Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 32
32 Fréttir Erlent Stúdentar brunnu inni 27. janúar Eld- ur braust út á skemmtistað í Santa Maria í suðurhluta Bras- ilíu, vegna flugelda sem hljómsveitin sem spilaði notaði við flutning sinn. Í það minnsta 233 fórust í eldsvoð- anum, flestir ungir nemendur ná- lægra skóla. Sprengjuárás á sendiráð 1. febrúar Tyrk- inn Ecevit Sanli sprengdi sjálfan sig í loft upp við sendiráð Banda- ríkjanna í Ankara. Auk Sanli lést tyrk- neskur öryggisvörður í tilræðinu. Bandarísk yfirvöld sögðu árásina vera hryðjuverk. Tilkynning frá Vatíkaninu 11. febrúar Joseph Ratzinger, betur þekktur sem Bene- dikt páfi, tilkynnti að hann hygðist láta af embætti sem hann og gerði þann 28. febrú- ar. Benedikt sagði að hann gæti ekki beitt sér af fullum krafti í embættinu sökum aldurs. Herkall á Malí 1.–17. janúar Frakkar sendu hersveitir til Malí til að bregðast við beiðni ríkisstjórnarinnar, sem bað um hjálp til að brjóta á bak aftur öfgasinnaða íslamska uppreisnar- menn sem ógnuðu öryggi þjóðar- innar. Talið er að á bilinu 800–900 franskir hermenn hafi farið í fyrstu lotu. Nokkrum dögum síðar sendi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna út ákall til allra aðildarríkja um aðstoð til handa stjórnarhernum í Malí. Frakkar sendu liðsauka þann 17. janúar því átakasvæðið hafði stækkað. Mannfall í Sýrlandi 2. janúar Sameinuðu þjóðirnar sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis að 60 þúsund manns hefðu fallið í átökunum í Sýrlandi, sem höfðu á þessum tímapunkti varað í 22 mánuði, eða næstum tvö ár. Fram að þessu höfðu upplýsingar um mannfall bent til þess að mun færri hefðu látist. Vildi herða reglur um byssueign 16. janúar Barack Obama kynnti fyrirætlanir um strangari skilyrði fyrir byssueign. Þetta gerði hann í kjölfar hræðilegra skotárása sem urðu á skóla í Bandaríkjunum, þar sem mannfall var mikið. Hann lagði til að bakgrunnur þeirra sem vildu kaupa skotvopn yrði skoðaður ítarlega. Mannrán í Alsír 17.–21. janúar Alls féllu 48 gíslar sem íslamskir uppreisnarmenn héldu föngnum í gasvinnslustöð í Alsír. Flestir mannanna, sem voru af átta þjóðernum, voru skotnir í höfuðið. Mannræningjarnir voru frá Malí en ástæðu þessa mátti rekja til hernað- aríhlutunar Frakka í heimalandi þeirra. Uppreisnarmennirnir voru 32 talsins en flestir voru drepnir. Netanjahú myndar stjórn 22. janúar Benja- mín Netanjahú, for- sætisráðherra Ísraels, og flokkur hans, Likud-Beteinu, hlutu mest fylgi í þingkosningum. Flokkurinn tapaði þó nokkru fylgi á kostnað miðjuflokksins Yesh Atid. Netanjahú var svo falið að mynda nýja ríkisstjórn en þingið samþykkti hana 18. mars. Oscar Pistorius handtekinn 14. febrúar Suðurafríski hlaupa- garpurinn Oscar Pistorius var handtekinn á Valentínusardaginn vegna gruns um að hafa skotið unnustu sína, Reevu Steenkamp, til bana. Pistorius sagðist hafa talið að Steenkamp væri innbrotsþjófur. Svo fór að Pistorius var ákærður fyrir morðið og er dóms að vænta í málinu í mars næstkomandi. Loftsteinn í Rússlandi 15. febrúar Um þúsund manns slösuðust þegar loftsteinadrífa lenti í miðhluta Rússlands og olli talsverðum usla. Flestir slösuðust þegar rúður sprungu í húsum en ekki var tilkynnt um alvarleg slys. Áramótablað 28. desember 2013 Erlendur fréttaannáll Molnar undan Morsi Átök brutust út að nýju í Egyptalandi. Í brýnu sló milli Bræðralags múslima og stjórnarliða, undir forystu Mohammeds Morsi. Vaxandi óánægju gætti með stjórnina, sem þótti ekki hafa tekist að færa efnahag þjóðarinnar til betri vegar og efna loforð um aukin réttindi almennra borgara. Ofbeldið magnaðast þegar í ljós kom að 21 fótboltabulla hlaut lífstíðardóm fyrir aðild sína að óeirðum á götum úti í Kaíró, í febrúar 2012. Í þeim átökum létu 74 lífið. 25. janúar Ár hamfara og hörmunga n Efnavopnum beitt í Sýrlandi n Ófriður í Austurlöndum n Fellibyljir og mannskæð slys
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.