Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 10
Þriðjudagur 26. ágúst 200810 Fréttir „Það verður rigning að mestu út vikuna og um helgina. Þó verður frekar milt veður en það er ekki að sjá að kuldakast sé á leiðinni,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, spurður hvort sumarið sé á enda. Tíðarfarið það sem af er sumri minnir um margt á veðurfarið í fyrra. Þá var einmuna blíða fram eftir sumri þar til síðasta vikan í ágúst rann upp. Þá rigndi eldi og brennisteini langt fram eftir hausti. Þorsteinn segir ekkert líta út fyrir að sú verði raunin nú. „Það er rétt að það rigndi mikið í fyrra. Það er þó ekkert sem bendir til þess að það muni rigna jafnmikið og þá. Það er lægð að þvælast í kringum landið núna og henni fylgir sú úrkoma sem við höfum fundið fyrir núna. Við sjáum eitthvað inn í september en það er ekki annað að sjá en að það verði hlýtt áfram,“ segir Þorsteinn. Berjaspretta hefur verið með besta móti í sumar. Þorsteinn hvetur fólk til að drífa sig í berjamó áður en fyrsta frostið kemur. Hann segir að stund- um geti komið næturfrost í lok ágúst og september og því sé um að gera að drífa sig meðan enn er hlýtt. Hann seg- ir þó að algengast sé að það frysti ekki fyrr en í október eða nóvember. „Það er ekkert frost í kortunum, nema helst á hálendinu, en það borgar sig varla að bíða lengi með að tína berin,“ seg- ir hann. SUMARIÐ ER EKKI BÚIÐ BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Við sjáum eitthvað inn í september en það er ekki annað að sjá en að það verði hlýtt áfram.“ Veðurfræðingur segir ekkert benda til álíka vætu nú og í fyrrahaust. Næstu vikuna heldur rigningin þó áfram. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hvetur fólk til að drífa sig í berjamó áður en næturfrost lætur á sér kræla. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Guðni reiður bönkunum... Á fjölmennum fundi í Borgarnesi í gærkvöldi lýsti Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, þeirri skoðun sinni að skipta þyrfti upp íslenskum bönkum og fjármálastofnunum. Hann sagði fjármálastofnanir hafa farið offari á undanförn- um árum og tryggja þyrfti hlutdeild þeirra í viðskipt- um þannig að þær létu ekki stjórnast af fjárfestingabrölti. „Hví gerðu hvorki Fjármála- eftirlitið né Seðlabankinn at- hugasemdir við 105 prósenta íbúðalán bankanna sem voru í raun aðför að Íbúðalána- sjóði?“ spurði Guðni. ...og Geir og Ingibjörgu Þá sagðist Guðni kunna þeim Geir H. Haarde og Ingi- björgu Sólrúnu Gísladótt- ur litlar þakkir fyrir að hafa lagt landbúnaðarráðuneytið niður og vitnaði í Einar Odd Kristjánsson. Guðni sagði Ingibjörgu og Geir hafa farið austur á Þingvöll þar sem þau stungu landbúnaðar- ráðuneytinu ofan í skúffu. Hann sagði þetta ófyrirgef- anleg skemmdarverk á þessu mikilvæga ráðuneyti. „Einar Oddur Kristjánsson, vinur minn heitinn, sagði: „Vertu rólegur, við munum snúa þessu í sumar.“ Ég sakna Ein- ars Odds.“ Regnhlífar á Laugavegi Mikið hefur rignt á landinu síðustu daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.