Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 26. ágúst 200812 Fréttir Aðskilnaðarhéruð fái sjálfstæði Rússneska þingið hefur ákveðið að viðurkenna sjálfstæði aðskiln- aðarhéraða Georgíu; Suður-Osse- tíu og Abkasíu. Ákvörðun þings- ins kemur í kjölfar átaka Rússa og Georgíumanna undanfarnar vikur, en rússneskt herlið hóf að draga sig til baka úr Georgíu í síð- ustu viku eftir tíu daga hersetu. Rússar munu þó enn hafa viðveru á landamærum Suður-Ossetíu, sem að þeirra sögn sé hugsuð til að koma í veg fyrir frekari ágang Georgíumanna í héraðinu. Niður- staða rússneska þingsins var ein- róma en Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, mun engu að síður eiga lokaorðið. Antonia Rungi er kaþólskur prest- ur frá Ítalíu sem svarið hefur skírlíf- iseið, en það þýðir ekki að hann sé hættur að vera karlmaður, eða Ítali. Rungi er þeirrar skoðunar að hug- myndir almennings um nunnur séu of neikvæðar og ætlar hann því að setja upp fegurðarsamkeppni fyrir nunnurnar á netinu. „Haldið þið virkilega að all- ar nunnur séu gamlar og visnar kerlingar? Svoleiðis er það nú al- deilis ekki lengur. Það eru nunnur frá Afríku og Suður-Ameríku sem eru virkilega huggulegar. Sérstak- lega þessar brasilísku,“ er haft eft- ir hinum óhefðbundna séra Rungi. „Systir Ítalía“ heitir keppnin og ólíkt ungfrú Ítalíu þá mun keppnin fara fram á netinu. Í næsta mánuði mun Rungi setja myndir af nunn- unum, sem vilja taka þátt, á netið, þar sem Ítölum verður gefinn kost- ur á að gefa þeim einkunn og kynna sér persónuleika þeirra. Þótt ótrú- legt megi virðast þá var það ekki hinn kaþólski prestur sem átti upp- haflegu hugmyndina að fegurðar- samkeppninni, heldur nunnurn- ar. Rungi segir að hugmyndin hafi kviknað þegar hann var að spjalla við nokkrar systur á strönd nærri Napólí á dögunum þegar hann var stadd- ur í einum af sínum óhefðbundnu herferðum til að fá sólbaðstranda- gesti til að fara með bænaþulur sín- ar. Hvort nýjasta athæfi hans falli í kramið hjá æðstu stjórnendum kirkj- unnar, á enn eftir að koma í ljós, en Rungi beitir oftar en ekki afar nýstár- legum aðferðum í boðun hins himn- eska orðs. mikael@dv.is Kaþólski presturinn Antonio Rungi leitar að fegurstu nunnu Ítalíu: Fegurðarsamkeppni nunna á netinu Systur Ítalíu antonio rungi segir að nunnur nútímans njóti ekki sannmælis og vill sýna heiminum hvað þær eru fallegar. MálglAður reynslubolti Repúblikanar í Bandaríkjunum telja sig himin höndum hafa tekið eftir að Barack Obama tilkynnti varaforseta- efni sitt; Joe Biden. Biden hefur orð á sér fyrir að tala áður en hann hugs- ar og eftir áratuga veru í bandarískum stjórnmálum er af nógu að taka. Í Biden sjá rebúblikanar ótæmandi uppsprettu til gagnrýni og nú þegar ku hafa vaknað hugmynd að límmiða sem á stendur „Obama bin Biden“. En þó að repúblikanar hlakki til baráttu gegn honum og hafi nægan efnivið að moða úr velkist enginn í vafa um að Biden er verðugt vara- forsetaefni. Joe Biden hefur aldur- inn, persónutöfrana, upprunann og reynsluna með sér. Laganám og hjónaband Joe Biden fæddist þann 20. nóvem- ber 1942 í Scranton í Pennsylvaníu. Joe Biden er elstur fjögurra systkina, en fjölskylda hans flutti til Delaware þegar hann var tíu ára þar sem faðir hans starfaði við bílasölu. Joe Biden lagði stund á nám í sögu og stjórnmálafræði og fór síð- an í lögfræði í lagaháskólanum í Syrakúsu. Árið 1966, á meðan hann var í laganámi, kvæntist hann Neiliu Hunter. Með Neiliu eignaðist hann þrjú börn, tvo syni og eina dóttur. Joe Biden missti eiginkonu sína og dóttur í bílslysi 1972, skömmu eftir að hann var kjörinn í öldungadeild- ina. Synir hans slösuðust alvarlega í sama bílslysi, en náðu sér að lokum að fullu. Að áeggjan vina sinna ákvað hann að draga sig ekki í hlé til að geta sinnt sonum sínum, en þess í stað lagði hann á sig eins og hálfs tíma lestarferð daglega frá heimili sínu í úthverfi Wilmington til Wash- ington D.C. Þeim sið hefur hann haldið allar götur síðan. Öldungadeildin Árið 1977 kvæntist Joe Biden á ný, Jill Tracy Jacobs, og eiga þau eina dóttur saman. Joe Biden gekkst undir skurðaðgerð árið 1988 vegna tveggja slagæðargúlpa í heila og var frá öld- ungadeildinni um sjö mánaða skeið í kjölfarið. Joe Biden er sjötti yngsti einstakl- ingurinn í sögu Bandaríkjanna sem kjörinn hefur verið í öldungadeild- ina og státar enginn öldungadeild- arþingmaður frá Delaware af lengri tíma í deildinni. Hann hefur setið sex kjörtímabil í öldungadeildinni og hefur sjötta lengsta tímann þar hvort heldur er horft til