar teldust ekki raunveruleg. En staða hennar í viðskiptalífinu í Bretlandi er góð og hún býr að sterku tengslaneti sem hún nýtir óspart Ís­ lendingum til góðs. Á það deilir enginn. Útgeislun hennar er einnig slík að þótt hún hafi dvalið lengi er­ lendis á árinu er hún okkur enn of­ arlega í huga. Guðbjörg Matthíasdóttir, nefnd önnur áhrifamesta kona landsins, hefur haft áhrif með því að fram­ kvæma réttu hlutina, hún hefur stað­ ið sterk við útgáfu Morgunblaðsins á óvissutímum og við útgerð Ísfélags­ ins í Vestmannaeyjum. Hún þykir kröftug kona og traust sem hefur stofnað til sambands við rétt fólk á réttum tíma. Birna Einarsdóttir bankastjóri er þriðja áhrifamesta kona lands­ ins. Hún hefur sannað sig á erfiðum tíma í viðskiptalífinu og tekist að fá frið um Íslandsbanka á ólgutímum. Hún er einnig þrautseig og góð fyrir­ mynd, hún hefur unnið sig upp hjá sama fyrirtækinu, fjárfest í starfinu. Hjá Íslandsbanka hefur hún unnið í sautján ár. Konur á listanum hafa margar hverjar komist til áhrifa með því að sýna fram á þekkingu sína og kom­ ist þannig í valdastöðu, dæmi um þetta er Ingibjörg Benediktsdótt­ ir hæstaréttardómari sem er nefnd sem sú fjórða áhrifamesta á Íslandi. Ingibjörg hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið, hún þykir samkvæm sjálfri sér, hefur sterka réttlætiskennd og gengur oft á móti meirihlutanum. Konur sem toga í spotta Lilja Pálmadóttir athafnakona er sú fimmta á listanum. Hún er sögð jarðbundin hugsjónakona. Þegar þessir tveir eiginleikar fara saman er það til heilla. Lilja hefur gagnast samfélaginu norðan heiða ákaflega vel og komið að uppbyggingu þess. Hún hefur helgað sig hestarækt og tamningu, styrkt samfélagið með byggingu sundlaugar á Hofsósi og þá er hún öflugur fjárfestir í kvikmynda­ gerð þótt eiginmaður hennar hafi helst verið í sviðsljósinu hvað það varðar. Lilja sækir ekki í sviðsljósið og hefur haldið sig til hlés. „Þetta eru konur sem geta raunverulega tog­ að í spotta og gera það fúslega,“ segir einn ráðgjafa DV um þær konur sem valdar eru. „Þær vilja samfélaginu vel, leggja hart að sér og hjálpa öðrum á bak við tjöldin. Þær vita að þær standa ekki einar og veita því gjarnan öðrum að­ stoð sína,“ segir annar ráðgjafi rétti­ lega. Fáar nefndar í menningargeiranum Björk Guðmundsdóttir tónlistar­ kona er nefnd sem ein áhrifamesta kona landsins. Ekki að ósekju. Hún er einnig sú allra valdamesta, í tón­ listarbransanum. Bæði í heimi karla og kvenna. Margar kvennanna hér á listanum hafa einnig umtalsverð völd. En ekki allar. Þótt þær ættu það vissulega skilið. Merkilega fáar konur voru nefndar utan Bjarkar í menningargeiranum og fjöl­ miðlaheimi. