Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 54
Jólablað 20.–27. desember 201354 Skrýtið Sakamál Morðinginn í rúminu n Afbrýðisemin tók völdin af Attila Ban H ótelstarfsmaðurinn Attila Ban, þá 37 ára, stakk tvo kollega sína til bana í af- brýðisemiskasti og tókst að forðast verði laganna í tvo sólarhringa í kjölfarið. Morðæðið rann á Attila 10. ágúst 2011, en þegar þar var komið sögu hafði hann tekið þátt í kynlífs- og dóporgíu með kollegum sínum, Alice Adams og Tibor Vass, sem bæði voru um tvítugt, og hafði gleðskapur- inn staðið yfir í hátt í sólarhring í starfsmannaíbúð Radisson-hótels í Lundúnum. Attila stakk Alice og Tibor alls 24 sinnum. Að því loknu reif hann fötin utan af líki Tibors og stillti því upp nöktu á tvöföldum dívan. Alice fékk ekki jafn virðingarverða meðferð. Lík hennar lá eins og tusku- dúkka á stofugólfinu og hafði púða verið fleygt yfir höfuð hennar. Hún hafði verið stungin 22 sinnum. „Ég vil vakna upp af þessari martröð“ Að þessu loknu tók Attila saman ýmis legt sem nýst gæti til að komast af í óbyggðum – frumstætt mjög. Á meðal þess var vatnsflaska og farsími og hnífur. Síðan lagðist hann í rúm- fatakistu dívansins og gat fylgst með því sem fram fór í gegnum gat sem hann hafði gert með hnífnum. Í tvo sólarhringa faldi hann sig með þessum hætti og uppfærði meira að segja Facebook-status sinn skömmu eftir blóðbaðið: „Ég vil vakna upp af þessari martröð.“ Í gegnum gatið fylgdist Attila með lögreglunni safna saman sýnum og vísbendingum öðrum, en ákvað þó á endanum að gefa sig fram. Lögreglan kom að honum þar sem hann lá á grúfu, alblóðugur í öðru rúmi í íbúð- inni. Attila lét í það skína að hann hefði misst minnið og gaf í skyn að hann gæti aðeins tjáð sig á táknmáli. Starfsmaður ársins Attila og fórnarlömbin unnu öll á Radisson Blu Edwardian-hótelinu við Heathrow-flugvöll í vesturhluta Lundúna. Attila var vinnuþjarkur mikill og hafði unnið í gestamóttöku annarra hótela, meðal annars í Bandaríkjun- um. Hálfu ári fyrr hafði Attila verið út- nefndur Starfsmaður ársins á Radis- son-hótelinu við Heathrow-flugvöll. Attila, opinberlega samkyn- hneigður, féll fyrir Tibor, sem líkt og Attila átti rætur að rekja til Ungverja- lands. Tibor hafði hafið störf á hót- elinu í ágúst 2010, en hafði upphaf- lega flutt til Bretlands eftir að hann fékk ekki inngöngu í háskóla í heima- landinu. Afbrýðisemi Attila var slík að sam- skipti Tibors við konur voru eitur í hans beinum og lét hann Tibor oft heyra það. Hann fékk það í gegn að honum var úthlutuð starfsmanna- íbúð Radisson og tókst með harðfylgi að telja Tibor á að flytja þar inn. En þegar Tibor fékk þau tíðindi frá Ungverjalandi að hann hefði fengið inngöngu í háskóla féllust Attila hendur og afbrýðisemin heltók hann. Tímabundið starf Alice Adams var frá Iver Heath í Buck- ingham-skíri og hafði mikinn áhuga á tónlist og fleiri listformum. Hún vann í gestamóttöku hótelsins eingöngu til að hjálpa móður sinni sem glímdi við fjárhagsörðugleika. Hún var, innan örfárra daga, á leið í frí sem hún hafði hlakkað mikið til – til Hawaii til að vera viðstödd brúð- kaup frænku sinnar. Það varð aldrei úr þeirri för því hún samþykkti að taka þátt í partíi með Attila, Tibor og fleiri starfsmönnum hótelsins. Í partíinu tók fólkið til óspilltra málanna og sparaði hvorki lyf né áfengi, en innan tíðar voru einungis Attile, Tibor og Alice eftir. Skiptust mennirnir á að hafa mök við Alice og er talið að það hafi orðið Attila um megn þegar það rann upp fyrir honum að Tibor myndi ávallt taka kynlíf með konum fram yfir kynlíf með karlmönnum – og þá ekki síst kynlíf með honum sjálfum. Sagðist ekkert muna Attila hélt því fram að hann myndi ekkert eftir morðunum. „Ég viður- kenni að ég myrti þau. Ég bara man ekki hvað gerðist,“ sagði hann. Einnig fullyrti hann að hann hefði reynt af svipta sig lífi í kjölfar morðanna en það hafi ekki tekist. Við réttarhöldin reyndi Attila að sýnast geðveikur með það fyrir aug- um að verða úrskurðaður sakhæfur, en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann fékk lífstíðardóm og má fyrst sækja um reynslulausn eftir 26 ára af- plánun. Dómarinn í málinu, Gerald Gordon, var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði Attila og sagði hann þjást af ofsóknaræði samhliða því að vera hégómlegur og hann hefði myrt tvær saklausar manneskjur. „Þú segist – þá og nú – ekki muna,“ sagði dómarinn og bætti við: „Það kann vel að vera satt.