Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 63
Áramótablað 28. desember 2013 Fólk Viðtal 63 bekk. Það er hægt að lenda í verri hlutum en því að falla í skólanum og á endanum var mér alveg sama. Ef þú hefur aðra veröld sem þú getur leitað í, hvort sem það er veruleiki vináttunnar eða bókmennta, lista og sagna, þá er það frekar ómerki­ legt áfall að falla á reikningsprófi. Kannski væri ég betri rithöfund­ ur ef ég hefði orðið fyrir „trauma­ tískri“ reynslu.“ Ekki fundið bókina sína Aðspurður hvort hann sé ekki góð­ ur rithöfundur svarar hann glott­ andi, „ég sagði betri,“ og bætir því við að hann sé ágætur og engin ástæða sé til að gera lítið úr því. „Það er þannig að allir rithöfundar eru með inni í sér bók, alveg sérs­ taka bók. Stundum skrifa þeir hana strax og eru svo að skrifa hana aft­ ur og aftur en stundum kemur hún allt í einu og stundum eru þeir að leita að þessari bók fram á efri ár. Þetta er svona bók eins og Hundrað ára einsemd eftir Márquez, Tómas Jónsson Metsölubók eftir Guðberg eða Gunnlaðar saga Svövu. Ég held stundum að ég eigi enn eftir að finna mína bók, bókina sem mér er ætlað að skrifa. Kannski finn ég hana aldrei og kannski er ég alltaf að skrifa hana. Ég held bara áfram að þreifa mig áfram en mér finnst stundum eins og ég eigi enn eftir að skrifa bók sem mér finnist virkilega góð.“ Það er ekki langt síðan ég las dóm um Sæmd sem sagði svip­ að. „Já já. Hvort sem það er nei­ kvætt eða jákvætt þá er það hluti af þessu starfi að lesa ritdóma um það sem maður hefur skrifað. Þú þarft bara að búa þig undir það. Sálin þarf að fara út úr líkamanum þegar þú ert að lesa það sem sagt er um þig, fara út úr sjálfum þér og lesa þetta eins og þú værir að lesa um einhvern annan. Þá er þetta ekk­ ert mál. Ég finn það að þegar ég opna blað og sé þar dóm um mig þá er eins og það sé dregin loka fyrir hjartað þannig að ég verð ekki við­ kvæmur fyrir því. Hitt er svo annað mál að maður getur verið innilega ósammála því sem sagt er ­ eins og þegar ég er útmálaður sem einhver Willy Wonka bókmenntanna, svona súkkulaðimaður með ekkert erindi. Ég gæti ekki verið meira ósammála. Maður skrifar til þess að kynnast einhverju og í þessum bókum sem ég hef skrifað hef ég reynt að nálgast viðfangsefni sem eru mér fjarlæg, skrifa um líf í þorpi eða á 19. öld. Eitthvað sem ég veit ekkert um. Þá er það að skálda ákveðin aðferð til að komast að hlutunum og tækifæri til að kynnast einhverju sem maður þekkti ekki áður. En ég á enn eftir að skrifa bók um sjálfan mig. Held ég. Ég mun örugglega einhvern tímann gera það til að kynnast sjálfum mér með þessum aðferðum. Mörg skáld skrifa ekki um neitt annað en sig, en ég hef ekki gert það ennþá. Segi ég þó með þeim fyrirvara um að all­ ar persónurnar sem ég skapa koma innan úr mér sjálfum.“ Gæfa að vera lyklabarn Hann heldur áfram og segir að ef ég vilji vita eitthvað um bakgrunninn þá sé hann Reykvíkingur, fæddur 1957 og að verða síðmiðaldra, það er að segja kominn á seinni hluta miðöldrunarinnar. „Þannig að ég hef lifað þjóðfélag sem hefur breyst mjög mikið. Það var ekki til sjón­ varp þegar ég var að alast upp. Síð­ an fengu sumir sjónvarp, Kanasjón­ varpið, sem foreldrar mínir vildu ekki. Svo kom sjónvarpið þegar ég var tíu ára og var þrjú kvöld í viku. Á hverju heimili var bara einn sími sem var óhreyfanlegur, fastur á sín­ um stað og allir vissu hvar hann var og yfirleitt var pabbi í honum.