Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Side 40
40 Sport H eil umferð fer fram í enska boltanum um helgina og önnur á öðrum degi jóla. Leikur fyrri umferðarinnar, sannkallaður stórslagur, fer fram í London á mánudag þar sem Arsenal og Chelsea mætast á Emirates. Bæði lið eru í harðri baráttu á toppi deildarinnar. Arsenal á tvö stig á bæði Liverpool og Chelsea og því getur Chelsea með sigri skotist upp fyrir erkifjendurna. Á öðrum degi jóla eigast svo við Manchester City og Liverpool. Báðir leikirnir eru ákaflega þýðingarmiklir, enda spennan á toppi deildarinnar næsta óbærileg. Allra augu á Suárez Liverpool á um helgina leik á heima- velli, sem miðað við gengi liðsins, ætti að vinnast örugglega. Liðið fær þá Ís- lendingaliðið Cardiff í heimsókn. Cardiff vann West Brom um síðustu helgi en hafði þar á undan hvorki unnið né skorað mark í þremur leikj- um í röð. Flestra augu munu beinast að Luis Suárez en hann hefur farið hamförum með Liverpool á leiktíð- inni. Suárez hefur skorað 16 mörk í 11 leikjum og auk þess lagt upp 10 mörk til viðbótar. Hann hefur því ýmist lagt upp eða skorað sjálfur tvo þriðju hluta marka liðsins á leiktíð- inni – þrátt fyrir að hafa byrjað fyrstu fimm leikina í leikbanni. Rankar Tottenham við sér? Annar spennandi leikur í fyrri um- ferðinni er viðueign Southampton og Tottenham. André Villas-Boas var rekinn frá Tottenham í vikunni eftir háðulega útreið á heimavelli gegn Liverpool um síðustu helgi. Eftir- maður Boas hafði ekki verið ráðinn þegar þetta var skrifað en ljóst er að félagið hefur á að skipa ákaflega öfl- ugum leikmönnum. Óvíst er hvern- ig þeir munu bregðast við tapinu en ljóst má vera að Southampton, þremur stigum á eftir Tottenham, mun hugsa sér gott til glóðarinn- ar. Leikurinn gæti orðið mjög spennandi. Náðug jól hjá Moyes? Manchester United hefur ekki á gengið vel á leiktíðinni. Liðið situr í níunda sæti deildarinnar og vann Aston Villa sannfærandi um síðustu helgi, eftir fjóra leiki án sigurs þar á undan. Moyes ætti, ef allt verður eðlilegt, að eiga nokkuð náðug jól. West Ham heimsækir Old Trafford um helgina, á öðrum degi jóla mæt- ir liðið Hull á útivelli áður en það fer til Norwich. Allt eru þetta leikir sem stuðningsmenn United gera kröfu um að vinna. Everton á flugi Forvitnilegt verður að sjá hvort Everton blandar sé enn frekar í toppbaráttuna yfir hátíðarnar. Liðið, sem hefur leikið níu leiki í röð án þess að tapa og unnið þrjá af síðustu fjórum mætir Swansea á útivelli um helgina. Liðið getur með sigri skotist upp fyrir City, Chelsea og Liverpool, misstígi þau lið sig. Á öðrum degi jóla mætir Everton botnliði Sunderland. Hver veit nema Everton verði í meistara- deildarsæti um áramótin? Það yrði líklega saga til næsta bæjar. n Jólablað 20.–27. desember 2013 Toppleikir yfir jólin n Arsenal tekur á móti Chelsea á mánudag n Everton getur blandað sér í toppbaráttu Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Stórslagur Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea eigast við á mánudag. MyNd REuTERS M arkahrókurinn Tryggvi Guðmundsson, leikmaður HK, telur að sínir menn í Arsenal muni hafa betur gegn Chelsea á Emirates á mánu- dag, þegar liðin eigast við í stórslag umferðarinnar. Hann hefur hins vegar áhyggjur af viðhorfi sinna manna, þegar á móti blæs. Laugardagur Liverpool - Cardiff Spá: 3–0 „Það er alveg klárt að Liverpool mun vinna þennan leik. Við getum orðað það þannig að ég ætla að hafa Suárez sem fyrirliða í fantasy-liðinu mínu. Það fer allt í gegnum hann, hvort sem hann skorar sjálfur eða leggur mörkin upp.