Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Page 42
Jólablað 20.–27. desember 201342 Sport L uis Suárez, leikmaður Liver- pool, var á mánudaginn kjörinn leikmaður ársins á Englandi. Hann tók við verðlaunum á Emirates-leikvanginum ásamt eiginkonu sinni, skömmu eftir að hafa farið svo illa með varnarmenn Totten- ham, að knattspyrnustjórinn var rekinn frá Lundúnaliðinu. Suárez hefur farið á kostum á keppnistímabilinu, þrátt fyrir að hafa verið í leikbanni í fyrstu fimm um- ferðunum. Hann hefur skorað 17 mörk í 11 leikjum. Það er kannski ekki eins fyrirferðarmikið í umræðunni, en hann hefur jafnframt lagt upp 10 mörk fyrir liðsfélaga sína – næstum eitt mark að meðaltali í leik. Hann hefur skor- að sjö mörk og lagt upp önnur sjö í síðustu þremur leikjum. Þrátt fyrir að hafa byrjað leiktíðina í leikbanni hefur hann sjálfur skorað meira en þrettán úrvalsdeildarlið. Það er lygileg töl- fræði. Skilnaðarbarn En hver er Suárez og hvaðan kem- ur hann? Luis Suárez fæddist í Salto í Úrú gvæ og er fjórði sjö bræðra. Hann er 26 ára. Fjölskyldan flutti til Monte- video þegar hann var sjö ára og for- eldrar hans skildu tveimur árum síðar. Hann bjó hjá móður sinni og bræðrum en hélt þó sambandi við föður sinn. Suárez spilaði fótbolta allan liðlangan daginn á götum Montevideo. Einn eldri bræðra hans, Paolo, er einnig at- vinnumaður í knattspyrnu og leikur með Isidro Metapán í El Salvador. Árið 2009 giftist Suárez æskuástinni, Sofiu Balbi, og eiga þau saman tvö börn, Delfinu og Benjamin. Hæfileikaríkur og kraftmikill Suárez skorar mörk í öllum regnbog- ans litum. Hann er mjög skotfastur, býr yfir feiknalegum stökkkrafti og þykir hafa yfir að ráða mikilli tækni. Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hefur sagt um Suárez að hann geti jöfnum höndum spilað sem fremsti maður (e. target striker) eða næst fremsti maður, fyrir aftan annan fram- herja. Óscar Tabárez, þjálfari landsliðs Úrúgvæ, hefur sagt að hann sé stór- kostlegur leikmaður; afbragð annarra framherja. Kenny Dalglish, goðsögnin frá Liverpool, hefur látið hafa eftir sér að Suárez sé greindur leikmaður sem hafi fengið frábært knattspyrnulegt upp- eldi hjá Ajax, þar sem Suárez spilaði á árunum 2007 til 2011. Suárez þykir afar ósérhlífinn á velli; hann er vinnu- samur og hleypur þindarlaust í níu- tíu mínútur. Hann er fljótur að rekja knöttinn og þykir svo flinkur með bolt- ann að um hann hefur verið sagt að hann gæti „klobbað“ hafmeyju. Akkilesarhællinn En enginn er fullkominn. Suárez hefur verið legið á hálsi fyrir að falla of auð- Skúrkurinn n Suárez hefur farið á kostum í haust n Breytist í „djöful“ á vellinum Sem varð hetja Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Axarsköft Suárez Skallaði dómara 2002 n Suárez var fimmtán ára þegar hann fyrst stofnaði til illinda á knattspyrnuvellinum. Í leik með Nacional skallaði hann dómara. Hann var síðar staðinn að áfengisdrykkju og var veitt tiltal af þjálfara liðsins. Reifst við samherja Mars 2009 n Suárez var dæmdur í eins leiks bann eftir heiftarlegt rifrildi sem hann átti í leikhléi við liðsfélaga sinn, Albert Luque. Þá greindi á um hvor þeirra ætti að taka aukaspyrnu á hættulegum stað. Varði með höndinni Júní 2010 n Þátttöku Suárez á HM í Suður- Afríku lauk fremur snögglega. Liðið var komið í 8-liða úrslit og atti kappi við Gana. Í framlengingu varði Suárez skot leikmanns Gana með höndinni. Fyrir það fékk hann beint rautt spjald. Asamoah Gyan skoraði ekki úr vítaspyrnunni og Suárez var vændur um óíþróttamanns- lega framkomu. Úrúgvæ vann leikinn að lokum, fyrir tilstilli Suárez, en liðið féll úr leik í undanúrslitum, þar sem hann var í banni. Beit mótherja