Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 90

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 90
90 Menning Sjónvarp Áramótablað 28. desember 2013 Sjónvarpsdagskrá M idsomer Murders-leikar- inn, Barry Jackson, lést fyrr í þessum mánuði, en hann hefur leikið réttarlækninn George Bullard frá því að þættirnir hófu göngu sína árið 1997. Jackson lést á heimili sínu þann 5. desem- ber síðastliðinn. Jackson hefur leik- ið lítið hlutverk í þáttunum sl. tvö ár, en í hans stað sem aðalréttarlækn- ir kom Tamzin Malleson í hlutverki Kate Wilding. Þættirnir hafa raunar tekið mikl- um breytingum að undanförnu. Fyrst var nýr lögreglumaður kynntur til sögunnar í stað Tom Barnaby, sem leikinn var af John Nettles, sem hafði þá farið með aðalhlutverkið í 13 ár. Í hans stað kom John Barnaby, sem leikinn er af Neil Dugeon. Í síðustu seríu hætti að auki leikar- inn Jason Hughes sem leikið hafði að- stoðarmann beggja Barnaby lögreglu- manna og á aðfangadag tók leikarinn Gwilym Lee við keflinu af honum í hlutverki Charlie Nelson. Breytingarn- ar hafa því verið umtalsverðar. Þættirn- ir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ITV í Bretlandi og njóta mikilla vinsælda ár eftir ár þrátt fyrir allar breytingarnar. Midsomer Murders gerast sem kunnugt er í ensku sveitinni Midsomer. Óhætt er að segja að ef hún væri raunverulega til væri hún sé einn hættulegasti staðurinn á Bret- landseyjum, en í hverjum þætti eru að minnsta kosti framin tvö morð. n astasigrun@dv.is Réttarlæknirinn látinn Aðdáendur trúir Midsomer Murders þrátt fyrir breytingarnar Laugardagur 28.desember Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 SkjárGolf 07:00 Barnatími Stöðvar 2 Barnaefni Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Villingarnir 07:45 Hello Kitty 07:55 Mamma Mu 08:00 Algjör Sveppi 09:15 Mörgæsirnar frá Madagaskar 09:40 Skógardýrið Húgó 10:05 Algjör Sveppi 10:25 Kalli kanína og félagar 10:50 Scooby-Doo! 11:10 Young Justice 11:35 Big Time Rush 12:00 Bold and the Beautiful 12:20 Bold and the Beautiful 12:45 My Sister's Keeper 14:30 Hið blómlega bú - hátíð í bæ (4:6) 15:00 Veturhús 16:10 Hátíðarstund með Rikku (4:4) 16:40 Óupplýst lögreglumál 17:10 Íslenski listinn 17:45 Sjáðu 18:13 Leyndarmál vísindanna 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir 18:55 Fangavaktin 19:40 Lottó 19:45 Spaugstofan - brot af því besta 20:20 Pitch Perfect 22:10 Django Unchained 8,5 Stórbrotin kvikmynd sem Quentin Tarantino leikstýrir með Jamie Foxx, Christoph Waltz, Leonardo DiCaprio, Kerry Washington og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. 00:55 The Mummy Returns 6,3 (Múmmían snýr aftur) Ævintýramynd sem gerist á Englandi árið 1933. Harðjaxlinn Rick O'Connell býr með eiginkonu og syni í Lundúnum. Svo vill til að múmían Imhotep er flutt til Evrópu og er ætlaður stað- ur á breska þjóðminjasafn- inu. En auðvitað vaknar múmían af svefni sínum og þá verður fjandinn laus. 03:00 Sea of Love Frank Keller (Al Pacino) er leynilögregla í New York borg. Hann fær það verkefni að elta uppi raðmorðingja og fellur fyrir hinni grunuðu. 