Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 16
Ár afhjúpana og slysfara Áramótablað 28. desember 2013 Flugdólgur á leið til New York 4. janúar Flugdólgur var handtek- inn um borð í flugvél Icelandair sem v+ar á leið til New York í byrjun jan- úar. Maðurinn var bundinn á hönd- um og fótum, límband var sett fyrir munn hans auk þess sem hann var festur niður í sæti sitt með límbandi. Mynd sem tekin var af manninum eftir að hann var festur niður fór eins og eldur í sinu um internetið og erlendir miðlar fjölluðu mikið um málið. Myrkur á Vestfjörðum 1.–29. janúar Vest- firðingur bjuggu við rafmagnsleysi á milli jóla og nýárs og fram yfir áramótin. Mikið óveður setti samgöngur úr skorðum og olli bilunum í raf- magnsdreifikerfinu. Forsvarsmenn lögreglunnar og slökkviliðsins í Ísa- fjarðarbæ voru ekki sáttir við að- stæður sem sköpuðust, en varaafls- vélar biluðu einnig og töldu þeir að mikið hættuástand hefði getað skapast. Afhjúpun Karls Vignis 7. janúar Kynferðisafbrota- maðurinn Karl Vignir Þorsteinsson játaði í sjónvarpsþættinum Kastljósi að hafa brotið á allt að 50 börnum. Játningarnar voru teknar upp á falda myndavél og hann staðfesti þær síðar í samtali við Sigmar Guðmundsson. Karl Vignir var dæmdur til sjö ára fangelsis- vistar í héraðsdómi í júní og Hæsti- réttur staðfesti dóminn í haust. Eldur á barna- skemmtun 9. janúar Ótta- slegnir gestir þrett- ándaskemmtun- ar á skemmtistað á Siglufirði hlupu út af staðnum þegar ljóst var að eldur væri laus þar inni. Um 120 manns voru á staðn- um, en skemmtunin var haldin fyrir börn. Síðar kom í ljós að ung stúlka hafði kveikt á eldspýtu inni í geymslu staðarins þar sem flugeld- ar voru geymdir. Flugeldana átti að sprengja að skemmtun lokinni. Bjargaði sundgesti 25. janúar Eldri maður fékk hjarta- áfall í Laugardalslaug seint í janúar. Hann sökk til botns í lauginni en þá kom bjargvættur hans auga á hann. Trausti Sveinsson náði að koma manninum upp á ísilagðan bakkann og hóf lífgunartilraunir. Maðurinn hafði þá verið í þrjár mínútur á botni laugarinnar. Þær báru árangur og líðan mannsins var orðin stöðug á spítalanum stuttu eftir atvikið. „Ég verð sjötugur nú í lok mánaðarins, mér finnst þetta vera yndisleg upp- lifun – og góð upplifun – að koma öðrum til hjálpar,“ sagði Trausti við DV. Icesave sigur 28. janúar Dóm- stóll EFTA sýknaði Ísland af báðum liðum í Icesave- dómsmálinu í lok janúar. Eftirlits- stofnun EFTA, ESA, höfðaði mál gegn ís- lenska ríkinu þar sem hún taldi að það hafa brotið gegn tilskipun um innistæðutryggingar og mismun- að innistæðueigendum. Umræð- an um Icesave var áberandi eftir hrun og almenningur var orðinn langþreyttur á því að engin niður- staða fékkst í málið. Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands, synjaði staðfestingar svokölluðum Ice save- lögum í tvígang og þegar samn- ingaleiðin var fullreynd var dóms- mál höfðað gegn ríkinu. Lést á Esju 3. febrúar Banaslys varð á Hátindi í byrjun febrúar þegar gönguhópur var þar á ferð. Hópurinn komst upp á tindinn en þá var veður orðið slæmt og mikill kuldi. Á leiðinni féll kona tugi metra, en svo virðist sem henni hafi skrik- að fótur með þeim afleiðing- um að hún rann niður brekkuna og fór fram af klettasnös. Þegar hópur- inn komst niður til hennar var hún meðvitundarlaus og illa slösuð, en þrír úr hópnum biðu hjá henni þar til hjálp barst. Hún var látin þegar björgunarsveit komst á slysstað. Þá var veðrið enn mjög slæmt, hætta var á snjóflóðum og björgunarsveit- armenn áttu erfitt með að athafna sig. Konan hét Birna Steingrímsdótt- ir, fædd árið 1954. Sprengjugámur í Hvalfirði 13. febrúar Sprengjusveit Landhelgis- gæslunnar var kölluð út eftir að tilkynning barst til lögreglu um að talsvert magn sprengiefnis væri að finna í gámi við íbúðarhús á sveita- bæ í Hvalfjarðarsveit. Sprengiefnið var farið að „svitna“ vegna aldurs og því stórhættulegt. Íbúar voru beðnir um að rýma húsið og færa sig í burtu á meðan sprengjusveitin athafnaði sig. Sprengiefnið var í eigu verktaka- fyrirtækis sem hafði fyrir löngu lokið störfum á svæðinu. Kjötlausar nautabökur 27. febrúar Rannsókn Matvæla- stofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýndi að tvær vörur frá Gæðakokkum í Borgarnesi innihéldu ekki nautakjöt þrátt fyrir að innihaldslýsing segði svo vera. Matvælarannsóknin var framkvæmd til að kanna hvort vörurnar innihéldu hrossakjöt án þess að þess væri getið í innihaldslýsingu. Engin af vörunum uppfyllti kröfur um merkingu. Fangelsaður í Tyrklandi 8. mars Davíð Örn Bjarnason var handtekinn á flugvelli í Antalya í Tyrklandi vegna gruns um fornmunasmygl. Davíð hafði verið á ferðalagi ásamt þáverandi sambýlis- konu sinni og þau keyptu marmara- steina á markaði. Steinana ætluðu þau að hafa með sér heim til Svíþjóðar þar sem þau bjuggu. Yfirvöld litu hins vegar svo á að um smygl á fornminjum væri að ræða. Davíð þurfti að dúsa í fangelsi í viku og sætti farbanni í tvær vikur í viðbót. Í apríl var hann dæmdur í 375 daga skilorðsbundið fangelsi og til sektargreiðslu. Harmleikur á Flórída 24. mars Tveir Íslendingar létust í Flórída í mars þegar fallhlífar þeirra opnuðust ekki eftir að þeir stukku úr flugvél ásamt um tuttugu öðrum fallhlífarstökkvurum. Þeir hétu Örvar Arnarson, 41 árs, og Andri Már Þórðarson, 25 ára. Ferðin til Flórída var á vegum félagsins Frjálst fall, en þangað er farið á hverju ári í kennsluferð. Örvar var vanur maður og kennari en Andri Már var byrjandi. Sigraði í Mottu- mars en tapaði baráttunni 30. mars Vilhjálmur Óli Valsson sigraði í einstaklingskeppni Mottumars og safnaði einni milljón og 275 þúsund krónum. Hann hlaut að launum vikuferð fyrir tvo til Spánar en sagðist þó vita að hann kæmi ekki til með að nýta sér verðlaunin vegna veikinda sinna. Hann háði þá hetjulega baráttu við krabbamein í vélinda. Vilhjálmur Óli lést þann 30. mars. 16 Fréttir Innlent Innlendur fréttaannáll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.