Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 8
Áramótablað 28. desember 20138 Fréttir Verkafólk semur um kjararýrnun Formaður ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, fær þrefalt meiri hækkun en almennur verkamaður K jarasamningurinn sem aðildarsamtök Alþýðu­ sambands Íslands, ASÍ, undirrituðu við Sam­ tök atvinnulífsins fyrir jól hefur vakið hörð viðbrögð. Sam­ kvæmt kjarasamningnum skulu laun hækka um 2,8 prósent þann 1. janúar, þó að lágmarki átta þús­ und krónur á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Samkvæmt nýjum tölum mælist verðbólga hér á landi nú 4,2 prósent. Ef reiknað er með því að hún verði á svipuðu róli á samningstímanum þýðir það að ASÍ hefur samið um 1,4 prósenta kjararýrnun til handa fé­ lagsmönnum sínum. Daði Ingólfs­ son, einn af stofnendum SANS ­ Samtaka um nýja stjórnarskrá og fyrrverandi formaður Stjórnarskrár­ félagsins, benti á þetta í harðorðum pistli á DV.is í síðustu viku. Fimm félög innan Starfsgreina­ sambands Íslands ákváðu að skrifa ekki undir kjarasamning sambands­ ins. Það eru Drífandi í Vestmanna­ eyjum, Báran á Selfossi, Verkalýðs­ félag Grindavíkur, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn á Húsavík. Þá stendur Verkalýðsfélag Þórs­ hafnar við bakið á þessum félögum en í yfir lýsingu frá félaginu segir að kjarasamningurinn sé ekki boðleg­ ur verkafólki á lágmarkslaunum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hef­ ur gert lítið úr gagnrýni talsmanna þessara félaga og bent á að þeir séu einungis í forystu fyrir fimm prósent félagsmanna ASÍ. Laun forseta ASÍ hækka mikið Arnar Hjaltalín, formaður verka­ lýðsfélagsins Drífanda í Vestmanna­ eyjum, er gagnrýninn á samn­ inginn í samtali við DV: „Þetta er til skammar. Við erum mjög óánægð.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, tekur í sama streng: „Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þessi laun.“ Árni St. Jónsson, formaður Stéttarfélags í almannaþjónustu, SFR, segir ekki inni í myndinni að SFR taki samn­ ing ASÍ hráan upp: „Það kemur ekki til greina.“ Á meðal þess sem viðmælendur DV gagnrýna er hvernig tekjulægsti hópurinn fer út úr samningnum. Sem dæmi má nefna að mánaðar­ tekjur einstaklings sem er með 230 þúsund krónur hækka einungis um átta þúsund krónur. Á sama tíma hækka mánaðartekjur Gylfa Arn­ björnssonar, forseta ASÍ, um 33.600 krónur, fara úr 1.200.000 krónum í 1.233.600 krónur. Þá nefna viðmæl­ endur blaðsins einnig að þeir tekju­ lágu græði ekkert á skattalækkun­ um ríkisstjórnarinnar á meðan þeir tekjuhærri muni finna fyrir lækkun. Atvinnurekendur hlæja Kjarasamningur ASÍ við Samtök at­ vinnulífsins er til tólf mánaða og er svokallaður aðfarasamningur. Á heimasíðu ASÍ segir að næstu tólf mánuðir verði nýttir til að undirbúa gerð langtímasamnings. Eins og fyrr segir munu laun hækka um 2,8 pró­ sent en aldrei um minna en átta þúsund krónur. Þá munu laun und­ ir 230 þúsund krónum á mánuði hækka aukalega um 1.750 krónur. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf munu vera 214 þúsund fyrir starfs­ menn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki. Sé tekið tillit til verðbólgu má reikna með kjararýrnun. Viðmælendur DV eru afar óá­ nægðir með samninginn. „Verkafólk og láglaunafólk í umönnunarstétt­ um fær bara ekkert út úr þessu á meðan milljón króna maðurinn fær 28 þúsund króna launahækkun,“ segir Arnar Hjaltalín hjá Drífanda. „Atvinnurekendurnir eru farnir að hlæja að samningunum. Þeir gera einfaldlega grín að okkur.“ Hann tekur dæmi af fólki sem starfi í fisk­ vinnslu við afar bág kjör á sama tíma og sjávarútvegsfyrirtæki hafi skilað miklum arði að undanförnu: „Sjávarútvegurinn getur greitt miklu meira.