04:50 It's Kind of a Funny Story 06:00 Pepsi MAX tónlist 14:20 Borð fyrir fimm (4:8) 14:50 Borð fyrir fimm (5:8) 15:20 Borð fyrir fimm (6:8) 15:50 Christmas Feast with Heston Blumenthal Jólaandinn svífur yfir frosnum vötnum í þessum girnilega þætti þar sem stjörnukokkurinn Heston Blumenthal ber fram rétti sem fá garnirnar til að gaula, jafnvel þótt jólaboð- inu sé nýlokið. 16:40 Sound of Music Upptaka frá nýrri uppfærslu á Sound of Music sem fjallar um Von Trapp fjölskylduna í Austurríki undir járnhæl nasismans. Idol stjarnan Carrie Underwood bregður sér í hlutverk hinnar söng- elsku barnfóstru Maríu. 18:55 Judging Amy (19:24) 19:40 Beyonce - Life Is But A Dream Einstök heimilda- mynd um stórstjörnuna Beyoncé Knowles. Hún leik- stýrir og framleiðir sjálf þar sem áhorfendur fá einstaka innsýn í líf hennar, bæði á opinberum vettvangi og innan veggja heimilisins. Auk þess er fylgst með henni á tónleikaferðalagi. 21:10 The Bachelor (9:13) 22:00 The Client List 6,6 (9:10) Spennandi þættir með Jennifer Love Hewitt í að- alhlutverki. Sam er þriggja barna móðir í Texas. Hún er hamingjusamlega gift en á í fjárhagsvandræðum. Hún bregður á það ráð að fara út á vinnumarkaðinn en þegar þangað er komið renna á hana tvær grímur. 22:45 Hawaii Five-0 (7:22) 23:35 Scandal (5:7) Vandaðir þættir sem fjalla um yfirhylmingu á æðstu stöðum í Washington. Olivia er aðalpersóna þáttanna og starfaði áður sem fjölmiðlafulltrúi í Hvíta húsinu. Hún hefur stofnað eigin almannatengslafyr- irtæki enda nóg að gera í rotinni borg fyrir ráðgjafa sem lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna. 00:25 The Client List (9:10) 01:10 The Mob Doctor (4:13) 02:00 Excused 02:25 Pepsi MAX tónlist 08:10 Solitary Man 09:40 Wall Street 11:45 Diary Of A Wimpy Kid: Dog Days 13:20 Two Weeks Notice 15:00 Solitary Man 16:30 Wall Street 18:35 Diary Of A Wimpy Kid: Dog Days 20:15 Two Weeks Notice 22:00 To Rome With Love 23:50 Battle Los Angeles 01:45 The Pelican Brief 04:05 To Rome With Love 14:40 Cold Feet (2:8) 15:30 Cold Feet (3:8) 16:20 Jamie's Family Christmas 16:40 Strákarnir 17:05 Friends (10:23) 17:50 Seinfeld (8:22) 18:15 Modern Family 18:35 Two and a Half Men (14:19) 19:00 Wipeout - Ísland 19:55 Bara grín (4:6) 20:25 Logi í beinni 21:15 Það var lagið 22:15 Besta svarið (4:8) 22:55 Stóra þjóðin (4:4) 23:25 Neyðarlínan 00:00 Beint frá messa 00:45 Tossarnir 01:25 Kolla 01:55 Pönk í Reykjavík (4:4) 07:05 Grimm (7:22) 07:50 Strike Back (6:10) 08:40 Tónlistarmyndbönd 14:05 Junior Masterchef Australia (16:16) 15:35 Tin Man (1:2) 17:05 The Amazing Race (4:12) 17:50 Offspring (2:13) 18:35 The Cleveland Show (16:21) 19:00 Around the World in 80 Plates (7:10) 19:45 Raising Hope (16:22) 20:05 Don't Trust the B*** in Apt 23 (10:19) 20:30 Cougar town 4 (1:15) 20:55 Dark Blue (3:10) 21:40 The Tournament 23:10 The Vampire Diaries (16:22) 23:50 Do No Harm (3:13) 00:35 Around the World in 80 Plates (7:10) 01:20 Raising Hope (16:22) 01:45 Don't Trust the B*** in Apt 23 (10:19) 02:05 Cougar town 4 (1:15) 02:30 Dark Blue (3:10) 