Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 26. ágúst 2008 11Neytendur Lof&Last n Lofið fær starfsmaður í timburdeild Byko úti á granda fyrir góða þjónustu. Viðskiptavin vantaði byggingarplast og veitti starfsmaður- inn prýðis- þjónustu. Fann fyrir viðskiptavin- inn það hagstæðasta sem hann gat keypt. Það kallar maður góða þjónustu. n Lastið fær remax. Maður sem hefur skoðað margar íbúðir verður alltaf fyr- ir vonbrigðum eftir að hafa skoðað myndir frá remax. svo virðist sem víðsjárlins- urnar sem þeir nota til að taka myndir geri íbúðirnar miklu stærri en þær eru í raun og veru. Er mjög villandi fyrir fólk. Afnotagjöld af Stöð 2 hækka í byrjun september: Stöð 2 hækkar verð Þann 5. september næstkomandi mun Stöð 2 hækka verð á afnota- gjöldum um 7,16 prósent. Mánað- argjald á Stöð 2 mun þá fara úr 5.590 krónum í í 5.990 krónur. Stöð 2 Sport hækkar um 8,7 prósent, Stöð 2 Sport 2 um 9,1 prósent og algengasti Fjöl- varpspakkinn mun hækka um 6,4 prósent. Ljóst er að hækkanir verða um- talsverðar en í dag kostar allur áskriftarpakkinn samtals um 18.700 krónur. Verð á honum mun því fara yfir 20 þúsund krónur eftir hækkan- irnar. Þeir sem eru í vildarklúbbun- um fá afslátt og til að vera í honum þarf að gera 12 mánaða bindisamn- ing. Afslátturinn er mishár. Ef mað- ur er bara með Stöð 2 fær maður 5 prósenta afslátt, borgar 5.690 krón- ur, sem er hærra en verð er í dag. Ef maður fær sér Stöð 2 og Sportpakk- ann fær maður 25 prósenta afslátt og ef maður fær sér allan pakkann er af- slátturinn orðinn 30 prósent. Í fréttatilkynningu frá 365 segjast þeir hafa keppst við að halda hækk- unum í lágmarki og geta þess að vísi- tala neysluverðs hefur hækkað síðast- liðið ár sem nemur 13,5 prósentum. Afnotagjaldið hjá Stöð 2 hækkaði síðast í janúar á þessu ári um nokk- ur hundruð krónur. Á rúmu hálfu ári hefur því afnotagjald af Stöð 2 hækk- að um heilar þúsund krónur. Klöpp 165,70 181,60 Bensín dísel Öskjuhlíð 158,10 173,90 Bensín dísel Laugavegi 165,10 181,60 Bensín dísel Miklubraut 156,00 171,80 Bensín dísel Starengi 164,10 179,90 Bensín dísel Salavegi 164,10 179,90 Bensín dísel Skógarseli 164,20 180,10 Bensín díselel d sn ey t i Skiptar skoðanir eru á hvort hið vinsæla spelt sé í raun og veru hollara en hveiti. Eftir að það kom fram á sjónarsviðið á ný hafa margir skipt hveitinu út fyrir spelt í átt að frekari hollustu. Hægt er að treysta á að viðurkennt lífrænt spelt er hollara en hveiti. Spelt sem sumir bakarar nota er blandað og engu hollara en hveitið. „Það þarf að vanda valið,“ segir Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti. Spelt er holl- ara en hveiti Blandaður sushi-bakki sushi verður vinsælla með hverjum deginum og er hægt að fá „take- away“ bakka á nokkrum stöðum í reykjavík. gerð var verðkönnun á þeim stöðum á blönduðum sushi- bakka. Spelt inniheldur meira prótín og flóknari kolvetni en venjulegt hveiti. Inga Kristjánsdóttir nær- ingarþerapisti segir að það sé mjög næringarríkt og góður kost- ur í stað hveitis. „Það er bara eins og með hveitið, heilhveitimjöl- ið inniheldur mestu næringuna, svo því grófara