Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir Áramótablað 28. desember 2013 Nýr stjórnarformaður FME er umsvifamikill n Tengist fimm eignarhaldsfélögum n Hætti snögglega hjá Straumi É g hætti hjá Straumi af því mig langaði að fara í önnur verk­ efni, meðal annars tók ég að mér stjórnarformennsku í Fjarðarlaxi […] Ég var búinn að vera í fyrirtækjaráðgjöf í tólf ár,“ segir Halla Sigrún Hjartardóttir, fjár­ festir og nýskipaður stjórnarformað­ ur Fjármálaeftirlitsins, aðspurð um ástæður þess að hún lét af störfum hjá fjárfestingarbankanum Straumi í október síðastliðnum. Fjarðarlax er laxeldisfyrirtæki á Tálknafirði. Greint var frá skipun Höllu Sig­ rúnar í starf stjórnarmanns Fjár­ málaeftirlitsins þann 21. desem­ ber síðastliðinn og var það Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem skipaði hana í starfið. Lífseigar sögur Síðustu mánuði hafa gengið sögur um ástæður starfsloka Höllu Sig­ rúnar hjá Straumi en hún hafði starf­ að þar í tvö ár. Þar áður hafði hún unnið hjá Íslandsbanka frá 2002 til 2011. Sögursagnirnar sem um ræð­ ir tengjast meðal annars olíufé­ laginu Skeljungi og einu af dótturfé­ lögum þess, P/F Magni í Færeyjum, sem var í eigu olíufélagsins að ríf­ lega 33 prósenta leyti. Stærsti hlut­ hafi Magns var eignarhaldsfélagið Hedda ehf. sem keypti hlutinn af fjárfestingarfélagi Pálma Haralds­ sonar, Fons ehf., en það félag átti tæplega 67 prósent í Skeljungi. Sögusagnirnar ganga út á að Halla Sigrún hafi átt hlut í umræddu olíu­ félagi í Færeyjum. P/F Magn var selt til sjóðsstýr­ ingarfyrirtækisins Stefnis ásamt öðrum eignum Skeljungs fyrr í þessum mánuði. Eigendur Skelj­ ungs voru hjónin Guðmundur Örn Þórðarson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir en áætlaður hagnað­ ur þeirra af viðskiptunum hleypur á milljörðum króna. Ber af sér Skeljung Halla Sigrún segir aðspurð að hún eigi ekkert í Skeljungi eða félögum sem tengjast olíufélaginu. „Ég vil ekki tjá mig um fjárfestingar mínar í fjölmiðlum […] Ég hef ekki átt nein viðskipti við Skeljung umfram það að kaupa bensín.“ Hún neitar því að komið hafi upp trúnaðarbrestur á milli hennar og Straums áður en hún lét af störfum hjá bankanum. „Nei, alls ekki.“ Halla Sigrún segist kannast við þessa „leiðinlegu kjafta­ sögu“ en segir að hún vilji ekki ræða málið í fjölmiðlum. Í samtali við DV neitar Birna Káradóttir, yfirlögfræðingur Straums, því að starfslok Höllu Sig­ rúnar í bankanum hafi borið að með óeðlilegum hætti. Hættu í bankanum Tveir af fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka hættu hjá bankanum árið 2009 í kjölfar sölu meirihluta hlutafjár í Skeljungi til þeirra Svan­ hildar Nönnu og Guðmundar. Þetta voru þeir Einar Örn Ólafsson, nú­ verandi forstjóri Skeljungs, og Kári Þór Guðjónsson, núverandi stjórnar formaður Fjarðarlax. Halla Sigrún starfaði hjá Íslandsbanka á þessum tíma, líkt og áður segir. Auk stjórnarsetunnar í Fjarðar­ laxi tengist Halla Sigrún fjórum öðr­ um eignarhaldsfélögum sem stofn­ andi, stjórnarmaður eða varamaður í stjórn. Þau heita N100 ehf., B10 ehf., Ísþór ehf. og Brauns ehf. Þurfa að greina frá hagsmunum Ákveðnar reglur gilda um störf stjórnarmanna í Fjármála­ eftirlitinu og koma þær fram í sér­ stöku skjali á vef stofnunarinn­ ar. Orðrétt segir í þeim: „Um hæfi stjórnarmanns gildir 6. gr. laga nr. 87/1998 og ákvæði stjórnsýslu­ laga nr. 37/1993. Stjórnarmaður skal í hvívetna gæta að hæfi sínu við umfjöllun einstakra mála. Telji forstjóri eða stjórnarmaður að fundarmaður sé vanhæfur til þess að taka þátt í umfjöllun máls er þeim heimilt að krefjast þess að hann víki sæti áður en efni máls­ ins er kynnt. Bóka skal í fundar­ gerð að hlutaðeigandi hafi vikið sæti. Málsgögn eru ekki afhent til stjórnarmanns vegna máls sem hann telst vanhæfur til að taka ákvörðun um.