Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 26
26 Fréttir Áramótablað 28. desember 2013 ann skyndilega að endurskoða frið­ un Þjórsárvera. 24. júní Námslánin skert n DV greinir frá því að skorið verði niður um 1,5 prósent hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og brugðist við hagræðingarkröfunni með því að herða lánaskilmála og hækka lág­ markseiningafjölda lánþega. Málið dregur dilk á eftir sér og endar með því að dómur fellur í héraðsdómi stúdentum í hag. 25. júní Ásakanir um loftárásir n 34 þúsund undirskriftir hafa safnast gegn lækkun veiðigjalds­ ins. Sigmundur Davíð skrifar grein í Morgunblaðið þar sem hann sakar fjölmiðla og stjórnarandstöðuna um loftárásir á hann og ríkisstjórn­ ina. Alþingi samþykkir að aftur­ kalla ákvörðun fyrri ríkisstjórnar um hækkun gistináttaskattsins. Þannig eru skatttekjur upp á einn og hálfan milljarð króna afþakkaðar. 28. júní Léttvægar skammstafanir n OECD leggst gegn áformum ríkis­ stjórnarinnar um skuldaniðurfell­ ingar. „Hvað hins vegar OECD varð­ ar, og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og allar þessar stofnanir þá hef ég ekki miklar áhyggjur af því hvað hinum og þessum skammstöfunum finnst um þetta frumvarp,“ segir Sigmund­ ur Davíð í kvöldfréttum RÚV. 29. júní Landsdómur knésettur n Bjarni Benediktsson tilkynnir að ríkisstjórnin hyggist leggja niður landsdóm. Eygló Harðardóttir legg­ ur fram frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar. Í ljós kemur að tugþúsundir aldraðra og öryrkja fá engar hækkanir bóta þvert á það sem lofað var fyrir kosningar. 2. júlí Afhjúpandi skýrsla n Skýrsla rannsóknarnefndar Al­ þingis um Íbúðalánasjóð er kynnt á blaðamannafundi. Þar eru fyrrver­ andi stjórnendur sjóðsins gagn­ rýndir fyrir vanhæfni, og eftirlits­ og valdastofnanir snupraðar vegna pólitískra ráðninga og sinnuleysis. Sama dag segist Páll Jóhann Pálsson, nýr þing­ maður Fram­ sóknarflokks­ ins og einn af eigendum Vís­ is hf., líta á sig sem sérstak­ an fulltrúa sjávarútvegarins og útgerðarinnar á Alþingi. Áður hafði komið fram í DV að Vísir væri annað af þeim tveimur útgerðarfélögum sem græddu hlut­ fallslega mest á lækkun veiðigjalds­ ins. 3.–5. júlí Umdeild frumvörp í gegn n Alþingi samþykkir frumvarp Ill­ uga um Ríkisútvarpið og frumvarp Sigurðar Inga um lækkun sérstaka veiðigjaldsins. 6. júlí Skorað á Ólaf n Forsvarsmenn undirskriftalista gegn lækkun veiðigjaldsins afhenda forseta Íslands 35 þúsund undirskriftir. 8. júlí Hagræðingar hópurinn stofnaður n Skipaður er sérstakur hagræðing­ arhópur sem hefur það hlutverk að leggja fram tillögur að niðurskurði og betri forgangsröðun í rekstri ríkis stofnana. 9. júlí Ólafur skrifar undir n Forseti Íslands skrifar undir veiði­ gjaldslögin, þrátt fyrir 35 þúsund undirskriftir. 12. júlí Framsókn fatast flugið n Framsóknarflokkurinn hefur misst töluvert fylgi samkvæmt könnun MMR og er kominn niður í 16,7 prósent. 14. júlí Gælt við einkarekstur n Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis­ ráðherra fullyrðir í viðtali í þættin­ um Sprengisandi á Bylgjunni að ríkið sé ekki best til þess fallið að annast heilbrigðisþjónustu. 