Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 200816 Ættfræði FÓLK Í FRÉTTUM 30 ára n Irene Lund Lindegaard Furulundi 6p, Akureyri n Anita Uliasz Áshamri 61, Vestmannaeyjar n Friðjón Sigurðarson Laugavegi 49, Reykjavík n Tanja Aðalheiður Larsen Hrafnhólum 8, Reykjavík n Jóhannes Már Dagbjartsson Urðarkoti 1, Borgarnes n Snæbjörn Ingvarsson Erluási 64, Hafnarfjörður n Sólrún Dögg Baldursdóttir Hamrahlíð 20, Vopnafjörður n Árni Jóhannsson Álfkonuhvarfi 53, Kópavogur n Hreinn Vídalín Sigurgeirsson Hjaltabakka 18, Reykjavík 40 ára n Romuald Marian Petlicki Hafursárufs, Egilsstaðir n Sigríður Guðmundsdóttir Móvaði 31, Reykjavík n María Sigrún Gunnarsdóttir Goðheimum 15, Reykjavík n Fanný Jóna Vöggsdóttir Vallartúni 2, Akureyri n Gunnsteinn Þrastarson Ásvegi 26, Breiðdalsvík n Orri Hilmar Gunnlaugsson Bræðraborgarstíg 3, Reykjavík n Jón Birgisson Naustabryggju 12, Reykjavík n Ásgeir Helgason Miðtúni 3, Reykjavík n Kristján M Hjaltested Þórsgötu 19, Reykjavík n Ásta Rut Sigurðardóttir Vættaborgum 112, Reykjavík 50 ára n Sæmundur E Þorsteinsson Kolbeinsmýri 14, Seltjarnarnes n Sigmundur H Baldursson Leirubakka 28, Reykjavík n Björn Hermannsson Markarflöt 47, Garðabær n Guðmundur Gunnarsson Kirkjustétt 34, Reykjavík n Björk Jónsdóttir Álfheimum 58, Reykjavík n Gísli G Sveinbjörnsson Vesturvangi 5, Hafnarfjörður n Erla Berglind Jóhannsdóttir Fífulind 1, Kópavogur n Stella Bragadóttir Þverási 9a, Reykjavík n Kristján Jón Guðjónsson Tjarnarlundi 12c, Akureyri n Hörður Þ Magnússon Lagarási 6, Egilsstaðir n Guðráður B Jóhannsson Beinakeldu, Blönduós n Jóhanna Bjarnadóttir Fannafold 29, Reykjavík n Elín Arnardóttir Stakkhömrum 18, Reykjavík n Björn Guðjónsson Grenigrund 32, Akranes n Hreinn Bjarnason Arnarbakka 8, Bíldudalur 60 ára n Bjarney Jónína Friðriksdóttir Bogahlíð 26, Reykjavík Ólafur Ingólfsson Stórahjalla 21, Kópavogur n Steinþór Hannes Guðmundsson Hvassaleiti 8, Reykjavík n Baldur Jónasson Furugerði 17, Reykjavík n Ásgeir Jónasson Heiðarseli 1, Reykjavík n Ingimundur Benediktsson Lindarseli 2, Reykjavík n Jóna Borg Jónsdóttir Langholtsvegi 44, Reykjavík n Guðrún Valgerður Skúladóttir Tómasarhaga 36, Reykjavík n Arthur Wilfred Reid Hverfisgötu 117, Reykjavík 70 ára n Hilmar Lúthersson Vallholti 32, Selfoss n Ragna Þyri Magnúsdóttir Breiðuvík 18, Reykjavík n Svavar Sigurjónsson Garðsstöðum 16, Reykjavík n Sonja Bachmann Fjölnisvegi 15, Reykjavík n Baldur Einarsson Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík 75 ára n Jónína Vigdís Ármannsdóttir Prestastíg 11, Reykjavík n Arna Elín Hjörleifsdóttir Strikinu 8, Garðabær n Þórir Þórðarson Safamýri 83, Reykjavík n Rúnar Guðjónsson Gilsbakka 29a, Hvolsvöllur 80 ára n Stefanía Kjartansdóttir Stóragerði 20, Reykjavík Alda Sigurrós Júlíusdóttir Austurströnd 4, Seltjarnarnes n Sólveig G Sæland Mávahrauni 25, Hafnarfjörður n Soffía Kristín Karlsdóttir Heiðargili 8, Reykjanesbær n Bjarni Vilmundarson Mófellsstöðum, Borgarnes 85 ára n Guðmundur Gíslason Heiðarbraut 9, Garður n Hulda G Böðvarsdóttir Hraunbæ 102a, Reykjavík n Guðmundur Rósmundsson Skólastíg 11, Bolungarvík n María Davíðsdóttir