Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 34
Áramótablað 28. desember 201334 Fréttir Erlent Efnavopnaárás í Sýrlandi 21. ágúst Heimsbyggðin stóð á öndinni þegar skelfilegar myndir af afleiðingum efnavopnaárásar í Sýr- landi fóru að birtast í heimspress- unni. Stjórnarandstæðingar sök- uðu ríkisstjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta um að bera ábyrgð á ódæðinu en yfirvöld vildu ekkert kannast við að hafa beitt efnavopn- um. Talið er að um þúsund manns hafi fallið í árásinni. Málið var rætt í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna og var lendingin sú að beita ekki hernaðaríhlutunum. Síðar náðist samkomulag við sýr- lensk stjórnvöld um eyðingu efna- vopnabirgða landsins. Manning dæmdur 21. ágúst Uppljóstr- arinn Bradley Manning var sakfelldur og dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að leka 700 þús- und leyniskjölum til WikiLeaks. Þetta var þyngsti dóm- ur sem fallið hafði í máli uppljóstr- ara í Bandaríkjunum. Eftir að dómur féll tilkynnti Manning að hann væri kona og héti þaðan í frá Chelsea. Innrás samþykkt 4. september Utanríkismálanefnd öldungadeildarþings Bandaríkj- anna samþykkti að beita hernað- aríhlutun í Sýrlandi. Áður hafði Barack Obama forseti lagt til að Bandaríkin gripu til aðgerða vegna notkunar efnavopna. Ofbeldi gegn mannkyni 5. september Þingið í Kenía sam- þykkti að slíta öllu samstarfi við Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag. Tillaga þess efnis var samþykkt með miklum meirihluta. Uhuru Kenyatta, sem þá hafði nýlega ver- ið endurkjörinn forseti, og William Ruto varaforseti höfðu verið sakað- ir um glæpi gegn mannkyni. Þeim var gefið að sök að hafa skipulagt ofbeldisverk í ófriðinum sem blossaði upp í landinu í desember 2007. Í þeim féllu um 1.100 manns. Samþykktin hafði engin áhrif á réttarhöldin yfir mönnunum. Málamiðlun í Sýrlandi 9.–15. september John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði til diplómat- íska lausn varðandi Sýrland. Bandaríkjaher myndi falla frá því að ráðast inn í Sýrland ef Assad forseti léti af höndum þau efnavopn sem stjórnin byggi yfir. Rússar tóku furðu vel í þá hugmynd. Á þetta féllust Sýrlendingar og afstýrðu þannig innrás í landið. Þetta var í fyrsta sinn sem Sýr- lendingar viðurkenndu opinberlega að búa yfir efnavopnum. Skaut tólf til bana 16. september Aaron Alexis, 34 ára fyrrverandi liðsmaður sjóhers Bandaríkjanna, skaut 12 manns til bana og lést sjálfur eftir skotbardaga við lögreglu í stjórnstöðvum bandaríska sjóhersins í Washington. Átta til viðbótar særðust. Samningsbrot í Sýrlandi? 16. september Sameinuðu þjóðirn- ar upplýstu að efnavopnum hefði aftur verið beitt í Sýrlandi, þann 21. ágúst. Það var brot á fyrri samþykkt sýrlenskra stjórnvalda við Rússa og Bandaríkjamenn. Rússar sögðu rannsóknina ófullnægjandi og að hún sannaði ekki sekt stjórnarinn- ar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna brást við og gaf út að ef Sýrlendingar afhentu ekki öll efnavopn sín, yrði gripið til aðgerða. Mannskæður fellibylur 17. september Fregnir bárust af því að fjörutíu manns, að minnsta kosti, hefðu misst lífið í fellibylnum Ingrid, sem reið yfir Mexíkó. Gríðarlegar skemmdir urðu í óveðrinu. Umsátur í Kenía 21. september Um sextíu létust í hryðjuverkaárás í verslunarmiðstöð í Naíróbí í Kenía. Fjölmargir særðust að auki. Hryðjuverkamenn, vopn- aðir sprengjum og hríðskotavopn- um, tóku hóp fólks í gíslingu inni í verslunarmiðstöðinni og umsáturs- ástand skapaðist. Lífstíðardómur Bo Xilaj 22. september Bo Xilaj, fyrrverandi viðskiptaráð- herra í Kína, var dæmdur í ævilangt fangelsi. Hann var á meðal valda- mestu manna í Kína þegar hann féll í ónáð kommúnistaflokksins, en fyrir var hann talinn eiga framtíðina fyrir sér. Hann