Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 62
Áramótablað 28. desember 201362 Fólk Viðtal F yrir marga er gamlárskvöld tilefni til þess að staldra við, líta yfir farinn veg og setja sér markmið fyrir komandi ár. Guðmundur Andri Thorsson er lítið gefinn fyrir tímamót og þess háttar vangaveltur, er ekki þannig maður, eins og hann orðar það. „Ég læt bara hverjum degi nægja sína tjáningu,“ segir hann bros- andi. Gamlársdagur er þó sérstakur dagur fyrir honum, þar sem hann er fæddur þá og hélt lengi fram- an af að allt tilstandið, flugeldarnir, kampavínið og gleðin, væri tileink- uð honum. Innhverfur og dreyminn Við hittumst á skrifstofu Forlags- ins þar sem hann situr við ýmiss konar ritstjórnarvinnu milli þess sem hann fer um og les upp úr eig- in bók, Sæmd. Þar býður hann upp á kaffi, te og konfekt áður en við laumum okkur inn í fundarher- bergið til þess að næla okkur í næði, gluggalaust rými þar sem hillur þekkja alla veggi, troðfullar af bókum. Á meðan við komum okkur fyrir segir hann að það sé kannski ekki mikið upp úr honum að hafa, hann hafi aldrei orðið fyrir áfalli eða afgerandi lífsreynslu sem mót- aði hann til framtíðar. Allir eiga sína sögu, svara ég og segist vera forvitin að vita hver hann er. „Ég er það líka,“ segir hann þá. „Ég veit ekki hvort það er gott eða slæmt að ég hafi ekki orðið fyrir áfalli í lífinu. Margir hafa orðið fyr- ir einhverju „trauma“ sem þeir geta síðan unnið úr og unnið með. Ég upplifði enga erfiðleika sem barn eða unglingur og man ekki eft- ir neinum sérstökum atburði sem ég get mælt tímann út frá fyrir og eftir, eins og sumt fólk. Þá verður ævi manns öll svona frekar slétt reynsla. Ég flutti ekki einu sinni sem krakki. Að vísu var ég mikið á Akureyri á sumrin sem barn, ég veit ekki hvort ég geti kallað það mitt „æskutrauma“,“ segir hann og hlær stríðnislega, „að vera á Akureyri hjá afa og ömmu á sumrin. Þau bjuggu í miðjum bænum og það voru engir krakkar þar, sem stuðlaði að því að ég varð innhverfur, bókhneigður og dreyminn. Ég lá í bókasafninu hans afa þar sem ég fann gamlan þjóðlegan fróðleik. Það mótaði mig mikið og gerði mig að innipúka og lestrar hesti. Mér er sagt að ég hafi verið mjög þægur og einstaklega prúður í æsku. Ég var mikið í eigin heimi og átti tindáta sem ég dund- aði mér mikið með og notaði sem karaktera í sögum sem ég bjó til. Ég minnist þess ekki að þeir hafi nokkurn tímann drepið hvern ann- an, voru meira svona bara að spjalla saman og takast í hendur og stunda ýmsar íþróttir. Að öðru leyti held ég að ég hafi verið ósköp venjulegur drengur, þó að ég viti það ekki sjálf- ur. Nema það sé kannski mitt „bernskutrauma“ hvað ég var vond- ur í reikningi. Þetta er víst einhver tegund af blindu, eins og lesblinda, sem ég vissi ekki þá að ég væri með. Ég hélt að ég væri bara svona mik- ill vitleysingur og var það náttúrlega á minn hátt. Það endaði með því að ég féll á milli bekkja í menntaskóla og útskrifaðist eftir fimm ár. Það var niðurlægjandi reynsla en ég varð að bíta á jaxlinn og halda áfram og fyr- ir vikið komst ég í enn skemmtilegri Guðmundur Andri Thorsson segir það rétt hvers barns að eignast foreldra, en hann ættleiddi tvær dætur frá Indlandi. Það var mesta gæfa lífsins og ekkert getur lýst því þegar hann fékk dætur sínar í fangið, eftir að hafa horft á myndir af þeim og látið sig dreyma um líf þeirra saman. Hann segir einnig frá uppvaxtarárunum og foreldrum sínum, þeim Margréti Indriðadóttur og Thor Vilhjálmssyni, sem hann þurfti gjarna að svara fyrir. Sjálfur gæti hann ekki hugsað sér líf án skáldskapar en segist eiga eftir að skrifa bókina sem muni skipta sköpum fyrir hann sem höfund. „Ég held að ég eigi enn eftir að finna mína bók, bókina sem mér er ætlað að skrifa. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Pabbi kallaður kommi„Krakkar töluðu illa um pabba, sögðu hann kommúnista og rithöfund sem skrifaði óskiljan- legar bækur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.