03:15 The Tournament 11:30 Spænski boltinn 2013-14 13:10 Spænski boltinn 2013-14 14:50 World's Strongest Man 2013 15:20 NBA (NB90's: Vol. 5) 15:50 Dominos deildin 17:45 NBA 2013/2014 19:35 NBA 20:35 NBA 2012/2013 22:30 The Royal Trophy 2013 07:20 Enska B-deildin 09:00 Match Pack 09:30 Man. City - Liverpool 11:10 Ensku mörkin (23:40) 12:05 Enska úrvalsdeildin 12:35 West Ham - WBA 14:50 Norwich - Man. Utd. 17:20 Cardiff - Sunderland 19:30 Man. City - Crystal Palace 21:10 Aston Villa - Swansea 22:50 Hull - Fulham 00:30 Laugardagsmörkin 01:35 Norwich - Man. Utd. 06:00 Eurosport 10:00 Ryder Cup 2012 (3:3) 21:00 Ryder Cup Official Film 2002 23:00 THE PLAYERS Official Film 2013 (1:1) 23:50 Eurosport RÚV 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (25:26) 07.04 Háværa ljónið Urri (40:52) 07.15 Teitur (25:26) 07.25 Múmínálfarnir (25:39) 07.35 Hopp og hí Sessamí 08.00 Um hvað snýst þetta allt? (1:52) 08.05 Sebbi (40:52) 08.16 Friðþjófur forvitni (7:10) 08.39 Úmísúmí 09.02 Paddi og Steinn (136:162) 09.03 Abba-labba-lá (21:52) 09.16 Paddi og Steinn (137:162) 09.17 Kung Fu Panda (11:17) 09.40 Teiknum dýrin (6:13) 09.45 Robbi og Skrímsli (14:26) 10.07 Sænskt vandamál Jólasveinsins 10.18 Stundin okkar 888 e 10.45 Ofvitinn 12.20 Orðbragð (5:6) 888 e 12.50 30 ára afmælishátíð FTT (1:3) 888 e 13.40 Aska 888 e 14.35 Á götunni (6:8) 15.05 Leynilíf Walters Mittys (The Secret Life of Walter Mitty) Hér er á ferðinni frumgerð myndarinnar um Walter Mitty frá árinu 1947. 16.50 Mótorsystur (Motor- systrana) 17.10 Sveitasæla (5:20) 17.20 Grettir (10:52) 17.33 Verðlaunafé (6:21) 17.35 Vasaljós (6:10) 18.00 Táknmálsfréttir 18.10 Skólaklíkur (2:20) (Greek V) 18.54 Lottó 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.30 Íþróttamaður ársins 2013 20.35 Vertu viss (8:8) 888 21.30 30 ára afmælishátíð FTT (2:3) 888 e Upptaka frá 30 ára afmælishátíð Félags tónskálda og textahöfunda í Hörpu fyrr í vetur. Í þætti koma fram Björn Jörundur, Ragnheiður Gröndal og Valdimar og syngja Megas & Björk. 22.20 Kóngaglenna (En kongelig affære) Dönsk stórmynd sem gerist árið 1767. Breska prinsessan Karólína giftist Kristjáni sjöunda Danakonungi sem er veikur á geði. Hún tekur upp ástarsamband við Johann Struensee, líflækni konungs, og saman hrinda þau af stað byltingu sem breytir lífi fólks í landinu. 00.35 Ökuþór 7,9 (Drive) Dularfullur maður sem er áhættuleikari, bifvélavirki og ökuþór í Hollywood lendir í vandræðum eftir að hann hjálpar nágrannakonu sinni. Leikstjóri er Nicoals Winding Refn og meðal leikenda eru Ryan Gosling og Carey Mulli- gan. Bandarísk spennumynd frá 2011. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 02.