Hraunbúðum, Vestmannaeyjar 90 ára n Helgi Sigurðsson Klausturhólum 1, Kirkjubæjarkl. Guðni ÁGústsson foRmAÐUR fRAmSóknARflokkSInS Eins og fram kom í DV í gær er Guðni Ágústsson lagður af stað í fundarferð hringinn um landið til að ræða um endurreisn Framsóknar- flokksins, aðgerðaleysi ríkisstjórnar- innar og til að hitta fólkið í landinu og afla fregna um gæftir, heyskap og tíðarfar. Starfsferill Guðni fæddist á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi 9.4. 1949 og ólst þar upp við öll almenn landbúnað- arstörf. Hann stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni 1963-66 og lauk búfræðiprófi á Hvanneyri 1968. Guðni vann almenn landbún- aðar- og verkamannastörf 1968-76, var bústjóri að Hamri í Mosfells- sveit 1976, vann við mjólkureftir- lit hjá Mjólkurbúi Flóamanna 1976- 87, var alþm. Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi 1987-2003 og er alþm. Suðurkjördæmis frá 2003 og var landbúnaðarráðherra 1999- 2007. Guðni var formaður ungmennafé- lagsins Baldurs í Hraungerðishreppi 1969-74, formaður FUF í Árnessýslu 1972-75, formaður SUF 1980-82, for- maður Kjördæmasambands fram- sóknarmanna á Suðurlandi 1979-86, varaformaður Framsóknarflokks- ins 2001-2007 og er formaður Fram- sóknarflokksins frá 2007. Guðni sat í stjórn Hollustuvernd- ar ríkisins 1982-86, í bankaráði Bún- aðarbanka Íslands 1990-98 og var formaður þess 1990-93, sat í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins 1990-97 og formaður þar 1990-93, sat í fulltrúaráði Sólheima í Gríms- nesi 1990-94, var formaður Lána- sjóðs landbúnaðarins frá 1998-99, sat í Þingvallanefnd frá 1995-2007, í forsætisnefnd Alþingis 1995-99, sat í samgöngunefnd 1991-95 og frá 2007, landbúnaðarnefnd 1991-99 og var formaður hennar 1995-99, sat í heil- brigðis- og trygginganefnd 1995-99, í sérnefnd um stjórnarskrármál 1995- 1996, situr í iðnaðarnefnd frá 2007 og í Íslandsdeild Vestnorræna ráðs- ins frá 2007. Fyrir síðustu jól kom út bókin Guðni – Af lífi og sál, skráð af Sig- mundi Erni Rúnarssyni. Fjölskylda Guðni kvæntist 2.6. 1973 Mar- gréti Hauksdóttur, f. 3.4. 1955. Hún er dóttir Hauks Gíslasonar, bónda og hreppstjóra á Stóru-Reykjum í Flóa, og k.h., Sigurbjargar Geirsdóttur, bónda þar og húsfreyju. Börn Guðna og Margrétar eru Brynja, f. 7.3. 1973, framreiðslu- maður í Reykjavík en sambýlismað- ur hennar er Auðunn Sólberg Vals- son matreiðslumeistari og eru börn þeirra Guðni Valur, f. 23.2. 2000, Salka Margrét, f. 28.10. 2002 og Óli- ver Tumi, f. 15.9. 2005 en sonur Auð- uns er Jökull Sólberg, f. 18.3. 1986 en unnusta hans er Freydís Guðný Hjálmarsdóttir; Agnes, f. 20.11. 1976, þjónustufulltrúi hjá Kaupþingi, bú- sett á Selfossi og eru börn hennar Freyja, f. 9.11. 2003 og Snorri, f. 19.9. 2006; Sigurbjörg, f. 15.4. 1984, þjón- ustufulltrúi hjá Kaupþingi, búsett í Reykjavík en unnusti hennar er Arn- ar Þór Úlfarsson, pípulagningarmað- ur og knattspyrnumaður. Systkini Guðna: Ásdís, f. 6.8. 1942, starfsmaður við Ljósheima, búsett á Selfossi; Þorvaldur, f. 17.9. 1943, vél- virki á Stokkseyri; Ketill Guðlaug- ur, f. 14.2. 1945, bóndi á Brúnastöð- um í Flóahreppi; Gísli, f. 12.1. 