Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 74

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 74
Áramótablað 28. desember 201374 Lífsstíll F jölmargir selja flugelda nú fyrir áramótin, löng hefð er fyrir því að björgunarsveitirn- ar fjármagni starf sitt með sölu flugelda en auk þeirra eru fjöl- margir aðrir sem selja flugelda, bæði íþróttafélög og einkaaðilar. Flest- ir einkaaðilarnir gefa þó hluta af hagnaðinum til góðgerðamála. „Við erum búin að breyta fjölskyldu- pökkunum þannig að það eru tveir sem eru ekki með neinu smádóti, en tveir eru áfram með það líka,“ seg- ir Jón Ingi Sigvaldason hjá Lands- björg um nýjungar í flugeldasölunni. „Svo bjuggum við til krakkapakka fyrir nokkrum árum sem inniheld- ur allt þetta smádót sem krakkarnir eru að leita eftir en foreldrarnir eru kannski ekkert mjög spenntir fyrir,“ segir hann. „Við erum líka með rakettu- pakka sem í eru valdar rakettur sem er auðvelt að grípa með sér,“ seg- ir hann og nefnir sérstaklega Bleiku rakettuna sem sé sívinsæl en sagan segir að hún sé til komin vegna sér- stakra óska Dorritar Moussaieff for- setafrúar. „Bardagarnir eru mjög vinsælir og henta fyrir flesta,“ segir Jón Ingi og segir tertur yfirleitt með því vinsælla fyrir áramótin. Jón Ingi vill brýna fyrir öllum að fara varlega við meðferð flugelda og fylgja leiðbeiningum. „Allir eiga að vera með gleraugu og svo erum við með nýjung í ár, það er flug- eldagleraugnapoki sem fæst á næsta flugeldasölustað og ver gleraugun fyrir hnjaski þannig að það er hægt að nota þau ár eftir ár. Þú pakkar þeim bara nið- ur með jólaskrautinu og þar af leið- andi koma þau bara upp með skraut- inu aftur að ári. Því eins og þetta er skemmtilegt þá getur verið mjög leiðinlegt ef illa fer,“ segir hann. „Vinsælast hjá okkur hefur ver- ið tertupakki sem er með fimm tert- um í og svo stóru terturnar, þess- ar stærstu. Fólk er gríðarlega ánægt með þá því það fær svo mikið fyrir peningana,“ segir Högni Auðunsson hjá PEP Flugeldum. „Terturnar eru langt komnar með að leysa raketturn- ar af hólmi, í einni tertu sem kostar um 3.000 krónur eru kannski um 16 skot, það er eins og 16 rakettur. Það er þó alltaf ákveðin stemning að skjóta upp rakettum þannig að þær hverfa aldrei alveg en þær eru hlutfallslega miklu dýrari en terturnar.“ Kristófer Þorgrímsson hjá Súper flugeldum segir Krakkapakka sem þeir bjóða upp á það vinsælasta á boðstól- um. „Í þeim er allt þetta smádót sem krökkunum finnst skemmtilegt.“ Hann tekur undir vinsældir tert- anna. „Þær fara lægra upp svo menn sjá miklu betur hvað er að gerast. Flugeldarnir hins vegar fljúga hátt upp í himininn og menn sjá bara rétt í skottið á þeim.“ n Bleika rakettan pöntuð af Dorrit Hvað kostar? 49 skota terta n Landsbjörg: Guðrún 9.500 kr. (algengt verð) Grettir 14.100 kr. (algengt verð) n PEP Flugeldar: 8.900 kr. n Súper flugeldar: 1,2" hólkvídd 12.000 kr. / 2" hólkvídd 23.900 kr. Stjörnuljós n Landsbjörg: Miðstærð 400 kr. (algengt verð) n Súper flugeldar: 50 cm. 450 kr. n PEP Flugeldar: hjarta- og stjörnu- laga stjörnuljós 300 kr. Fjölskyldupakki n Súper flugeldar: 19.900 kr. n Landsbjörg: 8.900, 15.500, 19.800, 28.400 kr. (algengt verð) n PEP Flugeldar: 8.900 kr. og með rakettupakka á 9.900 kr. Um hver áramót verða slys af völdum flug- elda. Flestir slasast á höndum, en augnslys eru líka algeng þó svo að alvarlegum augnslysum hafi fækkað undanfarin ár vegna aukinnar notkunar flugeldagleraugna. Algengasta orsök þessara slysa er sú að leiðbeiningum er ekki fylgt. Um áramótin sjálf eru það fullorðnir karlmenn sem slasast helst, en dagana undan og eftir er algengara að ungir strákar slasist þegar þeir taka vörunar í sundur og búa til sínar eigin sprengjur. Slys tengd því fikti hafa mörg hver verið mjög alvarleg og áverkar oft bæði á andliti og á höndum þar sem einstaklingar hafa jafnvel misst hluta af útlim, fengið ævilangt lýti eða tapað sjón. Þegar flugeldum er skotið á loft þarf undir- staðan að vera stöðug og alla vega 20 metra frá húsum. Aldrei má kveikja í flugeldi sem haldið er á og alls ekki halla sér yfir flugelda eða skottertur sem verið er að kveikja á. Börn eiga alltaf að vera undir eftirliti fullorðinna nálægt flugeldum. Mikilvægt er að allir noti hlífðargleraugu, bæði börn og fullorðnir, hvort sem þeir kveikja í sjálfum flugeldunum eða ekki. Ágæt regla er að enginn fari út úr húsi á gamlárs- kvöld nema með gleraugu, sérstaklega ekki á staði eins og brennur þar sem margir safnast saman og eru jafnvel með skotblys eða skjóta upp flugeldum. Þeir sem eiga gæludýr verða að huga vel að þeim, halda þeim innandyra, hafa ljósin kveikt og útvarp í gangi til að minnka áhrifin af blossum og hvellum. n Skotterturnar vinsælastar n Fullorðnir karlmenn slasa sig helst á flugeldum Gætum varúðarAuður Alfífa Ketilsdóttirfifa@dv.is Vinsælar Flugeldasalar eru sammála um að tertur séu vinsælli en flugeldar. „Terturnar eru langt komnar með að leysa raketturnar af hólmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.