“ Til að fylgja þessari reglu þá þurfa stjórnarmenn FME að gera grein fyrir öllum fjárhagslegum og persónulegum hagsmunum sín­ um og ættingja sinna þegar þeir taka sæti í stjórninni. Þetta er gert til að forðast mögulega hagsmuna­ árekstra. Nýr stjórnarformaður FME þarf því líka að gera slíkt þó ekki vilji hann ræða um þessi við­ skipti sín í fjölmiðlum. n „Nei, alls ekki. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Umsvifamikil Halla Sigrún Hjartardóttir er umsvifamikil í viðskipta­lífinu en hún var nýlega skipuð stjórnarformaður FME. Skýrar reglur Skýrar reglur gilda um hæfi stjórnar­ manna FME og hugsanlega hags­ munaárekstra. Hefur þú séð bílinn? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svartri BMW 5 523I­ bifreið með skráningarnúmer­ ið DL­239. Bílnum var stolið frá Austurbergi í Reykjavík um síð­ ustu helgi. Lögreglan óskar eftir því að þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkom­ inn hafi samband við lögregluna í síma 444­1000. Þá geta þeir einnig komið á framfæri upplýs­ ingum í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskila­ boðum á Facebook­síðu lög­ reglunnar. Flugeldasala mikilvæg tekjulind: „Það er enginn launakostnaður“ „Þegar fólk kaupir flugelda þá er það að styrkja sveitina og björg­ unarstarfið í sínu byggðarlagi. Eins og er oft sagt þegar þú ert að velja þinn flugeldasala þarf að hafa í huga hvað hann geri fyrir þig. Það verður mikið meira eftir í samfélagsþjónustu og auknu öryggi ef fjármunirnir fara í þá átt,“ segir Gunnar Stefánsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í samtali við DV. Hann segir flugeldasölu um áramótin hafa gífurlega þýðingu fyrir björgunarsveitirnar og með þeim sé rekstur félaganna tryggð­ ur. „Sala okkar virkar þannig að félagið er í raun bara heildsalinn og svo eru það einingarnar sem selja. Allur hagnaðurinn verður eftir hjá hverri einingu fyrir sig, þannig að hver eining er sjálfstæð fjárhagslega,“ segir hann. Björgunarsveitirnar hafa feng­ ið tugi útkalla vegna óveðursins sem staðið hefur yfir um land allt um jólin. Gunnar hvetur að lok­ um alla til að kaupa flugelda hjá sölustöðum Landsbjargar. „Það sem kemur inn fer beint í rekstur og uppbyggingu björgunarsveit­ anna og þjálfun á mannskapnum. Það er enginn launakostnaður eða slíkt. Við gefum alla okkar vinnu og þannig kemur hagnað­ urinn,“ segir Gunnar. Upplýsingagjöf skert um áramót Breytingar á birtingu dóma er mjög umdeild U mdeildar breytingar er varða birtingu dóma á vefnum dom­ stolar.is, vef íslenskra héraðs­ dómstóla, taka gildi nú um áramót. Þá verða nöfn þeirra sem dæmdir eru ekki endilega birt á vefn­ um í þeim dómum sem verða birtir. Þá verða einnig færri dómar sem birtast á vef dómstólanna og lengri tími líður á milli þess sem dómur er kveðinn upp og hann birtur. Þetta þrengir veru­ lega að upplýsingagjöf til almennings. Öll nöfn verða afmáð úr einkamál­ um, nöfn annarra en ákærðu verða tekin úr sakadómum. Reglurnar áttu að taka gildi í haust, en innleiðingu þeirra var frestað enda taldi Héraðs­ dómur Reykjavíkur, stærsti héraðs­ dómstóll landsins, sér ekki vera fært að afmá öll nöfn og persónugreinan­ leg einkenni út úr dómum. Til þess þyrfti mannskap sem dómstóllinn hefði ekki úr að spila. Þetta breytist um áramótin og þá verður dómstóllinn að fara eftir nýj­ um reglum. Áður hefur komið fram að dómstjóri hans sé ekki hrifinn af breytingunum. Slíkt hið sama má segja um fjölda lögmanna og Blaða­ mannafélag Íslands sem telur veru­ lega þrengt að upplýsingagjöf með þessum hætti. Að auki birtast dómar héraðsdómstóla í dómum Hæsta­ réttar og því er óljóst hverju þessu breyting skilar. Með nýjum reglum verður ekki samræmi milli dómstig­ anna, ekki frekar en er nú. Til dæm­ is gæti dómur sem fellur í héraði og birtist ekki á vef héraðsdómstólanna, birst á vef Hæstaréttar í dómsúrskurð­ um, en í þeim birtast alltaf dómar frá báðum stigum. Þar gætu því verið birt nöfn sem voru afmáð í héraði. n astasigrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.