1946, d. 23.12. 2006, iðnverkamaður; Geir, f. 11.1. 1947, bóndi í Gerðum í Flóa- hreppi; Hjálmar, f. 15.2. 1948, bóndi á Langsstöðum í Flóahreppi; Auður, f. 12.9. 1950, húsfreyja í Teigi í Fljóts- hlíð; Valdimar, f. 14.10. 1951, verka- maður á Selfossi; Bragi, f. 27.11. 1952, frjótæknir á Selfossi; Guðrún, f. 13.1. 1954, sjúkraliði á Selfossi; Tryggvi, f. 1.4. 1955, fangavörður, búsettur á Selfossi; Þorsteinn, f. 26.4. 1956, bóndi á Syðra-Velli í Flóahreppi; Hrafnhildur, f. 1.9. 1957, húsfreyja á Stöðulfelli í Gnúpverjahreppi; Sverr- ir, f. 18.4. 1959, verkstjóri, búsettur á Selfossi; Jóhann, f. 2.2. 1963, fanga- vörður, búsettur á Selfossi. Foreldrar Guðna: Ágúst Þorvalds- son, f. 1.8. 1907, d. 12.11. 1986, alþm. og bóndi að Brúnastöðum í Flóa, og k.h., Ingveldur Ástgeirsdóttir, f. 15.3. 1920, d. 6.8. 1989, húsfreyja. Ætt Ágúst var bróðir Kristjönu Guð- rúnar, móður Guðjóns Guðmunds- sonar fyrrv. alþm. Ágúst var sonur Þorvalds, sjómanns á Eyrarbakka Björnssonar, b. á Bollastöðum Björns- sonar, b. á Læk, b. í Auðsholti, bróður Knúts, langafa Hannesar þjóðskjala- varðar og Þorsteins hagstofustjóra Þorsteinssona. Þorvaldur var son- ur Björns, b. í Vorsabæ Högnason- ar, lrm. á Laugarvatni Björnssonar, bróður Sigríðar, móður Finns Jóns- sonar biskups, föður Hannesar bisk- ups, ættföður Finsensættarinnar. Móðir Björns Þorvaldssonar var Ólöf Halldórsdóttir, systir Tómasar, lang- afa Hannesar Þorsteinssonar. Móðir Ágústs var Guðný Jóhanns- dóttir, b. í Eyvakoti Magnússonar, b. á Grjótlæk Bjarnasonar. Móðir Magn- úsar var Elín Jónsdóttir, b. á Stokks- eyri Ingimundarsonar, b. í Hólum Bergssonar, ættföður Bergsættar Sturlaugssonar. Ingveldur var dóttir Ástgeirs, b. á Syðri-Hömrum Gíslasonar, b. í Bitru Guðmundssonar, b. á Löngumýri Arnbjarnarsonar, bróður Ögmundar, föður Salvarar, langömmu Tómasar Guðmundssonar skálds. Móðir Ingveldar var Arndís, syst- ir Jóhanns, föður Kjartans, fyrrv. ráð- herra. Arndís var dóttir Þorsteins, b. á Berustöðum í Holtum Þorsteins- sonar, b. á Berustöðum Jónssonar. Móðir Þorsteins var Guðlaug Helga- dóttir, systir Guðmundar, afa Nínu Sæmundsson listmálara. Bróðir Guðlaugar var Bjarni, langafi Guð- bjarna, föður Sigmundar, fyrrv. há- skólarektors. Móðir Arndísar var Ingigerður, systir Árna, afa Jóns Dal- bú Hróbjartssonar, pr. í Hallgríms- kirkju. Ingigerður var dóttir Runólfs, b. á Áshóli Runólfssonar, b. á Brekk- um í Holtum Nikulássonar. Móðir Runólfs á Brekkum var Margrét Run- ólfsdóttir, b. í Sandgerði Runólfs- sonar, föður Þorgerðar, langömmu Ólafs Friðrikssonar og Haraldar Ní- elssonar prófessors. Dóttir Runólfs var Guðrún, langamma Auðar, fyrrv. borgarstjóra og ráðherra, og Jóns Auðuns dómprófasts. TiL haMingjU Með aFMæLið! Jóhannes fæddist í Reykja- vík en ólst upp í Víðigerði í Víði- dal til ellefu ára aldurs en síðan í Árbænum í Reykjavík. Hann var í skóla í Víðihlíð, Laugarbakka- skóla, í skólanum í Ártúnsholti og í Árbæjarskóla. Hann stund- aði nám við Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi, lauk raf- virkjaprófi þaðan og lauk einka- flugmannsprófi frá Flugskólan- um Flugmennt. Þá stundaði