“ Hann átti góða og ástríka bernsku, góða og ástríka foreldra sem unnu honum heitt og sinntu þeim bræðrum báðum vel. „Þetta var óvenjulegt heimili vegna þess að mamma átti starfsframa. Hún var alltaf að vinna úti á milli klukk­ an eitt og sjö á daginn og þegar ég hafði aldur til þá vandist ég á að setja kartöflurnar upp klukkan hálf sjö. Annars var hún alltaf búin að útbúa kvöldmatinn fyrir hádegi. Hún þurfti náttúrlega að sinna öll­ um heimilisverkum vegna þess að pabbi var af þeirri kynslóð karl­ manna sem gerðu það ekki. Ég held að hann hafi einu sinni reynt að skúra eldhúsgólfið og mamma sagði að það væri eins og hann hefði verið að spúla skipsdekk þannig að hann gerði það ekki oftar. Ég varð svolítið hissa þegar ég frétti það seinna að það ætti að vera eitthvað vandamál að vera lykla­ barn. Því ég hef stundum orðað það þannig að ég hafi orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera lyklabarn. Mér fannst það frábært. Það var soldið umræða um það á tímabili að lykla­ börn væru vanrækt. Það gilti alls ekki um mig þó að ég væri með lykil um hálsinn. Ég fékk mjög gott atlæti frá foreldrum mínum. Mamma var og er enn mjög góð móðir, sinnti mér vel og veitti mér mikla athygli og þótt hún væri ekki alltaf heima þá skipti það ekki meginmáli. Það gerði það að verk­ um að ég gat gleymt því að fara í smíði sem var eftir hádegi og öðlað­ ist meira sjálfstæði. Við, strákarnir í götunni, vorum mikið einir úti að leika okkur og ég ólst upp við mik­ ið frjálsræði. Við vorum úti í móa og í röraportinu neðan við Lang­ holtsveg og hér og þar í þessu stóra hverfi og hver dagur var nýtt ævin­ týr.“ Svaraði fyrir föður sinn Móðir Guðmundar Andra, Margrét Indriðadóttir, var fréttamaður og seinna fréttastjóri hjá útvarpinu, las fréttir, var með fréttaauka og var þekkt kona á þessum árum. „Hún hafði svipaðan status og fólkið í sjónvarpinu hefur í dag. Það vissu allir hver hún var,“ segir Guðmund­ ur Andri. Faðir hans, Thor Vil­ hjálmsson rithöfundur var einnig þekktur og oft á milli tannanna á fólki. „Pabbi var mikið heima og fyrir hádegi þá skrifaði hann og eft­ ir hádegi fór hann oft í bæinn og ég var að flækjast með honum þar sem við hittum alls konar fólk. Ég varð svo var við það þegar ég byrj­ aði í skóla að fólki þætti hann skrýt­ inn. Hann skrifaði náttúrlega þessar bækur sem fólki þótti erfitt að skilja og skar sig úr fyrir margra hluta sak­ ir. Hann þótti sérkennilegur maður og var það það auðvitað. Maður þurfti stundum að svara fyrir einhverja hluti en ég minn­ ist þess ekki að ég tæki það veru­ lega nærri mér. En maður heyrði svo sem talað illa um hann, krakk­ ar að bergmála foreldra sína og sögðu hann kommúnista og rit­ höfund sem skrifaði óskiljanlegar bækur, hrokafullan og að hann væri Thorsari sem hefði svikið sína stétt, hann væri ekki auðmaður eða athafnamaður, ekki ríkur og þess vegna svikari. Fólk átti erfitt með að staðsetja hann – þennan evrópska heimsborgara, póet og vagabond inni í miðju Vogahverfinu, það var ekki hægt að setja