Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Page 44
Jólablað 20.–27. desember 201344 Fólk 2012 Hildur Lilliendahl Hildur Lilliendahl hefur barist fyrir jafn- réttismálum hér á landi og gegn því að kvenfyrirlitning og lítillækkun á konum í orðræðu verði að eðlilegum tjáningar- máta. Hildur fékk fjölmargar tilnefn- ingar en hún vakti athygli landsmanna í upphafi árs þegar hún setti saman myndaalbúmið Karlar sem hata konur. 2011 Ólafur Karl Óskarsson Ólafur Karl Óskarsson var þriggja ára þegar hann var valinn hetja ársins 2011. Ólafur Karl hefur verið veikur frá fæðingu en hann fæddist með eitt nýra sem var fyrir ári orðið óstarfhæft og þurfti hann því að mæta á skilunardeild Landspít- alans þrisvar í viku. Meðferðin var erfið en alltaf mætti Óli með bros á vör og dundaði sér meðan á meðferðinni stóð. 2010 Þórður Guðnason Þórður Guðnason og félagar hans í Björgunarfélagi Akraness unnu gífurlegt þrekvirki þegar þeir björguðu sjö ára dreng úr sprungu á Langjökli. Liðsmenn Björgunarfélags Akraness voru kallaðir út. Var sú ákvörðun tekin að Þórður skyldi látinn síga niður í sprunguna til mæðginanna. Í um það bil klukkutíma hékk hann á hvolfi við afar erfiðar aðstæður. Um fjórir tímar liðu frá því að drengurinn féll niður um sprunguna þar til hann náðist upp. 2009 Sigurður Betúel Andrésson og Svava Snæberg Lögreglumennirnir Sigurður Betúel Andrésson og Svava Snæberg björguðu lífi manns á gólfi bakarís í Kópavogi. Maðurinn hneig niður og sýndi ekkert lífsmark. Lögreglumennirnir hnoðuðu og blésu í hann lífi. Hann var fluttur á spítala í kjölfarið og var fljótlega útskrifaður. 2008 Þráinn Bjarnason Farestveit Þráinn Bjarnason Farestveit fram- kvæmdastjóri var valinn hetja ársins 2008 en hann vann mikla hetjudáð þegar hann bjargaði manni úr bifreið sem stóð í ljósum logum við Reykjaveg í Reykjavík. eftir að gas hafði lekið úr kút sem var í aftursæti bílsins. Þessir eru tilnefndir sem Hetja ársins 2013 L esendur og dómnefnd skipuð af ritstjórn DV hafa valið þá einstaklinga sem tilnefndir eru sem Hetja ársins 2013. Tólf að- ilar eru tilnefndir í ár en þetta er í sjötta sinn sem valið fer fram. Um tvö hundruð tilnefningar bárust en um fimmtíu aðilar voru nefndir. Dómnefnd fór yfir allar tilnefningarn- ar og sigtaði út þá sem nú hafa verið tilnefndir. Í dag hefst kosning um Hetju ársins 2013 á DV.is og er hægt að kjósa á milli þeirra aðila sem tilnefndir eru. Allir þeir sem eru með aðgang að Facebook geta tekið þátt í valinu og er einfalt að kjósa. Hægt er að kjósa fleiri en einn aðila en sá sem fær flest at- kvæði stendur uppi sem sigurvegari. Dómnefnd mun fylgjast með fram- kvæmd atkvæðagreiðslunnar sem og umsjónarmenn vefjarins. Dómnefndina skipa þau Birgir Olgeirsson, Aðalsteinn Kjartansson, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Ingi Freyr Vilhjálmsson, Viktoría Her- mannsdóttir og Hörn Heiðarsdótt- ir. Dómnefndin hafði tök á að koma með eigin tilnefningar. n n Kosning hefst um Hetju ársins inn á DV.is í dag n Hver finnst þér vera hetja? Fyrri Hetjur ársins Stúlkan sem bjargaði móður sinni Þrettán ára stúlka sem dró móður sína út úr brennandi íbúð í Írabakka. Róbert Guðmundsson Hjá Hjálparsamtökum Íslendinga. Hugaði að manni við Esjurætur. Erna Agnarsdóttir og María Haraldsdóttir Aðstoðuðu Kastljós við að fá játningar frá Karli Vigni Þorsteinssyni barnaníðingi. Örvar Arnarson Lét lífið við að reyna að bjarga nemanda sínum í fallhlífarstökki. Vilborg Arna Gissurardóttir Safnaði 27 milljónum fyrir Líf með því að ganga á suðurpólinn. Sumarstarfsfólkið á 101 leikskóla Sviptu hulunni af ofbeldi gagnvart börnum á 101 leikskóla. Friðþór Harðarson og Sigurður Friðþórsson Björguðu sjö manna fjölskyldu á Austurlandi úr brennandi húsi. Rebekka Halldórsdóttir og Hafdís Ýr Birgisdóttir Söfnuðu nauðsynjum fyrir útigangsfólk. Sigríður María Egilsdóttir Hefur barist fyrir kvenfrelsi á alþjóðavettvangi. Örvar Þór Guðmundsson Safnaði tveimur milljónum og gaf tíu fjölskyldum í neyð fyrir jólin. Selma Björk Hermannsdóttir Steig fram og talaði um eineltið sem hún varð fyrir. Gróa Ásgeirsdóttir, Guðný Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir Standa á bak við hina ár- legu söfnun Á allra vörum og söfnuðu 47 milljónum í ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.