hann nám í rekstri smærri fyrirtækja við Háskólann á Bifröst. Jóhannes stundaði verslunar- störf hjá Pennanum og Markinu á námsárunum, var búsettur á Stöðvarfirði á árunum 2002-2005 þar sem hann stundaði rafvirkj- un en er nú umsjónarmaður nem- endagarða við Háskólann á Bif- röst. Jóhannes æfði körfubolta hjá Fylki og knattspyrnu með Víði. Hann hefur starfaði í Ungmenna- félagi Stafholtstungna frá 2005, var varaformaður þess frá 2006 og er formaður félagsins frá ársbyrj- un 2008. Þá er hann mikill áhuga- maður um golf, æfir golf hjá GGB, hefur verið formaður mótanefnd- ar þar og vallarstjóri. Fjölskylda Unnusta Jóhannesar er Hafdís H. Hall., f. 24.9. 1979, sem er að ljúka ML-prófi í lögfræði við Há- skólann á Bifröst. Börn Jóhannesar og Hafdísar eru Dagbjartur Már Jóhannesson, f. 19.11. 2001; Natalía Guðrún Jó- hannesdóttir, f. 2.5. 2004. Hálfsystur Jóhannesar, sam- mæðra, eru Helen Halldórsdótt- ir, f. 1963, danskennari í Argent- ínu; Jóhanna, f. 1966, starfsmaður við Heilsugæsluna á Stöðvarfirði; Sigurveig Jóna, f. 1972, viðskipta- fræðingur í Frakklandi. Hálfsystkin Jóhannesar, sam- feðra, eru Jón Dagbjartsson, f. 1968, bóndi í Garði í Þingeyjar- sýslu; Ragnheiður Dagbjartsdótt- ir, f. 1972, búsett á Akranesi. Foreldrar Jóhannesar eru Dag- bjartur Már Jónsson, f. 4.1. 1945, d. 25.11. 1990, skipstjóri í Víði- gerði, og Jórunn Jóhannesdóttir, f. 5.9. 1943, fyrrv. kaupmaður, nú búsett í Reykjavík. Jóhannes Már Dagbjartsson foRmAÐUR UnGmennAfélAGS STAfholTSTUnGnA „Mér finnst þetta svo sem bara eins og hver annar afmælisdag- ur. Maður finnur hinsv egar á um- hverfinu að fólki finnst þessi dagur í ár eitthvað merkilegri en í fyrra,“ segir afmælisbarn dagsins, María Sigrún Gunnarsdóttir kennari í Réttarholtsskóla, sem fagnar fer- tugsafmæli sínu í dag. María segist hafa hummað það lengi fram af sér að halda veislu í tilefni dagsins en hafi svo tekið skyndiákvörðun um síðustu helgi og ákveðið að bjóða heim í partí. „Það verður afmælisveisla hérna heima um helgina og það er aldrei að vita nema einhver mæti með gít- arinn,“ segir María. Aðspurð hvort hún hafi fagnað síðasta stórafmæli svarar María: „Ég hélt upp á þrítugsafmælið mitt uppi í sumarbústað og ég man að mágur minn stóð úti á palli og grill- aði silung í fimmtán metrum á sek- úndu á kolagrilli. Ég ætla nú ekki að láta hann um neitt svoleiðis í ár og býst nú bara frekar við því að ég panti veitingarnar utan úr bæ í þetta skiptið.“ María segist alls ekki vera með neitt sérstakt á óskalistanum og hún hafi í raun nefnt það fyrr í sum- ar við sína nánustu að fólk ætti nú alls ekki að vera að gefa henni nein- ar gjafir í tilefni dagsins. „Svo er fólk hins vegar búið að vera að gefa mér gjafir í allt sumar því það komist ekki í afmælisveisluna. Mér finnst það bara algjört svindl en þetta fólk sem þá kannski býr erlendis eða eitthvað slíkt á svo sannarlega inni hjá mér nokkuð margar rjóma- tertuveislur í staðinn,“ segir hún hlæjandi að lokum. krista@dv.is 30 áRa Í dag María Sigrún fagnar fertugsafmæli sínu í dag: Gjafasvindlarar eiGa inni tertur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.