“ n „Ég vil vakna upp af þessari martröð Attila Ban, beddinn og fórn- arlömbin Attila myrti Tibor Vass og Alice Adams og faldi sig, í tvo sólarhringa, fyrir lögreglu inni í dívani undir líki Tibors. Lögga heillaði þjóf á netinu Varðstjóri í bandarísku borginni Richmond ákvað að beita óvenju- legri aðferð við að handsama þjóf sem mætti ekki fyrir dóm- ara. Lögreglan ákvað að lýsa eftir þjófinum, Ryan Covington, eftir að leit að honum hafði engan árangur borið. Varðstjórinn, Daniel Minton, ákvað að stofna aðgang á stefnumótasíðunni OkCupid undir nafninu Sasha þar sem hann komst í samband við Covington. Sasha heillaði eft- irlýsta manninn upp úr skónum og ákváðu „þau“ að hittast. Þegar Covington mætti á svæðið mætti honum Daniel Minton sem handtók hann. Covington grát- bað Minton að gefa sér tækifæri því hann væri að hitta undurfagr- an kvenmann á stefnumóti og varð að vonum svekktur þegar hann komst að því að hann hafði verið blekktur af lögreglunni. Árás á nunnu Táningur frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir hrottalega nauð- gun á 85 ára nunnu. Atvikið átti sér stað fyrir utan kirkju, en Andrew Bullock, 18 ára að aldri, hafði boðist til að rétta nunnunni hjálparhönd þegar hún var að leggja bílnum sínum. Eftir að hann hafði gert það beraði hann sig. Að sögn lögreglunnar reyndi þá nunnan að hlaupa á brott, en drengurinn greip um háls henn- ar, barði hana í andlitið og niður- lægði hana svo kynferðislega. Konan gat ekki tjáð sig við lög- reglu vegna þess að tanngómur hennar hafði farið úr skorðum, en hún skrifaði á blað að maður- inn hefði nauðgað henni. Fjöldamorð jólasveins Á aðfangadag verða liðin fimm ár síðan hörmulegur atburður átti sér stað í Covina í Los Angeles. Hinn 45 ára gamli Jeffrey Pardo hafði átt í hjóna- bandserjum og misst end- anlega vitið í aðdraganda jóla. Að kvöldi að- fangadags dúkkaði hann upp á heimili fyrr- verandi eiginkonu sinnar, vopn- aður og í jólasveinabúningi. Hann myrti níu manns, meðal annars átta ára stúlku, og kveikti í húsinu. Pardo flúði og faldi sig í húsi bróður síns. Þar svipti hann sig lífi og fannst daginn eftir. Harmleikurinn er kenndur við borgina og er vísað til hans sem Covina-fjöldamorðanna. Stakk litlu frændsystkin sín hundrað sinnum Valentino Bagola nauðgaði litlu frænku sinni og myrti svo frændsystkinin V alentino Bagola hefur verið dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir að myrða ung frændsystkin sín á hrottafenginn hátt árið 2011. Hann var að passa hina níu ára Destiny Shaw og hinn sex ára Travis DuBois á Spirit Lake-verndarsvæðinu í Norð- ur-Dakóta í Bandaríkjunum þegar hann framdi ódæðin. Hann stakk börnin meira en hundrað sinnum. Lík barnanna fundust þann 21. maí 2011 og voru morðin óleyst saka- mál í rúmt ár. Á þeim tíma mætti Bagola í jarðarför frændsystkinanna og var kistuberi þeirra. Hann lét sem ekkert hefði í skorist. Bagola viður- kenndi síðar í yfirheyrslu lögreglu að hafa nauðgað litlu frænku sinni og myrt síðan hana og frænda sinn. Þessa játningu dró hann þó til baka meðan á réttarhöldunum stóð. „Ótrúleg villimennska“ Bagola er nú tvítugur en saksóknar- inn í málinu – Chris Myers – fór fram á að hann fengi tvo lífstíðardóma. „Þessi börn voru saklaus, saklaus fórnarlömb kynferðisofbeldismanns,“ sagði Myers. Dómarinn í málinu sagði að hrottafengnar árásir Bagola á frændsystkinin séu það alvarlegar að hann eigi aldrei að verða frjáls maður aftur. „Það var ótrúleg villimennska sem fólst í þessum árásum,“ sagði dómarinn Ralph Erickson. Ljóst væri að Bagola glímdi við „óstjórnlega reiði“. Dæmdi Erickson Bagola í lífstíðar- fangelsi en kaus að verða ekki við kröfu ákæruvaldsins um tvo lífstíðar- dóma. „Það er nánast óhugsandi að þú losnir úr fangelsi. Þegar þú hefur verið dæmdur til þess að deyja í fang- elsi, þá deyrðu í fangelsi,“ sagði hann, og bætti við að því væri óþarft að dæma hann í tvöfalt lífstíðarfangelsi. Bagola hefur nú tvær vikur til þess að áfrýja dómnum en hann fór fram á sýknu í málinu. n ritstjon@dv.is Hrottafengin árás Valention Bagola stakk frændsystkin sín hundrað sinnum. Litlu frænku sinni nauðgaði hann áður en hann myrti hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.