Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.01.2015, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 19.01.2015, Qupperneq 44
19. janúar 2015 MÁNUDAGUR| MENNING | 20 Að lifa í jafnvægi Holl fæða hjálpar okkur að skapa stöðugleika í líkamanum og lífinu. Ab vörurnar stuðla að lifandi jafnvægi. Nú líka í1 lítraumbúðum Herstöðin á Miðnesheiði var reist af Bandaríkjaher árið 1951 eftir að Bandaríkjamenn og Íslendingar gerðu með sér varnarsamkomulag. Þar voru um 5.700 manns þegar mest var. Á svæðinu voru verslanir, skólar, sjúkrahús, kvikmyndahús, íþróttahús og skemmtistaðir auk íbúðar- húsa og hernaðarmannvirkja. Svæðið var lokað og þar var allt með öðru sniði en Íslendingar áttu að venjast. Stöðinni var lokað árið 2006 og Bandaríkjamenn yfirgáfu landið eftir 55 ára hersetu. ➜ Um herstöðina „Mér fannst hin eyðilega herstöð í Keflavík frábært umhverfi til að mynda, bæði vegna sögulegs samhengis og listrænna möguleika. Þetta tvennt reyndi ég að sameina,“ segir Bragi Þór Jósefsson ljós- myndari sem opnar sýningu í Ljósmyndasafni Íslands í dag. Einnig gefur Crymogea út bók í tengslum við sýninguna. Bragi hóf að mynda svæði varnarliðsins í Keflavík skömmu eftir að herinn hafði yfirgefið stöðina árið 2006 og hélt því áfram allt fram á árið 2008. „Fyrst þegar ég fór þarna suður eftir var ég með Tinna Sveinssyni sem var ritstjóri Húsa og híbýla þá. Síðan fór ég margar ferðir, fékk leyfi hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflug- vallar sem sá um svæðið og fékk að skoða allt sem mig langaði,“ segir Bragi Þór sem kveðst geta fullyrt að enginn eigi aðrar eins myndir. „Reyndar kom einn erlendur ljósmyndari einu sinni eða tvisvar en enginn á svona safn og þetta er eitthvað sem aldrei verður hægt að mynda aftur.“ gun@frettabladid.is Sögulegt og listrænt Yfi rgefi n herstöð í íslensku hrauni birtist mannlaus og framandi í myndum Braga Þórs Jósefssonar sem sýndar eru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. LJÓSMYNDARINN „Nokkrar af þessu myndum sýndi ég á Endurkasti, samsýningu Félags íslenskra samtímaljósmyndara árið 2012, en þetta er heildardæmið,“ segir Bragi Þór. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á HEIÐINNI Svæði varnarliðsins var rammlega girt af og enginn komst þangað öðruvísi en um vaktað hlið– nema fuglinn fljúgandi. MYND/BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON Í BÍÓINU Engar kvikmyndasýningar úr villta vestrinu meir, ekki einu sinni „bráðum“. MYND/BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON „Ég ætla að fjalla aðeins um sköpunargáfuna. Hún kemur við sögu í leitinni að hamingju því hún býr í öllu fólki og kenning- ar eru um að með því að rækta hana upplifi það meiri ham- ingju,“ segir Gunnar Hersveinn um efni heimspekikaffisins í Gerðubergi á miðvikudaginn. Hann segir sköpunina ekki endilega þurfa að tengjast list, heldur geti hún nýst við hin ólíkustu verkefni svo sem til- raunir og þekkingarleit. „Með sköpunargáfunni leitum við til dæmis að visku í bókmenntum, við lesum sögu og hún veitir okkur innsýn í mannlegt eðli,“ segir hann og kveðst hafa mik- inn áhuga á að varpa ljósi á sam- band hamingju og sköpunar. Ásamt Gunnari mun Hrefna Guðmundsdóttir félagssál- fræðingur leiða umræður um hamingjuna á heimspekikaffinu á miðvikudaginn og reyna að finna þráðinn milli sköpunar og hamingju með hjálp gesta. Mikil aðsókn hefur verið á heimspekikaffið í Gerðubergi að undanförnu. Dagskráin þar hefst klukkan 20. - gun Sköpunarkraft urinn og hamingjan Gunnar Hersveinn rithöfundur og Hrefna Guð- mundsdóttir félagssálfræðingur leiða umræður um sköpun og hamingju í Gerðubergi 21. janúar. RITHÖFUND- URINN „Ég hef mikinn áhuga á að varpa ljósi á samband hamingju og sköpunar,“ segir Gunnar Hersveinn. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /A RN ÞÓ R BI RG IS SO N MENNING 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 E C -7 5 2 8 1 7 E C -7 3 E C 1 7 E C -7 2 B 0 1 7 E C -7 1 7 4 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.