Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 14
14 Fréttir Áramótablað 28. desember 2013 Þetta gerist árið 2014 n Sveitarstjórnarkosningar n EM í handbolta og HM í fótbolta n Dæmt í Al-Thani málinu n Janúar EM í handbolta Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mætir á Evrópumeistara- mótið í handbolta sem haldið verð- ur í Danmörku dagana 12. til 26. janúar. Óhætt er að segja að Aron Krist- jánsson landsliðsþjálf- ari og lærisveinar hans eigi nokk- uð erfitt verkefni fyrir höndum en Ísland lenti í B-riðli ásamt ríkjandi heimsmeisturum Spánverja, Norð- mönnum og Ungverjum. Fyrsti leik- ur Íslands verður gegn Norðmönn- um í Álaborg þann 12. janúar. n Janúar Nýr útvarps- stjóri ráðinn Líkt og kunnugt er sagði Páll Magn- ússon af sér sem útvarpsstjóri RÚV um miðjan desember í kjölfar blóð- ugs niðurskurðar hjá stofnuninni, en Páll taldi sig ekki lengur njóta nægilegs trausts. Staðan var aug- lýst skömmu síðar en umsóknar- frestur rennur út 6. janúar 2014 og verður gengið frá ráðningu nýs út- varpsstjóra fyrir lok fyrsta mánað- ar nýs árs. n Febrúar Vetrar- ólympíuleikarnir Vetrarólympíuleikarnir verða haldnir í Sochi í Rússlandi, dagana 7. til 23. febrúar. Þetta er í 22. sinn sem leikarnir fara fram en fyrsta sinn sem þeir eru haldnir í Rúss- landi. Undirbúningur fyrir leikana hefur verið í fullum gangi allt síð- astliðið ár og var Ólympíueldur- inn kveiktur í Ólympíu í Grikklandi í lok september á þessu ári. Hann hefur verið á ferðalagi um Rússland síðan og meðal annars komið við á norðurpólnum en Íslendingur- inn Steingrímur Jónsson var einn hinna ellefu kyndilbera. n Maí Sveitarstjórnar- kosningar Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar þann 31. maí næstkom- andi og lýkur þar með fyrsta og síð- asta kjörtímabili Besta flokksins. Í október síðastliðnum tilkynnti Jón Gnarr, borgarstjóri Reykja- víkur, að hann hygðist ekki bjóða sig fram í komandi kosningum og mun Besti flokkurinn ekki bjóða fram í borginni yfir höfuð. Þess í stað munu þeir meðlimir Besta flokksins sem gefa kost á sér ganga yfir í Bjarta framtíð. Nú þegar er flokksvali Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar lokið og hafa for- ystumenn Framsóknarflokksins auk þess verið kynntir til sögunnar. n Maí Eurovision Ísland tekur þátt í eftirlætissöngva- keppni lands- manna, Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, í 27. sinn. Keppnin fer fram í Kaup- mannahöfn í Dan- mörku, dagana 6., 8. og 10. maí og hafa 35 þjóðir boðað þátttöku sína að þessu sinni. Framlag Íslands í keppninni hefur enn ekki verið valið en forkeppnin verður haldin í janúar og febrúar líkt og undan- farin ár. Mun þá koma í ljós hver fetar í fótspor Eyþórs Inga og fleiri Eurovision-fara og stígur á svið fyrir hönd þjóðarinnar í Kaupmanna- höfn. n Júní HM í knattspyrnu Þann 12. júní hefst Heimsmeist- aramótið í knattspyrnu, sem haldið verður í Brasilíu, og lýkur því mánuði síðar. Líkt og alþjóð veit var íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu afar ná- lægt því að tryggja sér í fyrsta sinn sæti á mótinu, en með sáru tapi gegn Kró- ötum í nóv- ember síðast- liðnum varð sá draumur að engu. Knattspyrnu- á- hugamenn geta engu að síður glaðst enda um einn stærsta íþróttavið- burð heims að ræða þar sem flestar af skærustu stjörnum knattspyrnu- heimsins munu leika listir sínar. n Mitt ár Dæmt í Al-Thani málinu Líkt og kunnugt er féll dómur í hinu svokallaða Al-Thani máli þann 12. desember síðastliðinn og hlutu all- ir sakborningar fangelsisdóma á bilinu þrjú til fimm ára. Málið er eitt stærsta efnahagsbrotamál sem kom- ið hefur upp hérlendis og var það til rannsóknar í hátt í þrjú ár. Sakborn- ingarnir voru ákærðir fyrir markaðs- misnotkun og umboðssvik og eru dómarnir yfir þeim Sigurði Einars- syni og Hreiðari Má Sigurðssyni þeir þyngstu sem fallið hafa í efnahags- brotamáli hér á landi. Dómunum hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar sem mun að öllum líkindum dæma í málinu um mitt komandi ár. n September Skotar kjósa um sjálfstæði Þann 18. september verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem Skotar munu kjósa um hvort þeir vilji slíta sig frá Bretlandi og verða sjálfstætt ríki. Skotar hafa um langt skeið barist fyrir sjálfstæði en í mars á þessu ári var lagt fram frumvarp um þjóðaratkvæða- greiðsluna og nú hefur loks náðst samkomulag um dagsetningu og framkvæmd hennar. n Janúar – desember Sérstakur saksóknari Embætti sérstaks saksóknara, sem stofnað var í kjölfar efnahagshruns- ins árið 2008, mun ljúka við rann- sókn margra mála á komandi ári auk þess sem dómar munu falla í nokkrum mikilvægum málum. Má þar nefna, auk fyrrnefnds Al-Thani máls, hið svokallaða Stím-mál, mál- ið á hendur Hannesi Smárasyni og stóru markaðsmisnotkunarmálin á hendur Glitni, Kaupþingi og Lands- bankanum. n Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Síðasta dag ársins munu Bandaríkin og Bretland formlega draga síðustu hersveitir sínar heim frá Afganistan. Mun það marka endalok 13 ára af- skipta þjóðanna af stríðinu í Afganistan, en afskipt- in hófust í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana í New York þann 11. september 2001. Nákvæmar töl- ur um mannfall liggja ekki fyrir en talið er að um 15 þúsund hermenn hafi fallið og hátt í 19 þúsund óbreyttir borgarar það sem af er stríðinu. Bandaríkin og Bretland afturkalla herinn frá Afganistan n Desember Fleiri þjóðir eru í svipuðum hug- leiðingum og Skotar en þann 9. nóvember fer fram þjóðaratkvæða- greiðsla í Katalóníu þar sem íbúar spænska sjálfstjórnarhéraðsins munu kjósa um hvort þeir vilji öðlast sjálf- stæði frá Spáni. Katalóníubúar telja nú rúmar 7,5 milljónir og af skoðana- könnunum að dæma eru þeir klofnir til helminga í afstöðu sinni til sjálf- stæðis. Mikil andstaða er þó vegna þessa annars staðar á Spáni og hefur spænska ríkisstjórnin til að mynda heitið því að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að atkvæðagreiðslan verði haldin. n Nóvember Katalónar kjósa um sjálfstæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.