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri var nefnd, Vigdís Grímsdóttir rithöfundur, Högna Sig­ urðardóttir arkitekt, Auður Jóns­ dóttir, rithöfundur og pistlahöfund­ ur, og Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Fréttatímans. Ef til vill hefur Dorrit áhrif í menningargeiranum frekar en öðrum geira, sem gerir það að verkum að hún teygir sig hátt. Flestir nefndu þó fremur greiðvikni hennar við lítil fyrirtæki og frum­ kvöðla. „Ljóst er að konur þurfa að sækja á í heimi menningar og taka sér meira pláss, hafa hærra, mæra sig og stæra,“ segir einn ráðgjafa. „Ég er alltaf ég sjálf“ É g kom til til landsins klukkan tvö í nótt frá London,“ segir Dorrit sem hefur átt annasamt ár. Hún hefur á árinu sinnt rekstri fjöl­ skyldufyrirtækis Moussaieff­ætt­ arinnar í frekara mæli og flugferðirnar á milli Íslands og London eru tíðar. Ósvikin gleði Þrátt fyrir lítinn svefn er útgeislunin hin sama, hún geislar af gleði og faðmar blaðamann og ljósmyndara innilega. Hún sest í mjúkan sófa á forsetasetrinu og lætur fara vel um sig, hún er klædd í fallega lopapeysu með stuttum ermum – sem hún tjáir blaðamanni að sé prjónuð á Íslandi eftir munstri Navaho­indíána – sítt pils úr þykku ullarefni og háa hæla. Gleði hennar er ósvikin. Hún seg­ ir fjarvistirnar frá Íslandi hafa fyllt hana söknuði. „Ég er búin að sakna þess að vera með Ólafi og Sámi. Það er gott að koma heim.“ Auðmýkt og góður vilji Faðir Dorritar, Shlomo Moussaieff, er orðinn háaldraður og henni rennur blóðið til skyldunnar. Þess vegna hefur hún eytt meiri tíma en áður í London og helgað sig rekstri fyrirtækis fjöl­ skyldunnar sem skiptir hana miklu máli. Faðir Dorritar er enda einn af rík­ ustu mönnum Bretlandseyja – er í 315. sæti samkvæmt lista Sunday Times frá 2011 – og voru eignir hans eru tald­ ar nema um 220 milljónum punda, rúmlega fjörutíu milljörðum íslenskra króna. Dorrit nefnir föður sinn spurð um hvað eða hver hafi mótað hana mest á ævinni og þar hefur velgengni og auður lítið að segja. „Faðir minn er fyrirmynd í öllu því sem ég geri. Auð­ mýktin sem hann býr yfir er hans helsti kostur. Það skiptir ekki máli hvort mað­ ur fær hrós fyrir vel unnið verk. Það lærði ég af honum. Það eina sem skipt­ ir máli er að þú sjálf trúir því að þú sért bæði að gera gott og rétt.“ Fer beinu leiðina Helstu kostir Dorritar eru taldir vera þeir að hún leggur sig fram um að Dorriter óhrædd við að gera mistök, ganga gegn hefðum og brjóta reglur. Kristjana Guðbrands dóttir ræddi við Dorrit um föður henn- ar sem kenndi henni dýrmæta lexíu, efann sem sækir að henni um framtíðina og söknuðinn sem hefur fylgt annríki í London á árinu. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Óhefðbundin og óhrædd „Ég er alltaf tilbúin til þess og að gera mistök. En það á bara við um mig sjálfa,“ segir Dorrit sem segist haga sér á annan máta þegar hún tekur ákvarðanir sem hafa áhrif á aðra. Mynd SiGtryGGur Ari Álitsgjafar n Magnea Matthíasdóttir n Rakel Garðarsdóttir n Gagga Jónsdóttir n Heiðdís Lilja Magnúsdóttir n Rut Hermannsdóttir n Lára Björg Björnsdóttir n Ragnhildur Sverrisdóttir n Stefán Máni Sigþórsson n Kristín Guðmundsdóttir n Erla Gunnarsdóttir Álitsgjafar höfðu fjölbreyttar skoðanir á því hverjar væru áhrifamestu konur íslensks samfélags. Þær konur sem raðast efstar voru oftast nefndar. Atkvæðafjöldi er jafn í mörgum tilfellum eftir því sem neðar dregur á listanum. Því ber ekki að taka sætaskipan alvar- lega. Hún er ekki nákvæm og til gamans gerð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.