demókrata eða repúblikana. Joe Biden hefur átt sæti í utan- ríkismálanefnd öldungadeildar- innar og er nú um stundir formað- ur nefndarinnar. Hann lét mikið að sér kveða þegar stríðið á Balk- anskaga stóð yfir og studdi George W. Bush, Bandaríkjaforseta, í kjöl- far árásanna 11. september 2001. Andastaða hans við innrás í Írak, nema sem þrautalendingu í þeirri deilu var þó á skjön við vilja Bush og hauka hans. Síðan þá hefur hann gagnrýnt stefnu ríkisstjórnar Bush í Íraks- stríðinu og sagt að fjölga þurfi her- mönnum, sækja víðtækari stuðn- ings til alþjóðasamfélagsins og sýna bandarísku þjóðinni hreinskilni hvað varðar gang mála í stríðs- rekstrinum. Eitt af því sem Joe Bid- en hefur stungið upp á sem lausn á átökum sjíta og súnnía, og mál- efnum Kúrda í Norður-Írak, er að skipta landinu upp þannig að þeir fengju „andrými“ í eigin héruðum. Forsetaframboð og ritstuldur Joe Biden bauð sig fram til emb- ættis forseta 1987 og var lengi framan af vænlegur kostur. En þeg- ar leið á dróst hann aftur úr keppi- nautum sínum. Í september varð framboð Bidens fyrir verulegu áfalli þegar hann gerði að sínum orð Neils Kinnocks, þáverandi leið- toga breska Verkamannaflokksins. Skömmu síðar kom í ljós að Joe Biden hafði, þegar hann nam lög í háskólanum í Sýrakúsu, orðið upp- vís að ritstuldi í ritgerð sem hann skrifaði um lögfræðileg efni. Bid- en hafði þá kennt því um að hann hefði ekki þekkt til hlítar reglur um notkun tilvitnana. Hann fékk að taka það próf aftur. Einnig kom í ljós að Biden hafði farið heldur frjálslega með afrek sín á námsárunum og hafði ekki verið sá námshestur sem hann vildi láta í veðri vaka. Joe Biden dró framboð sitt til baka 23. september 1987. Í kjölfarið kom í ljós að fólk í her- búðum Michaels Dukakis, keppi- nautar Bidens, hafði útbúið mynd- band þar sem ritstuldur Bidens á ræðu Neils Kinnocks var tíundaður, og hafði myndbandinu verið dreift til fréttaveita. Í kjölfarið rak Duka- kis John Sasso, framkvæmda- og starfsmannastjóra, framboðsins. Forsetaframboð Joe Biden tók einnig slaginn í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur hvað hæst í Bandaríkjun- um. Honum var meðal annars tal- ið það til tekna að hann tilheyrði „skynsamlegri miðju demókrata- flokksins“. En þeir voru til sem töldu að kjafturinn yrði Joe Biden að falli og hann olli þeim ekki vonbrigðum. Joe Biden dró sig í hlé í janúar þeg- ar forval fór fram í Iowa. Í júní gaf Biden út þá yfirlýs- ingu að hann myndi þekkjast boð um embætti varaforseta ef til þess kæmi. Þann 23. ágúst var staðfest að Barack Obama og Joe Biden myndu hlaupa lokasprett kosningaslags- ins saman. Með vali sínu hefur Bar- ack Obama styrkt stöðu sína gagn- vart þeim sem telja að hann skorti reynslu í utanríkismálum. Með val- inu sló hann tvær flugur í einu höggi því Biden hefur reynslu af hvort tveggja öryggismálum og öryggis- málum þjóðarinnar. KoLbeinn þoRSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is barack obama hefur tilkynnt um varafor- setaefni sitt. Fyrir valinu varð Joe biden, öld- ungadeildarþingmaður frá Delaware. Biden getur veg- ið upp á móti meintu reynsluleysi Obama í utanríkismálum, en hefur verið gagnrýndur fyrir að tala áður en hann hugsar. Í hópi stuðningsfólks joe Biden tekur lokaorrustuna við hlið Baracks Obama. „Ég meina, hér höfum við fyrsta meginstraums þeldökka Bandaríkja- manninn sem er skýrmæltur og klár og vel útlítandi náungi, ég meina, þetta er eins og í sögu.“ Þessi ummæli sem joe Biden viðhafði um Barack Obama voru túlkuð á versta veg, enda má lesa út úr þeim ákveðna skoðun um þeldökka Bandaríkjamenn. En ef, líkt og þeir sem vit hafa á segja, komma er sett þar sem hún á að vera, á eft- ir Bandaríkjamanninn, breytist inntak setningar- innar verulega. joe Biden hefur enda fullyrt að þetta hafi átt að vera hrós. „Það er aðeins þrennt sem setningar hans innihalda: nafnorð, sagnorð og 9/11.“ um rudy giuliani. „Stærstan hluta fjölgunar íbúa Delaware má rekja til Indverja sem flytja frá Indlandi. Þú getur ekki farið út í 7- Eleven eða Donkin´ Donuts án þess að tala með smá indverskum hreim. Ég er ekki að grínast.“ um stuðning sinn frá samfélagi Bandaríkjamanna af indverskum uppruna. Einnig þessi ummæli sagði hann hafa verið hugsuð sem hrós. Nokkrar tilvitNaNir eigNaðar Joe BideN „Í hreinskilni sagt, held ég að ég sé reynslumeiri en hinir frambjóðendurnir, málefnin sem bandarískur almenningur stendur frammi fyrir eru öll í hjólbörun- um mínum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.