Nóvember 2010 n Í leik Ajax gegn PSV í Hollandi beit Suárez Otman Bakkal, liðs- mann PSV, í öxlina. Hann var dæmdur í sjö leikja bann og var sektaður af félagi sínu. Hollenska dagblaðið De Telegraaf uppnefndi leikmanninn „Cannibal of Ajax“. Suárez baðst afsökunar í myndbandi sem hann deildi á Facebook. Kynþáttaníð gegn Evra Október 2011 n Suárez var af enska knattspyrnusam- bandinu fundinn sekur um kynþáttaníð gegn Patrice Evra, leikmanni Manchester United. Hann var dæmdur í átta leikja bann frá öllum keppnum sambandsins og litaði þetta atvik alla umræðu um leikmanninn það keppnistímabilið. Hann var sektaður um hálfa áttundu milljón króna. Sendi fingurinn Febrúar 2012 n Suárez sendi stuðningsmönnum Ful- ham fingurinn í viðureign liðanna. Fyrir vikið fékk hann eins leiks bann. Lét sig detta Október 2012 n Suárez viðurkenndi að hann hafi látið sig falla í +teignum í leik gegn Stoke í október 2012. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sagði í kjölfarið að slík hegðun væri óásættanleg og á málinu yrði tekið innanhúss hjá félaginu. Fyrir þessar sakir stillti spænski knattspyrnuvefurinn El Gol Digital Suárez upp í fimmta sæti yfir slóttugustu knattspyrnumenn heimsins. Beit mótherja – aftur Apríl 2013 n Í viðureign Liverpool og Chelsea á Anfield í vor beit Suárez varnarmann- inn Branislav Ivanovic, eftir viðskipti þeirra í vítateignum. Dómarinn sá ekki atvikið og Suárez skoraði jöfnunarmark í uppbótatíma. Sérstök nefnd á vegum knattspyrnusambandsins dæmdi hann í tíu leikja bann. Hann mótmælti ákvörðuninni og hlaut bágt fyrir. veldlega í teignum. Liðsfélagar hans, þjálfarar og ýmsir álitsgjafar hafa látið hafa eftir sér að það orðspor hans hafi komið í veg fyrir að hann fái augljósar vítaspyrnur. Marco van Basten, fyrrverandi þjálfari Suárez hjá Ajax, gagnrýndi Suárez á sínum tíma fyrir að safna gulum spjöldum. Hann sagði sam- band sitt við leikmanninn á köflum spennuþrungið (e. tense), jafnvel þó hann gæfi liðinu mikið. „Luis er óút- reiknanlegur, það er erfitt að hafa áhrif á hann en það er einmitt það sem gerir hann einstakan.“ Akkilesar- hæll leikmannsins, en um leið stærsti kostur hans, er einmitt skapið þegar inn á völlinn er komið. Hér til hlið- ar eru rifjuð upp nokkur atvik inni á vellinum sem gert hafa það að verkum að leikmaðurinn er einn sá umdeildasti í boltanum. Hann hefur í gegnum tíðina ýmist verið skúrkur eða hetja. Kaldhæðni örlaganna Það var ef til vill kaldhæðnislegt að verðlaunaafhendingin á mánudag fór fram á heimavelli Arsenal. Félagið reyndi hvað það gat í sumar að fá leik- manninn til liðs við sig, þegar Suárez var í ónáð hjá Liverpool og vildi kom- ast þaðan. Fjörutíu milljóna punda boði Arsenal var hafnað. Sú ákvörðun stjórnar Liverpool hefur heldur betur borgað sig. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, lét hafa eftir sér á dögunum að hann væri mikill aðdáandi Suárez. „Hann er mik- ill og ögrandi persónuleiki. Af þeim upplýsingum sem ég varð mér úti um í sumar mátti dæma að það væri auð- velt að vinna með honum, svona dags- daglega. Utan vallar er hann sem eng- ill; hann elskar að æfa og leggur sig alltaf allan fram. Þegar hann kemur inn á völlinn breytist hann í djöful. Alla stjóra dreymir um að hafa þannig leik- menn í liðinu.“ n Ferillinn Félag Leikir Mörk Nacional 34 12 Groningen 37 15 Ajax 159 111 Liverpool 108 68 Landsliðið 71 39 Samtals 409 245 Frábær leikmaður Suárez hefur sjálfur skorað meira en þrettán úrvalsdeildarlið á leiktíðinni. Mynd REutERS „Luis er óútreiknan- legur, það er erfitt að hafa áhrif á hann en það er einmitt það sem gerir hann einstakan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.