sem speltið er, því hollara,“ segir Inga. Lífrænt eða blandað? „Það skiptir öllu máli hvern- ig speltið er,“ segir Inga. Munur er á hvort það sé keypt frá við- urkenndum framleiðanda eða hvort það er blandað. „Því miður er blandað spelt notað í sumum bakaríum og eru þá bakarar að kaupa ódýrt spelt sem búið er að blanda við hveiti. Þá er það ekki þessi hollusta lengur sem verið er að leita að,“ segir Inga og legg- ur áherslu á að fólk verður að vanda valið. Hægt er að fá viðurkennt lífrænt spelt í flestum heilsubúðum og í heilsuhillum í stórmörk- uðum. Kostir spelts Í spelti er mun meira af B-vít- amíni en í hveiti. Það er auðugt af trefjum og inniheldur hærra magn prótíns. Auk þess eru kolvetnin flóknari en í hveiti. Næring- in endist því mun lengur. Spelt er ævaforn korn- tegund sem á sér sögu mörg þúsund ár aftur í tímann. Það er erfið- ara í ræktun en hveiti og líklegasta skýringin á því hversu lítið það hefur verið notað. Vegna þess er talið að sníkjudýr og mengun eigi ekki leið inn í kornið sjálft og það því mjög hentugt í lífræna rækt- un. „Það virðist hafa náttúrulega vernd gegn mengunaráhrifum,“ segir Inga. Ókostir spelts „Það verður að athuga að spelt er ekki glútenlaust þó svo glúten- ið virki ekki eins og í hveiti,“ seg- ir Inga. Það er ekki eins árásargjarnt þrátt fyrir að það sé slatti af því í spelti. Í bakstri þarf að nota meira lyftiefni þegar not- að er spelt vegna þess að það er þyngra en hveiti. Að öðru leyti er það engu síðra. Þrátt fyrir að spelt sé í tísku þarf að passa, með tilliti til óþols, að viðhalda fjölbreytni. Of mikil neysla á ákveðinni mat- artegund getur leitt til óþols. „Það er sniðugt að kynna sér fleiri teg- undir eins og bókhveiti, maís og bygg en það er að verða vinsælla í brauðbakstur,“ segir Inga. Brauðhúsið í Grímsbæ Spelt er í raun og veru hollara en hveitið þar sem næringarefnin eru fleiri. Það skiptir bara miklu máli um hvers konar spelt er að ræða. „Við erum heppin að hafa Brauðhúsið í Grímsbæ en þeir eru bara með brauð úr lífrænu spelti,“ segir Inga. Það er því hægt að treysta á að þar fái maður þau hollu næringarefni sem maður sækist eftir. SUSHI-bakkar Ósushi 8 bitar 930 kr. Sushisbarinn 12 bitar 1650 kr. Sushismiðjan 10 bitar 1790 kr. Nings 10 bitar 1390 kr. ÍsLensKa hand- BoLtaLandsLiðið Best „Ég verð bara að fá að hrósa íslenska hand- boltalandsliðinu,“ segir Ólafur darri Ólafs- son leikari. „Ég gæti ekki verið ánægðari með þá þessa dagana. tárin hafa trillað nið- ur kinnanar við alla þessa sigra. Þeir geta ekki fengið nóg klapp á bakið fyrir það sem þeir eru búnir að gera.“ neytendur@dv.is uMsjÓn: ásdís Björg jÓhannEsdÓttir, asdis@dv.is Neyte ur neytandinn afnotagjöldin af stöð 2 munu hækka um 7,16 prósent í september. „Því miður er það not- að í bakaríum og eru þá bakarar að kaupa ódýrt spelt sem búið er að blanda við hveiti.“ er spelt í raun og veru hollara en hveiti? Ef marka má næringarinnihald er spelt miklu hollara en hveiti. Miklu skiptir þó að það sé lífrænt viður- kennt spelt. annað er svik og engu hollara en hveiti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.