Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 72
Áramótablað 28. desember 201372 Lífsstíll Ú tsölur í stærstu verslunum Bretlands hófust að vanda skömmu eftir jól en þar í landi er hefð fyrir stórum og veglegum útsölum strax á öðrum í jólum. Í ár voru margar útsöl- ur hins vegar haldnar enn fyrr á vefnum. Útsala á vefsíðunni www. netaporter.com hófst strax á Þor- láksmessu og afslættirnir voru ríf- legir eða allt að 50%. Á útsölunni má finna flíkur úr smiðjum fata- hönnuða og tískuhúsa á borð við Valentino, Givenchy, Isabel Mar- ant og Saint Laurent. Stórútsala í verslunarkeðjunni Selfridges byrjaði á jóladag á vefn- um, klukkan sjö um morguninn. Umferðin á vefnum var víst mikil, hvers vegna að vakna til að opna gjafir þegar þú getur keypt þær á netinu? Vinsæl útsala Harrods-versl- unarinnar hófst á annan í jólum, bæði á vef og í verslun. Hér á landi eru flestar útsölur haldnar á nýju ári með nokkrum undantekningum þó en IKEA og ILVA hófu útsölur á völdum vörum þann 27. janúar síðastliðinn. n kristjana@dv.is Dramatísk umskipti á nýju ári Í haust- og vetrartískunni 2013 og 2014 mátti greina dramatísk umskipti í förðun. Áherslur eru skarpari en áður, kinnalitur og glimmer víkur fyrir annað- hvort naumhyggju, rokki, pönki eða framtíðaranda. Hitchcock-dömur færðar til framtíðar Umskiptin eru margs konar. Úr æsku- dýrkun í þroska. Úr sakleysi í lífs- reynslu, pönk og rokk. Úr glamúr í naumhyggju. Hjá Önnu Sui og Emilio Pucci voru fyrirsæturnar í anda sjötta áratugar en með skemmtilegu vísindaskáld- sögutvisti. Hitchcock-dömur færðar til framtíðar. Útlitið þroskaðra og gljá- andi rök húð er ekki jafn áberandi og áður. Í staðinn er áferðin flauelskennd. Hjá Dior var augnlína silfurlituð en ekki svört og hjá Rag & Bone var augnlínan með skemmtilegri sveigju við upphaf augnlínu. Berjalitaðar varir Framtíðarfílinginn mátti greina hjá fleirum en með náttúrulegri blæ- brigðum. Hjá Christian Dior mátti sjá berjalitaðar varir, eins og varalitn- um hafi verið dreift óreglulega. Fyrir- sæturnar litu út fyrir að hafa komið við í berjamó áður en þær stigu á pallana. Hjá Marni, Derek Lam, Prada og Veru Wang mátti sjá svipaðar áherslur. Litnum er ekki dreift jafnt, stundum er þungamiðjan í miðju, stundum við útlínur varanna. Feiknasterk rokkáhrif – dökk og dramatísk augu Rokkáhrifin eru feiknasterk. Rauðir og fjólubláir metallitir notaðir á aug- un hjá Gucci, þessi áhrif mátti einnig greina hjá Jason Wu. Hjá Marc Jacobs og Cavalli voru augnskuggarnir svartir og dökkgráir og hjá Donnu Karan voru þeir stálgráir. Naumhyggjan Enginn saknaði naumhyggjunnar sér- staklega en hún er komin aftur. Þetta mátti sjá greinilega á sýningu Alex- ander Wang, þar var augnlínan höfð þunn og nærri augnhárum. Þetta mátti líka greina hjá Victoriu Beck- ham, Christopher Kane og Proenzu Schouler. Önnur merki um endur- komu naumhyggjunnar eru að kinna- liturinn var minna notaður á tískupöll- unum í ár og meiri áhersla er lögð á dökkar augnabrúnir og að móta and- litið fremur en að nota sterka liti. Pönk og dramatík Dökk augu með áherslu á neðri augnlínu voru greinileg hjá mörgum tískuhúsa. Áhrifin eru dramatísk og drungaleg í anda Tims Burton, pönk- uð en klassísk. Þessi áhrif mátti greina hjá Rodarte, Missoni og Versace, Julien Macdonald, Giles, Erdem og Roksanda Ilincic. n kristjana@dv.is Rodarte og pönk Pönk og rokk einkenndu förðun og fatnað Rodarte fyrir haust og vetur 2013 til 2014. Brúnir tónar og svarbrúnn maskari er nauðsyn í þetta útlit. Gucci og rokk Metallitir í fjólubláum og brúnum tónum slógu í gegn hjá Gucci. Klassískt og stílhreint. Alexander Wang og naumhyggja Þunn svört augnlína og annar farði í lágmarki. Naumhyggjan er inni á árinu 2014. n Þroski í stað sakleysis n Hitchcock-dömur framtíðar Christian Dior og náttúran Varirnar eins og litaðar af berjum eða blómum og augun í framtíðarstíl. Skemmtilegt fyrir áramótagleðina. Anna Sui og framtíðardömur Sjötti ára- tugurinn blandast vísindaskáldskap, skemmti- leg framtíðarsýn Önnu Sui sem sló í gegn á árinu. Notið þægilegan augnlínupenna eða túss til að móta línur og punkta undir augun. Skemmtileg förðunartrix Á gamlárskvöld langar flestum til þess að bregða út af vananum og skreyta sig ögn meira en venju- lega án þess að líma saman á sér augnlokin með augnháralími eða klæja í andlitið af óhóflegu magni glimmers. Hér eru nokkur einföld en haldgóð ráð til að margfalda glamúráhrif á gamlárskvöld. Tveir tónar af varalit Prófið að nota tvo tóna af vara- lit með mismunandi áhrif á efri og neðri vör. Hafið neðri vörina í sterkari lit með glossáferð og þá efri daufari og mattari. Áhrifin eru skemmtilega dramatísk. Fyllt inn í augnlínu Mótið augnlínuna þannig að þið getið fyllt inn í hana með öðrum lit, gylltum eða silfruðum. Gott er að nota augnlínutúss og inn í er gott að nota augnlínublýant. Óvenjuleg lína Prófaðu að breyta til í förðuninni með því að hafa línurnar skarp- ari og dramatískari. Hér er neðri augnlínan skáhallandi og skapar dramatísk áhrif. Glimmer í lágmarki Mótaðu augnskuggann eins og breiða augnlínu. Notaðu glimmeraugnlínupenna eða dustaðu glimmeri yfir litaða augnlínu. Sterkir litir Fallegur og grípandi litur í kring- um augun er skemmtilega dramatísk leið til þess að draga fram augun. Notaðu óhefð- bundna liti, ljósgrænan, bleikan eða rauðan. Útsölubrjálæðið byrjað Fyrstu útsölurnar ytra hófust á Þorláksmessu Gulleyrna- lokkar frá Isabel Marant Voru á 14.230 kr. Nú á 8.538 kr. Net a Porter Slá frá Alexander McQueen Var á 90.885 kr. Nú á 63.562 kr. Net a Porter Hunter- stígvél frá Harrods Voru á 47.435 kr. Eru á 28.271 kr. Harrods Skór frá Miu Miu Voru á 55.000 kr. Eru á 33.500 kr. Net a Porter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.