Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 18
18 Fréttir Innlent Áramótablað 28. desember 2013 Hemmi Gunn lést 4. júní Einn dáðasti fjölmiðlamaður Íslands, Hermann Gunnarsson, lést í júní. Hemmi var staddur í Taílandi, þangað fór hann reglulega í frí eftir að hafa búið þar um skeið. Hann varð þekktur sem knattspyrnumaður á sínum yngri árum og spilaði fyrir Val, auk þess sem hann var í handbolta. Hann sló í gegn í þáttunum Á tali með Hemma Gunn, sem hann stjórnaði hjá Ríkissjónvarpinu og síðar færði hann sig til Stöðvar 2 og Bylgjunnar þar sem hann starfaði í sjónvarpi og útvarpi. Andlát Hemma kom sem þruma úr heiðskíru lofti og þjóðin syrgði hann í byrjun sumars. Nú fyrir jól kom út ævisaga Hemma, sem nokkur styr hefur staðið um. Í henni er sagt frá lífi hans í hreinskilni, bæði sigrum og ósigrum. Jón stóri bráðkvaddur 18. júní Hinn umdeildi Jón Hilmar Hall- grímsson, Jón stóri, lést eftir að hafa farið í hjartastopp. „Líkaminn var orðinn illa farinn af neyslu,“ sagðir móðir hans. Jón var umdeildur vegna tengsla sinna við undirheima, en hann hafði rætt opinskátt um eiturlyfjaneyslu, steranotkun og handrukkanir. Kjötveisla í Hús- dýragarðinum 26. júní DV greindi frá því í sumar- byrjun að starfsmenn Húsdýra- garðsins borði sýningardýrin sem slátrað er á haustin. Forstöðumenn garðsins halda þá veislu fyrir starfsmenn sem kölluð er Töðugjöld að fornum sið. „Þetta er ekki leyndarmál […] hérna veit maður allavega að farið hefur verið vel með dýrin. Þeim hefur liðið vel,“ sagði Sigrún Thorlacius, aðstoðarforstöðu- maður Fjölskyldu- og húsdýra- garðsins. Sérsveit réðst inn til brúðhjóna 24. júlí Nýgiftu hjónin Ívar Aron Hill Ævarsson og Silja Sigurðardóttir vissu ekki hvaðan á þau stóð veðrið þegar þyrla Landhelgisgæslunnar sveimaði yfir sumarbústað, þar sem þau nutu lífsins í brúðkaupsferð. Þau tóku upp myndband þar sem þyrlan sést en stuttu eftir að upptaka hefst heyrast öskur sérsveitarmanna þegar þau voru handtekin. Ástæðan var leit lögreglunnar að síbrota- manni, sem hún taldi að væri í bústaðnum með þeim en var þó alls ekki og hafði engin tengsl við fólkið. „Þeir eyðilögðu brúðkaupsferðina okkar,“ hafði DV eftir hjónunum. Jóhannes Jónsson lést 27. júlí Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, lést í sumar eftir tæplega þriggja ára baráttu við krabbamein. Hann hafði glímt við meinið frá árinu 2010 og opnaði síðar verslun- ina Iceland í Kópavogi, þegar útlit var fyrir að hann hefði betur í baráttunni við veikindin. Hann þurfti hins vegar að hætta störfum í byrjun árs vegna veikindanna. Harðræði á 101 leikskóla 21. ágúst Leikskól- anum 101 var lokað eftir að Barna- verndarnefnd fékk upplýsingar um að börn þar væru beitt harðræði. Kom málið foreldrum barna á leikskólanum í opna skjöldu en það Google Maps á Íslandi 23. júlí Bílar útbúnir myndavélum sem geta tekið 360° víðmyndir komu til landsins á vegum kortaþjónustu Google. Þeir mynduðu götur og vegi landsins, en myndirnar geta notendur nýtt sér til að skoða umhverfi borga og bæja líkt og þeir væru sjálfir á staðnum. Fyrirtækið Já sendi einnig út bíl í svipuðum tilgangi en á kortavef ja.is er hægt að skoða myndir af götum og húsum, líkt og hjá Google. Flugslys á Akureyri Flugvél Mýflugs brotlenti á akstursíþróttasvæði á Akureyri, við rætur Hlíðarfjalls, þar sem fjöldi fólks var kominn saman til þess að fylgjast með spyrnukeppni. Flugvélin var notuð til sjúkraflutninga og þrír voru um borð. Annar flugmannanna og sjúkraflutningamaður sem var um borð létust í slysinu, en hinn flugmaðurinn var færður á sjúkrahús, alvarlega slasaður. Mikil mildi þótti að fleiri slösuðust ekki, en brak úr vélinni þeyttist í allar áttir. Rannsókn á slysinu stendur enn yfir, en ljóst er að flugmenn höfðu hætt við lendingu skömmu áður en ekki barst nein tilkynning um bilun eða neyðarástand. 5. ágúst Ómar handtekinn Hraunavinir stóðu fyrir mótmælum í Gálgahrauni, þar sem verktakar vinna að lagningu vegar í gegnum hraunið. Áður hafði lögbanni þeirra, og annarra samtaka, vegna framkvæmdanna verið hafnað. Þeir fóru meðal annars fyrir gröfur á vinnusvæðinu og komu í veg fyrir að hægt væri að vinna á þeim. Ómar Ragnarsson er einn af forsprökkum Hraunavina og í október vakti það mikla athygli þegar hann var handtekinn þar sem hann sat á vinnusvæðinu og neitaði að færa sig. 21. september Harkaleg handtaka Myndband sem sýnir handtöku vakti mikla athygli í júlí, en aðferðir lögreglu þóttu allt of harkalegar. Miklar deilur hófust um handtöku­ aðferðina, svokallaða norska aðferð, en einnig um það hvort lögreglumaðurinn hefði misst stjórn á sér miðað við aðstæður. Hann var dæmdur í héraðsdómi í nóvember fyrir að hafa farið offari við handtökuna og líkamsárás í opinberu starfi. Konan sem var handtekin var dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. 7. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.