“ „Fólk vill þetta ekki“ Arnar segir að samningurinn verði kynntur fyrir félagsmönnum eftir áramót. Hann segir þó að skilaboðin hafi nú þegar verið mjög skýr: „Fólk segir það vera lítillækkandi að taka við þessu. Það sætti sig frekar við að fá enga hækkun en þessa smán. Fólk vill þetta ekki.“ Hann segist eiga von á því að samningurinn verði felldur. „Þá þurfum við að fara í aðgerðir til þess að knýja á um nýjan samn­ ing.“ Arnar segist verða var við minni andstöðu við launahækkunum á meðal forsvarsmanna fyrirtækja en innan ASÍ. „Mig langar að finna einhvern einstakling sem treystir sér til að lifa á dagvinnulaunum upp á 214 þúsund krónur eins og lágmarkslaunin verða núna,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, og bætir við: „Það er bara ekki hægt, það liggur fyrir að lágmarkslaun á Ís­ landi eru nú þegar langt undir öllum framfærsluviðmiðum hins opinbera.“ Samningurinn felldur Verkalýðsfélag Akraness hefur neitað að skrifa undir samninginn og mun á næstunni bera hann undir félags­ menn. Vilhjálmur býst allt eins við því að félagsmenn muni fella samn­ inginn. Hann segist einnig harma það að skattabreytingar ríkisstjórnar­ innar muni ekki gagnast þeim tekju­ lægstu. Þá veltir hann því upp hvers vegna ekki var samið um fasta krón­ utöluhækkun í stað þeirra flötu pró­ sentuhækkunar sem varð ofan á. Þannig hefði verið hægt að hækka lægstu launin án þess þau yllu verð­ bólgu. Vilhjálmur tekur í sama streng og Arnar varðandi útgerðarfyrirtækin sem hann segir vel aflögufær. „Út­ gerðarfyrirtækin hafa verið að skila allt að áttatíu milljörðum króna í hagnað á undanförnum árum. Hví í ósköpunum má ekki lagfæra laun fiskvinnslufólks þannig að eftir verði tekið? Við erum ekki að tala um at­ vinnugrein sem er að lepja dauðann úr skel, svo mikið er víst.“ n „Atvinnurekend- urnir eru farnir að hlæja að samningunum. Þeir gera einfaldlega grín að okkur. Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Ekki hægt Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekki hægt að lifa á þeim launum sem verið var að semja um. Vísar gagnrýni á bug Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur vísað gagnrýni á kjara­ samninginn á bug. Mynd SiGtryGGur Ari „Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þessi laun. Landsbréf fær viðurkenningu Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Ís­ lands hefur ákveðið að Lands­ bréf hf. fái viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Kem­ ur ákvörðunin í kjölfar ítar­ legrar úttektar á stjórnarhátt­ um Landsbréfa sem unnin var af lögmannsstofunni Lex ehf. Úttektin er unnin á vegum Við­ skiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Nasdaq OMX Iceland hf. og Rannsóknarmið­ stöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands sem hafa tek­ ið höndum saman um að efla eftirfylgni íslenskra fyrirtækja hvað varðar góða stjórnarhætti. Landsbréf er dótturfyrirtæki Landsbankans. Lions gefa spjaldtölvur Um miðjan desember færði Sig­ urður H. Engilbertsson, formað­ ur Lionsklúbbs Seltjarnarness, fyrir hönd félaga sinna í klúbbn­ um, Leikskóla Seltjarnarness þrjár spjaldtölvur frá Apple að gjöf. Soffía Guðmundsdótt­ ir leikskólastjóri veitti gjöfinni viðtöku. Af því tilefni komu börnin saman í sal skólans og elstu börnin sungu nokkur jóla­ lög við undirleik Sesselju Krist­ jánsdóttur, söngkonu og starfs­ manns leikskólans. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Leikskóli Seltjarnarness fær stuðning frá Lionsmönnum því á síðasta ári færðu þeir skólanum tvær spjaldtölvur að gjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.