“ Crystal Palace - Newcastle Spá: 1–2 „Það er komið aðeins meira líf í Palace eftir stjóraskiptin – allavega fá þeir fleiri stig. Það sama má svo sem segja um Newcastle, þeir eru öflugir. Ég held að Newcastle hafi þetta. Fulham - Manchester City Spá: 1–3 „Fulham er svolítið eins og búningar liðsins; litlaust. City er á bullandi skriði þó liðið þurfi nú að leika án Agüero. En það er af nógu að taka í leikmannahópi City. Man. United - West Ham Spá: 2–0 „Þó það hafi gengið illa hjá United eru þeir allan tímann að fara að vinna West Ham. Welbeck er byrjaður að skora. Hann setur eitt og ég er viss um að Rooney skorar annað – það hlýtur að vera.“ Stoke City - Aston Villa Spá: 2–0 „Ég þoli ekki markalaus jafntefli og ætla að splæsa á heimasigur þarna. Þetta Villa- lið er alls ekki spennandi.“ Sunderland - Norwich Spá: 2–1 „Nú fara áhrif stjóraskiptanna hjá Sunder- land að koma í ljós. Þetta er tilvalinn leikur fyrir þá að minna á sig. Þeir hljóta á nýta tækifærið á móti lala-liði Norwich.“ West Brom - Hull Spá: 2–0 „Þetta er svolítið spurningarmerki. Ef það verður enginn tekinn við liði West Brom – og einhver aðstoðarmaður stýrir því – þá tapar það. En ef það kemur ein- hver kanóna inn og stýrir þeim, þá munu leikmennirnir sýna sig og sanna.“ Sunnudagur Southampton - Tottenham Spá: 2–2 „Southampton var á fínu róli þar til pólski markvörðurinn meiddist. Nú er kominn einhver vitleysingur í markið, einhver Argentínumaður. Það gæti orðið þeim dýrkeypt í þessum leik. Tottenham skeit upp á bak á móti Liverpool og hlýtur að mæta tvíeflt í þennan leik. Ef það verður kominn nýr stjóri þá hlýtur hann að átta sig á að Gylfi Þór stendur sig alltaf vel þegar hann spilar.“ Swansea - Everton Spá: 1–2 „Everton er flott. Það höfðu nú ekki allir trú á að Martínez gæti náð þessum árangri, eftir brotthvarf Moyes. Hann hefur troðið sokkum upp í ansi marga. Það hefur verið gaman að fylgjast með Everton. Þeir eru flottir.“ Mánudagur Arsenal - Chelsea Spá: 2–1 „Þetta var ákveðinn skellur á móti City, um síðustu helgi. Ég átti svo sem ekki von á sigri þar. Það veldur mér hins vegar áhyggjum hvernig tapið fór í leikmennina. Özil var fúll og Wilshere sýndi fingurinn. Vonandi rífa þeir sig upp aftur. Það er jafnteflisfnykur af þessu en ég ætla að tippa með hjartanu. Hjartað fær að ráða.“ „Vonandi rífa þeir sig upp“ Vissir þú …… að Jose Mourinho verður á mánudag fimmti stjóri Chelsea sem Arsene Wenger mætir á Emirates í síðustu sex viður- eignum. … að Luis Suárez hefur skorað 27 mörk í 25 leikjum í ensku úrvals- deildinni á þessu ári. … að André Villas- Boas er sá stjóri Tottenham í sögu ensku úr- valsdeildarinnar, sem hefur haft hæst vinningshlut- fall, eða 54%. Hann er nú horfinn á braut. … að um síðustu helgi gerðist það í fyrsta sinn, í að minnsta kosti sjö ár, að Tottenham kom í heilum leik ekki skoti að marki á heimavelli sínum. … að Aston Villa er eina liðið í efstu deild sem ekki hefur skorað mark á heimavelli í fyrri hálfleik á þessari leiktíð. Leikir á öðrum degi jóla Hull City - Manchester United Aston Villa - Crystal Palace Cardiff City - Southampton Chelsea - Swansea Everton - Sunderland Newcastle - Stoke City Tottenham - West Brom West Ham - Arsenal Manchester City - Liverpool

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.