Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Síða 48
48 Lífsstíll Jólablað 20.–27. desember 2013 Parmesanspesíur Öðruvísi smákökur S jónvarpskokkurinn Nigella, er þekkt fyrir matargerð sína. Þess­ ar parmesanspesíur koma úr hennar smiðju, en þær bragðast dásamlega volgar og henta mjög vel með parmaskinku og góðu rauðvíni. Það er einnig gott að bera þær fram með hreindýrapaté og villiberjasultu. Hráefni: n 150 gr hveiti n 70 gr parmesanostur, rifinn n 100 gr smjör n 1 eggjarauða Aðferð: Allt sett í hrærivél og hrært þangað til deigið er orðið að klumpi. Því næst er deiginu rúllað upp í tvær lengjur og það kælt í ísskáp í um klukkustund. Síðan er það skorið í litla bita líkt og um smákökur sé að ræða og bakað við 180°C í 40 mínútur eða þangað til þær eru ljósgylltar á lit. n Dásamlegar Kökurnar bragðast dásamlega volgar og henta mjög vel með parmaskin- ku og góðu rauðvíni. Bestu skreytingarnar Sælgætisstafir eru ein táknmynd jólanna, hvítir og rauðir á lit, jafn fallegir og þeir eru bragðgóðir. Enda eru þeir gjarna notaðir til að lífga upp á jólastemninguna, hvort sem það á að skreyta heimilið eða pakkana. Verst er að litlir fingur eiga það til í að laumast í góðgætið, þar sem freistingin er alltaf til stað­ ar. Eftir sem áður eru sælgætis­ stafirnir ódýrir og einfalt og fallegt skraut. Hér eru nokkrar hugmyndir sem hægt er að stela. Njóttu. Jólagjafirnar Einfaldleikinn í öllu sínu veldi en fallegt engu að síður. Fallegt Sælgætisstafir og borðar í sömu litum á brúnum pappír koma vel út. Jólakransinn Þennan er vel hægt að borða þegar aðventunni lýkur. Skreyttir með slaufu Sæl- gætisstafir með slaufu hanga í lausu lofti. Svona kemst þú hjá því að fitna Þ egar of langur tími líður á milli máltíða getur gripið mann gríðarleg svengd sem endar oft með því að maður borðum það sem hendi er næst. Súkkulaði, samloka á bensín­ stöð eða pylsa með öllu er ekki besti kosturinn til að fá sér til þess að seðja hungur. Í slíkum aðstæðum virðist ógjörn­ ingur að hafa sjálfsstjórn og aga á fæðuvali. Þegar líkaminn er kominn í þetta ástand öskrar hann yfirleitt á óhollustu, eins og fitu og sætindi. Með nokkrum einföldum leið­ um er hægt að koma í veg fyrir að svona ástand skapist. Regla Það er góð regla að borða á þriggja tíma fresti yfir daginn til að forðast að lenda í sykurfalli. Hafðu alltaf eitthvað hollt viðbit, líkt og hnetur, rúsínur eða ávexti. Vatn Drekktu nóg af vatni yfir daginn og helst tvo lítra. Ekki drekka það allt á skömmum tíma, heldur skaltu dreifa því jafnt yfir daginn. Ef lík­ aminn fær nægan vökva er hann í betra jafnvægi. Hvíld Lítill svefn getur aukið svengd og valdið tilhneigingu til þyngdaraukningar. Svengdar­ hormón eins og ghrelín og leptín truflast þegar svefn er ekki nægur. Mikil streita getur aukið fram­ leiðslu á hormóninu kortisól, sem er talið hafa slæm áhrif lífsstílsjúk­ dóminn kviðfitu. Af þessum ástæðum er mikil­ vægt að gefa sér tíma fyr­ ir gæðasvefn og forðast óþarfa streitu. Morgunmatur Það hefur löngum verið sagt að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð dagsins, það er mikið til í því. Hver myndi reyna að koma bílnum sínum í gang ef hann væri án bensíns? Hvers vegna ættir þú þá að koma þér af stað út í daginn án þess að fylla á tankinn hjá þér? Hafragrautur er góður kostur í morgunsárið og heldur þér gang­ andi fram eftir morgni. Hafðu fyr­ ir reglu að borða alltaf á morgnana áður en haldið er út úr húsi. Njóta Þegar aðalmáltíðir dagsins eru borðaðar er góð regla að njóta þess og taka sér góðan tíma í það. Með því að borða hægt og tyggja matinn vel þá kemur þú í veg fyr­ ir að þú borðir meira en líkaminn þarf á halda. Það tekur heilann um 20 mínútur að taka á móti skila­ boðum um að líkaminn sé búinn að fá nóg. n iris@dv.is Hollt og gott á milli mála Bananar Eru afar ríkir af steinefninu kalíum. Ef efnið vantar í líkamann getur það haft slæm áhrif á blóðþrýsting. Ban- anar eru ríkir af kolvetnum og eru einnig trefjaríkir Harðfiskur Hann inniheldur omega-3 fitusýrur og er hlaðinn hágæða prótein- um. Gott viðbit sem inniheldur fáar hitaeiningar. Hnetur Eru mjög auðugar af andoxunar- efnum eins og E-vítamíni. Þær innihalda fjölómettaðar fitusýrur sem eru afar hollar. Ber Fersk ber innihalda mikið magn andoxunarefna og eru hollur kostur á milli mála. Rúsínur Þurrkaðir ávextir eru hita- einingaríkir og ættu því þeir sem eru of þungir að neyta þeirra í hófi. Þeir eru þó afar trefjaríkir og innihalda mikið magn af vítamínum og steinefnum. Reglulegt og heilbrigt mataræði er sem fyrr lykilinn að bættri heilsu Heilbrigði Pylsa og kók er ekki hollasti skyndibitinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.