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok ÍNN 17:00 Eldað með Holta 18:00 Hrafnaþing 19:00 Eldað með Holta 20:00-00:00 Hrafnaþing Réttarlæknirinn Barry Jackson sést hér að störfum í Midsomer Murder. E itt það leiðinlegasta við að verða fullorðinn er að glata hæfileikanum til gleðjast yfir hversdagslegum at- burðum eins og jólunum. Jólin hætta að verða sérstök og eru ekki annað en einn viðburður í röð óhjákvæmilegra, árlegra uppákoma sem fullorðna fólkið tekur þátt í án sérstakra tilfinn- inga. Þessi tími, sem í æsk- unni var svo dýrðlegur og hjúpaður hlýju og spennu, verður að flatneskju með ár- unum. Ætli dauðinn geti ekki meðal annars falist í því að við hættum að undrast, hættum að hrífast að hversdagslegum hlutum: Gleymum okkur ekki yfir litlu eða nánast engu. Hættum að finna sérstaklega til sterkra tilfinninga í garð venjulegra hluta. Allt verð- ur eins og allt verður ekkert; ekk- ert verður allt. Undrunin kemur aldrei því hrifnæmið fer. En svo koma börnin til sögunnar og þá breyt- ist allt: Jólin verða aftur þessi ævin- týralegi tími sem flestir muna eftir úr barnæskunni. For- eldrar upplifa jólin í gegnum börnin sín og aftur verður svo gam- an. Jólin byrja aftur að rísa upp úr flatneskjunni. Barnið þarf ekki annað en jóladagatalið til að birti yfir öllu stundarkorn. Jólin verða ekki sjálf sá tími sem for- eldrið hlakkar til heldur hlakkar það til að upplifa jólin í gegnum börnin sín. Ég á tvö börn: Hallgrím þriggja ára og Fríðu Bryndísi eins og hálfs. Hallgrímur er orðinn nógu stór til að skilja út á hvað jólin ganga – að hluta – á með- an Fríða Bryndís er of lítil til að átta sig á því: Á morgnana bíð- ur Múmínálfa-dagatalið eftir honum og skór með einhverju sniðugu frá jólasveininum. Hver morgunn er hlaðinn spennu þess sem vaknar til einhvers sem hann getur ekki beðið eftir: Hall- grímur vill fara fram úr sem fyrst til að skoða í skóinn. Erfitt getur verið að halda honum í rúminu því eftirvæntingin sækir á hann á hverjum degi, alveg sama hversu oft hann hefur fengið í skóinn: Þetta er alltaf jafn gaman á hverjum degi. Svo bætast við aðr- ir litlir hlutir: Í ís- skápnum er jóla- drykkurinn „kalt og appelsín“ sem verður staðgeng- ill matar fyrir Hall- grím í aðdraganda jólanna á meðan pakk- arnir hrannast upp undir trénu sem hann er svo stoltur að hafa skreytt með ömmu sinni. Morgnana fyrir aðfangadag er ekki bara spurt hvort kíkja megi í skóinn heldur hvort ekki sé kom- inn tími til að opna pakkana líka. Biðin eftir pökkunum verður nánast óþolandi og Hall- grímur fær tvívegis að taka forskot á sæl- una og opna pakka á undan öðrum. Þessi eftirvænting er nægileg til að fylla daga foreldranna af gleði vegna jólanna sem horfin hefur verið úr jólaundirbúningnum í tuttugu ár. Stundum er sagt að tvisvar verði gamall maður barn – í upp- hafi lífs og í lok þess – en segja má einnig að tvisvar verði full- orðinn maður barn – þegar hann slítur barnsskónum sjálfur og svo þegar hann eignast börn og geng- ur í barndóm gegnum þau. Þessi tilfinning er sjaldan eða aldrei eins og nærtæk og á jólum þegar barnsleg hrifningin yfir undrum hátíðanna lýsir upp lífið og yljar. Jólin verða aftur að jólum og full- orðna fólkið að jólabörnum sem upplifa aftur sterkar tilfinningar yfir hátíðarnar. n Fullorðið jólabarn Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Helgarpistill „Þessi eftirvænting er nægileg til að fylla daga foreldranna af gleði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.