hann í skúffu og hafa hann þar. Hann var fólki ráð­ gáta. Hann gat líka verið ögrandi í framkomu, mjög viss í sinni sök og hann hafði mikið skap og lét menn heyra það ef sá gállinn var á honum. Þess vegna var hann mjög umdeild­ ur maður. Margir hrifust af hon­ um og svo var annað fólk sem gerði það ekki og þurfti að láta vita af því. Þetta voru að sumu leyti grárri tím­ ar, það var minna pláss fyrir fólk sem skar sig úr, án þess að vera frík. Pabbi neitaði að leika trúð, eins og Kjarval gerði, og þar af leiðandi ögraði hann viðteknum hugmynd­ um. Hann sagði mér einhvern tí­ mann frá því þegar menn gengu að honum og toguðu í skeggið á hon­ um. Pabbi hafði flottan stíl, var alltaf fínn í tauinu og var alltaf glæsilegur maður en á þessum árum, á milli 1950 og 1960, fannst þessum góð­ borgurum ekki hægt að hann væri með skegg. Á þessum árum áttu all­ ir að vera steyptir í sama mót.“ Listamaðurinn Thor varð til Aðspurður segist hann ekki vita ná­ kvæmlega hvað varð til þess að fað­ ir hans fór sínar eigin leiðir og þó. „Faðir hans var forstjóri Eimskipa­ félagsins og móðir hans var dóttir Thors Jensen, sem var einn helsti athafnamaður landsins á sinni tíð. Afi og amma bjuggu í stóru og fínu húsi á Bergstaðastræti, þetta voru góðborgarar. Pabbi lauk stúdentsprófi og fór til Nottingham eftir stutta við­ dvöl í norrænudeildinni hér. Rétt um 1950 kom hann til Parísar. Það breytti honum að lenda í þeim suðupotti sem þar var. Þarna var margt fólk úr öllum hornum heims­ ins, margt ungt fólk, menntafólk, upprennandi listafólk ­ mikil orka í loftinu. Öll ókyrrð aldarinnar var þarna samankomin í einum potti og hún hljóp öll inn í hann. Sem varð til þess að hann umhverfðist og til varð þessi Thor Vilhjálmsson sem fólk þekkti. Fram að því hafði hann verið allt öðruvísi maður. Par­ ís breytti honum. Hann hafði til að bera eitthvert næmi á list og sérstaklega skáld­ skap, sérstaka hæfileika sem voru meiri en gengur og gerist. Ein­ hvern veginn gekk þetta allt í sam­ band þegar hann kom til Parísar. Það var svo mikið um að vera og hann varð einhvern veginn til þar. Þar er líka existensíalisminn, Sartre, Simone de Beauvoir, Camus. Svo var það málaralistin öll sem var þarna í miklu blóma og kvikmynda­ gerðarlistin. Það var allt að gerast í París. Heimurinn var allur í París og hann fór allur inn í hausinn á Thor sem var svo alla ævina að vinna úr þessu. Hann hafði engan áhuga á að hasla sér völl á því sviði sem búist var við af honum. Hann hafði engan áhuga á sínum borgaralega bak­ grunni. Það höfðaði ekkert til hans. Hann bara varð að fara þessa leið, það var ekkert annað í boði fyrir hann. Hann hefði farist ef hann hefði ekki náð að blómstra sem listamaður.“ Vinátta feðganna Sjálfur gæti Guðmundur Andri ekki hugsað sér lífið án þess að skrifa. En hann hefur samt ekki þessa knýjandi þörf fyrir listina sem fað­ ir hans hafði. Ekki eins. Það er allt öðruvísi með hann og kannski flóknara, enda eru þeir feðgar ansi ólíkir menn. „Pabbi þurfti virki­ lega að berjast fyrir sínu upp á líf og dauða. Hann var frekar einsýnn og hafði þennan ógnarsterka vilja. Hann varð að gera þetta og ekkert mátti trufla það. Ég er ekki jafn viss í minni sök. Ég held að ég sé miklu