16. júlí Búbót til handa ríkisforstjórum n Heildarlaun forstjóra og fram­ kvæmdastjóra hjá ríkinu hækka um allt að 287 þúsund krónur samkvæmt úr­ skurði kjararáðs. 26. júlí Neikvæðar láns- hæfishorfur n Matsfyrirtækið Standard and Poor's tilkynnir um neikvæðar láns­ hæfishorfur íslenska ríkisins. Vigdís Hauksdóttir kallar tilkynninguna hótun. 10. ágúst IPA ei meir n Skrúfað er fyrir IPA­styrki Evrópu­ sambandsins til Íslands vegna þeirr­ ar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að stöðva viðræðurnar. 14. ágúst Vigdís í eldlínunni n Vigdís Hauksdóttir hótar fréttastofu Ríkisútvarpsins niður­ skurði vegna meintrar vinstrislag­ síðu. Fjöldi fólks skorar á hana að segja sig úr hagræðingarnefnd stjórnvalda. 5. september Skór Sigmundar Davíðs n Sigmundur Davíð fundar með Barack Obama og fleiri þjóðarleið­ togum. Athygli vekur að hann er í íþróttaskó á öðrum fæti vegna bólgu. 10. september Boðar heimsmet n Sigmundur Davíð boðar róttæku­ stu aðgerðir heims í þágu skuldsettra heimila. 12. september Nauðasamn- ingar bíða n Kjarninn greinir frá því að stjórn­ völd hafi ekki svarað beiðnum kröfu­ hafa gömlu bankanna um að við­ ræður hæfust svo unnt væri að klára nauðasamninga við þá. Þetta vekur talsverða athygli í ljósi þess að skömmu áður hafði Sigmundur Davíð lýst því yfir að ríkisstjórnin væri að bíða eftir því að kröfuhafarn­ ir ættu frumkvæði að viðræðum. 21. september Hjólar í ríkisstjórnina n Árni Páll gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega í viðtali við DV. „Það sem manni finnst áhyggjuefni er auðvit­ að ef þessir flokkar hafa ekkert lært hversu hættulegt það er að hugsa bara um aðstæður fámennra for­ réttindastétta,“ segir hann. 24. september Vill ekki nátt- úruverndarlögin n Sigurður Ingi tilkynnir að hann hyggist beita sér fyrir því að náttúru­ verndarlögin, sem samþykkt voru á Alþingi í vor, verði felld úr gildi. 27. september Forstjóri Landspítalans kveður n Björn Zoëga segir upp sem for­ stjóri Landspítalans. Haft er eftir honum að drög að fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar hafi verið kornið sem fyllti mælinn. 1. október Legugjald kynnt til sögunnar n Frumvarp til fjárlaga er kynnt. Fram kemur að fallið verði frá lengingu fæðingarorlofs og legugjald tekið upp á Landspítalan­ um. Bankaskattur verður hækkaður og látinn taka til fjármálafyrirtækja í slitameðferð, og er búist við gríðarlegum skatttekjum vegna þess. 4. október Geir gerir lítið úr hruninu n Geir H. Haarde, sem dæmdur var fyrir stjórnarskrárbrot fyrir lands­ dómi í fyrra, tjáir sig um hrunið í við­ Yfirlýsingaglöð og einlæg Vigdís Hauksdóttir stimplaði sig inn sem einhver yfirlýsingaglaðasti og einlægasti þingmaður þjóðarinnar. Þrátt fyrir að vera oddviti í Reykjavík og njóta gríðarlegs fylgis innan Framsóknar fékk hún ekki ráðherra- stól, en varð formaður fjárlaganefndar og sérstakur ráðgjafi á sviði niðurskurðar. MYnd SigtrYggur Ari ný andlit Alþingi fylltist af ferskum nýgræðingum. Mörgum þeirra datt eflaust aldrei í hug að þeir næðu inn á þing þegar þeir buðu fram krafta sína í prófkjörum. MYnd SigtrYggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.