Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Side 32
Jólablað 20.–27. desember 201332 Fólk Viðtal Össur Skarphéðinsson barðist fyrir því að ætt- leiða barn frá Kólumbíu og það hafðist eftir tíu ára bið. Þau hjónin eiga nú tvær dætur sem þau ættleiddu þaðan en hann segir að það hafi breytt lífi sínu, ekkert hafi verið eins magnað og að fá dóttur sína í fangið í fyrsta sinn. Hann segir einnig frá barnæskunni, lífsháska á sjó og æðru- leysinu sem hann fylltist þegar skipsfélagarnir ætluðu ekki að ná honum aftur um borð, og gerir upp við síðustu ríkisstjórn og mistök hennar. É g veit að þú lítur á mig sem arg­ asta óþokka,“ segir hann þegar ég næ loks tali af honum í síma. Hann hefur ekki alltaf svarað skilaboðum og veit upp á sig sökina. Við hittumst heima hjá hon­ um og setjumst saman í stofunni, við jólatréð, þar sem eiginkonan og dæturnar tvær eru líka. Síðast þegar ég hitti Össur var það fyrir tilviljun sem ég kom að honum þar sem hann stóð einn við gránað Lagarfljótið og beið þess að verða sóttur. Maður­ inn er alltaf einn, sagði hann þá, eða seinn, bætti hann síðan við. En það er hér heima sem honum líður best, það er hér sem hamingjan er. „Við tölum stundum um hamingjuna , ég og stelpurnar mínar, og þær upplifa hana allt öðruvísi en ég. Þeim finnst skrýtið þegar ég segi að mín hamingja felist helst í því að sitja í horninu í sóf­ anum í stofunni með tölvuna í kjölt­ unni og hlusta á skrafið í þeim. Það eru samt mínar bestu stundir. Þær eru náttúrulega eins og unglingar, eiga góða daga og stöku verri inn á milli en upplifa gleði og hamingju sterkar en ég. Ég var stundum óhamingjusamur þegar ég var barn – en aldrei eftir það. Þær eiga erfitt með að skilja þegar ég segist halda að hamingjan felist í því að vera ekki óhamingjusamur.“ Stríðið við aukakílóin Össur tekur hlýlega á móti mér á heimili sínu, í gamla vesturbænum, þar sem hann hefur útsýni yfir sjóinn og ilmurinn er lokkandi, af nýbökuð­ um smákökum og kólumbísku kaffi, glaðhlakkalegur að vanda og segist reyna að forðast freistingarnar sjálf­ ur. „Ég hef alltaf verið svolítil bolla, er í ævilöngu stríði við aukakílóin þar sem ég hef stöðugt verið í tapliðinu – þangað til síðasta sum­ ar. Þá hugsaði ég með mér: Það er nú eða aldrei. Mér tókst að snúa taflinu aðeins með þessum einu ráðum sem duga, að borða minna, meira græn­ meti og ávexti en áður, og verða dug­ legri í World Class. Það virkar hægt og bítandi. Alvörukúrar duga hins vegar ekki til langframa og gera mig líka mjög geðstirðan.“ Jólatréð stendur í stofunni, full­ skreytt eins og heimilið, og inni í eldhúsi er annað frá Kólumbíu. Reyndar eru fleiri minnisvarðar frá Kólumbíu hér og þar á heimilinu, eins og til dæmis veggteppin sem hanga á veggjunum. En þótt Kólu­ mbía eigi sér sérstakan sess í huga fjölskyldunnar eru minnisvarðarn­ ir fleiri og frá flestum heimsálfum. Grænlenskur ísbjörn hangir á hand­ riðinu uppi á annarri hæð og skógar­ björn frá Kamtsjatka þar við hliðina. Marokkósk teppi eru á veggjum og gólfi. Afrískur gíraffi stendur í stof­ unni og í glugganum að eldhúsinu er búið að raða upp rússneskum Beið eftir barni í tíu ár babúskum, handmáluðum með myndum af keisarafjölskyldunni. Þær keypti Össur þegar hann var í Moskvu og búinn að vinna hvert veð­ málið á fætur öðru á veðhlaupum. Gat ekki haft augun af henni Þau hjónin hafa bæði ferðast mik­ ið starfsins vegna. Hún heitir Árný Erla og er Sveinbjörnsdóttir. „Hún er á kafi í alþjóðlegum vísindum og ég hef verið á þvælingi um heiminn í pólitík. Ég segi stundum í hálfkær­ ingi að grundvöllur farsæls hjóna­ bands séu gagnkvæmar fjarvistir. Það er alla vega góð kenning. Hún eyddi sumrum við rannsóknir á Grænlandsjökli og þegar ég varð umhverfisráðherra stríddi ég henni með því að það hafi ekki verið fyrr en eftir margra mánaða dvöl á stærsta jökli Evrópu sem hún fann hvað faðmur umhverfisráðherra var hlýr! Ég kem úr fjölskyldu þar sem menn útkljáðu málin með hávaða­ rifrildi og það var töluvert álag á fyrstu ár hjónabandsins þegar í ljós kom að hún nennti ekki að rífast yfir neinu. Öll hjónabönd hafa hæðir og lægðir, og ég hef stundum haldið fyrirlestra yfir yngri og óreyndari mönnum um að lægðirnar eigi menn að tækla eins og íslenskan snjóstorm. Reima upp í háls og setja hettuna fram yfir haus. Hvað sem á dynur veit maður að storminum slotar, það verður aftur logn og heiðríkja, og sólin skín.“ Þau kynntust í MR. „Ég sá Árnýju fyrst þegar hún og nokkrar aðrar stelpur ruddust inn í bekkinn okkar í MR fyrsta veturinn minn þar og rændu ritvélunum okkar. Hún var hávaxin og glæsileg ballerína, bar sig eins og drottning, sem varð auðvit­ að til þess að ég fékk meiri áhuga á ballett en áður! Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is „Pabbi var nokkuð harður meðan ég var að alast upp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.