meira normal en hann,“ segir Guðmundur Andri og hlær létt. „Hann hafði geysilega orku, hann var náttúr­ lega ljón, voldugt ljón, og gat snúið þessari orku gegn fólki. Ef hann hafði skömm eða fyrirlitningu á ein­ hverjum þá gat hann orðið grimm­ ur. Ég lenti auðvitað aldrei í því en ég varð vitni að því og það var alveg ægilegt. Að sama skapi þá var hann mikil sól þegar hann sneri geislum sínum að fólki. Hann var mjög góður heimilis­ faðir. Hann átti reyndar til drykkju­ skap, þoldi illa áfengi og það voru vandamál sem því tengdust en það dró úr því með árunum. Hann var mjög ástríkur og kærleiksríkur fað­ ir. Ég gat alltaf leitað til hans, kom­ ið inn til hans sem barn og ungling­ ur og ég var aldrei að trufla hann. Hann tók mér alltaf vel. Hann var einstaklega örlátur og gaf mikið af sér. Hann sýndi alltaf hvað hann hafði mikla ánægju af því að vera með mér og tala við mig og var forvitinn um þankagang okkar sem yngri vorum. Hann vildi vita hvað ég væri að hlusta á og lesa og hvaða skáld mér þættu áhuga­ verð, og var jafnvel tilbúinn til að endurmeta einhverjar hugmyndir ef ég færði góð rök fyrir því að eitt­ hvað væri gott. Þannig að við töluð­ um mikið saman og áttum vel skap saman, við pabbi.“ Ólíkir höfundar Það er kannski ekki auðvelt fyrir son stórskálds að feta í fótspor föðurins og skrifa sína fyrstu bók. „Leiðin er að hugsa ekkert um það,“ segir Guð­ mundur Andri. „Ég reyni meðvitað að hugsa ekki um það. Þetta er ekk­ ert sem ég get gert eitthvað í. Ég get ekki skipt um nafn eða persónu, enda ánægður með hann sem föð­ ur minn og hef enga ástæðu til að afneita því. En við erum mjög ólík­ ir. Ég og pabbi skrifum mjög ólík­ an stíl. Ég er það langt frá honum að þetta verður ekkert atriði fyrir mér. Það hjálpaði líka hvað hann var styðjandi og jós mig lofi fyrir allt sem ég gerði. Hann stendur líka svo einn. Í ís­ lenskum bókmenntum er hann al­ gjörlega utan við allt annað og al­ gjörlega sér á báti. Enda hét fyrsta bókin hans Maðurinn er alltaf einn.“ Eru miðlar ekki svona? Fyrstu söguna skrifaði Guðmundur Andri ekki fyrr en um þrítugt. „Ég kom ekki nálægt neinum skáldskap fyrr en þá. Ég ætlaði að verða ís­ lenskufræðingur og hafði líka mikið yndi af málfræði, málvísindum og bókmenntafræðum og hneigðist til fræðistarfa. Ég fann að ég átti auðvelt með að skrifa, en ég átti ekkert sérstak­ lega auðvelt með að skálda, sem er ekki alveg sami hluturinn. Síðan lenti ég í því að skrifa fyrstu bókina mína, Mín káta angist, í hálfgerðu bríaríi á tveimur mánuðum og ætl­ aði mér ekkert meira með það. Þá fann ég samt að það lá vel fyrir mér, að búa til bækur. Síðan skrifaði ég næstu bók, Íslenska drauminn, og það var svipað með hana, ég var enn hálfvolgur í þessu. En vandaði mig meira og lagði meira í hana. Þar með var boltinn farinn af stað. En ég hef alltaf unnið með skrifunum, skrifa skáldsögur, pistla og starfa við „Fólk talar stundum eins og það séu réttindi fólks að eignast börn en náttúran er ekki alltaf sanngjörn. Pabbi kallaður kom i Dreymdi um barn Guðmundur Andri ættleiddi tvær dætur frá Indlandi og segir það stærstu gjafir lífsins. Hann varð aldrei samur eftir komuna til Indlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.