var vændur um að hafa reynt að hindra rannsókn á ýmsum meintum glæpum eiginkonu sinnar. Sú fékk dauðadóm, skilorðsbund- inn, í ágúst fyrir spillingu og morð á breskum kaupsýslumanni. Jörð skalf í Pak 23. september Gríðarstór jarð- skjálfti skók fjallahéruð Pakistans. Fátækleg híbýli fjölmargra hrundu til grunna og að lágmarki 327 fórust. Skjálftinn var 7,7 á Ricther. Efnavopn notuð í Sýrlandi 4. júní Teymi sérfræðinga um mannréttindi á vegum Sameinuðu þjóðanna greindi frá því að allar líkur væru á því að sveitir á vegum sýrlenskra stjórnvalda hefðu notað efnavopn í bardögum sínum. Svo virtist sem taugagasið sarin hefði verið notað við þónokkur tilefni. Á DV.is og í erlendum fréttamiðlum birtust óhugnanleg myndbönd sem sýndu börn sem orðið höfðu fyrir árás efnavopna. Snowden afhjúpar njósnir 6. júní Edward Snowden, fyrrver- andi starfsmaður Þjóðaröryggis- stofnunar Bandaríkjanna, lak til Guardian og Washington Post upplýsingum um víðtækar persónunjósnir á milljónum Bandaríkjamanna. Þar var meðal annars fylgst með tölvupósti og Facebook-notkun fólks án heimilda. Snowden var í felum af ótta við lögsóknir bandarískra yfirvalda. Morsi í bobba 30. júní Um milljón Egypta mót- mæltu stjórn Mohammeds Morsi á götum úti í Egyptalandi – fólk úr öllum stéttum og þjóðfélagshóp- um. Krafa um afsögn forsetans, sem hafði þarna verið við völd í eitt ár, var orðin hávær. Hann var sakaður um spillta stjórnarhætti og að hafa dregið lappirnar við nauðsynlegar efnahagsumbætur í landinu. Morsi steypt af stóli 1.– 26. júlí Mohammed Morsi, sem kjörinn var forseti Egyptalands árið 2012, var steypt af stóli þann 4. júlí eftir mótmælaöldu fyrstu daga mánaðarins. Morsi sagði að um valdarán hersins væri að ræða en mátti síns lítils og var úrskurðaður í stofufangelsi. Daginn eftir handtöku hans þustu þúsundir stuðnings- manna hans út á götur og mót- mæltu. Mótmælaaldan hélt áfram út mánuðinn og þann 26. júlí voru 80 mótmælendur skotnir til bana af lögreglu. Zimmerman sýknaður 13. júlí George Zimmerman var sýknaður af morðinu á Tray- von Martin, ung- um blökkumanni, en málið gegn hon- um er eitt umtalaðasta sakamál í Bandaríkjunum í seinni tíð. Kviðdómurinn samanstóð af sex konum og þar af voru fimm hvítar á hörund. Dómurinn var harðlega gagnrýndur í kjölfarið. Hörmulegt slys á Spáni 24. júlí Eitt mannskæðasta lestar- slys í sögu Spánar varð um mitt sum- ar þegar farþegalest með 222 innan- borðs fór út af sporinu skammt frá borginni Santiago de Compostela. 79 manns létust og 140 manns slös- uðust. Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að lestinni hefði verið ekið á of miklum hraða. Snowden fær hæli 1. ágúst Yfirvöld í Rússlandi ákváðu að veita uppljóstraranum Edward Snowden hæli en þangað hafði hann komið frá Hong Kong. Áður en hann fékk hæli var Snowden strandaglóp- ur á alþjóðaflugvellinum í Moskvu. Bandarísk yfirvöld voru ósátt við ákvörðun Rússa og aflýsti Barack Obama Bandaríkjaforseti fundi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta sem fyrirhugaður var í september. Neyðarástand í Egyptalandi 14.–19. ágúst Óöldin í Egyptalandi hélt áfram í ágúst og réðst óeirðalög- reglan meðal annars á búðir mót- mælenda í höfuðborginni Kaíró. Yfir 500 féllu í aðgerðunum og lýsti rík- isstjórn landsins yfir neyðarástandi í kjölfarið. Aðgerðirnar beindust gegn stuðningsmönnum Mohammeds Morsi. Þann 19. ágúst voru 24 lög- reglumenn myrtir í Sinai-héraði. Sérsveit var eldi að bráð Úrvalshópur slökkviliðsmanna í Arizona í Bandaríkjunum lést í baráttu við mikla skógarelda í fylkinu. Vindáttin breyttist skyndilega með fyrrgreindum afleiðingum, en um var að ræða eins konar sérsveit slökkviliðsmanna – með mikla þekkingu og reynslu. 30. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.