Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 17
Kínverjar fengu flest gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Banda- ríkjamenn fengu hins vegar flest verð- laun og þrátt fyrir að illa hafi gengið í frjálsum íþróttum, fékk bandaríska þjóðin fjölda verðlauna. Raunar fengu Bandaríkjamenn jafn mörg gullverð- laun, og fleiri verðlaun í heild, á Ól- ympíuleikunum í Peking en þjóðin fékk á leikunum í Aþenu fyrir fjórum árum. Að auki fékk þjóðin flest verð- laun allra á leikunum. Kínverjar fengu hvorki fleirri né færri en 37 verðlaun- um fleira á leikunum í ár en þeir fengu í Aþenu fyrir fjórum árum. Sömu tíu þjóðir eru meðal þeirra sem fengu flest verðlaun á leikunum nú og fyrir fjórum árum í Aþenu. Handboltakappinn Atli Hilmarsson er líkt og aðrir Íslendingar afar stolt- ur af árangri íslenska handknattleiks- landsliðsins. Hann segir liðsheildina hjá landsliðinu einstaka en að mönn- um innan handknattleiksgeirans hafi ekki komið árangur Íslendinga á óvart. Hann segir jafnframt að Guðmundur Guðmundsson eigi allt hrós skilið og ekki sé hægt að taka neitt af honum. „Hann er búinn að sýna það og sanna að hann er einn af fremstu þjálfur- um Evrópu í dag. Styrkur hans felst að mestu leyti í skipulaginu. Hann er gríðarlega skipulagður og ekkert sem andstæðingarnir bjóða upp á kemur honum á óvart. Hann undirbýr sitt lið eins vel og hægt er að gera,“ segir Atli. Guðmundur hentaði vel eftir Alfreð Hann er sannfærður um að Al- freð Gíslason eigi sinn þátt í ár- angrinum og liðinu hafi hentað vel að fá Guðmund Guðmunds- son sem landsliðsþjálfara sökum þess hve líkar áherslur þeir hafi þegar kemur að handbolta. „Það sem Guðmundur gerði betur en áður hefur verið gert er að hann notaði fleiri leikmenn og skipting- ar voru örari. Að auki fannst mér virka mun meiri léttleiki yfir liðinu en áður og það skein í gegn í leik þeirra. Alfreð og Guðmundur eru nokkuð svipaðir þjálfarar og Al- freð setti leikinn upp mjög vel líka. Ég held að Guðmundur hafi hent- að landsliðinu mjög vel á þessum tímapunkti og hann var mjög góð- ur kostur sem landsliðsþjálfari í kjölfar Alfreðs. Eins held ég að það hafi hjálpað Guðmundi að hafa verið áður landsliðsþjálfari en að auki má ekki gleyma þætti aðstoð- armannanna, Óskars Bjarna og Gunnars Magnússonar,“ segir Atli. Atli segir liðsheildina hafa skilað Íslendingum langt í keppninni en tiltekur sérstaklega þátt Ingimund- ar Ingimundarsonar og Björgvins Páls Gústavssonar sem voru á sínu fyrsta stórmóti. „Góð markvarsla og vörn er ekki eitthvað sem við höfum átt að fagna í undanförnum keppnum en þessir strákar gerðu mjög góða hluti þar. Eins má ekki gleyma þætti Snorra Steins Guð- jónssonar sem hefur aldrei leikið betur á stórmóti. Helst vill mað- ur ekki tiltaka neinn sérstakan þar sem liðsheildin var sú sem skilaði liðinu áfram,“ sagði Atli en hann neitaði því hlæjandi að tjá sig um framgöngu Arnórs sonar síns sem stóð sig mjög vel á leikunum. Brand bjóst við sterkum Íslendingum Þrátt fyrir að margir hafi komið fram og lýst yfir undrun sinni yfir ár- angri íslenska landsliðsins segir Atli hann ekki koma þeim sem beint eru tengdir íþróttinni jafn mikið á óvart. „Ég veit það að menn hafa lengi búist við því að Íslendingar komi á óvart og taki medalíu á stórmóti. Menn vissu af þeim möguleika að þetta gæti gerst og Heiner Brand þjálfari þýska lands- liðsins hefur margsinnis fyrir stórmót gert ráð fyrir þeim möguleika að Ís- lendingar komi á óvart,“ segir hann. Eitthvað að lokum? „Ég er fyrst og fremst afskaplega stoltur af liðinu. Ég hlakka til að mæta á Laugaveginn og fagna með strákunum á miðvikudag,“ segir Atli. Þriðjudagur 26. ágúst 2008 17Sport Sport Ekið niður LAuGArvEGÍslenska handknattleikslandsliðið verður hyllt síðdegis á mið-vikudag þegar opinn vagn fer með leikmenn niður Laugaveg. Farið verður af stað frá Hlemmi og niður að arnarhóli en kepp-endur koma frá Peking til landsins fyrr um daginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu, en að fagnaðarfund-unum standa, auk ríkisstjórnarinnar, reykjavíkurborg og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Lagt verður af stað klukkan 18 á opnum vagni og fær þjóðin svo tækifæri til þess að hylla leikmenn klukkan 18.30 við arnarhól. Atli Hilmarsson segir menn í handboltaheiminum lengi hafa vitað af styrk Íslendinga. Hann segir lengi hafa verið búist við því að Íslendingar næðu góðum árangri á stórmóti. Atli hrósar Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara í hástert og segir honum hafa tekist að búa til gríðargóða liðsheild með miklum aga og góðri skipulagningu. Kína fékk flest gullverðlaun allra þjóða: Kínverjar sigursælastir á heimavelli Alkmaar ánægt með Íslendinga Samkvæmt vefsíðunni fot- bolti.net fylgjast stórlið með hin- um unga leikmanni Breiðabliks Jóhanni Berg. Á vefsíðunni er jafnframt birt viðtal við Marcel Brands, yfirmann tæknimála hjá AZ Alkmaar. Hann vill ekki stað- festa að liðið fylgist með Jóhanni en þar kemur fram að liðinu líki íslenskir leikmenn. „�ið höfum góða reynslu af íslenskum leik- mönnum eins og (Grétari Rafni) Steinssyni, (Jóhannesi Karli) Guðjónssyni, (Aroni Einari) Gunnarssyni og (Kolbeini) Sig- þórssyni sem við bindum miklar vonir við.“ Mikið kynlíf á Ólympíuleikunum Ólympíuleikarnir eru á enda og sáttir halda keppendur til síns heima. Mjög sáttir margir hverjir ef eitthvað er að marka fregnir af því að smokkafram- leiðandinn durex hafi dreift 130 þúsund smokkum í ólympíuþorpinu, en það gera 12 stykki á keppanda. „Það er mikið kynlíf í gangi. Fólk er mætt í sínu besta formi og allir eru skotnir í öllum, þannig er þetta bara á Ólympíuleikunum,“ segir bandaríski spjótkastarinn Breaux greer. „Margir detta snemma úr keppni og nota tækifærið og skemmta sér ærlega þar til leikunum lýkur,“ segir greer. „Eins og ég hafi unn- ið Meistaradeildina“ andriy shevchenko sem gekk til liðs við aC Milan að nýju frá Chelsea í vikunni, segist himinlifandi með endurkomu sína til Ítalíu. „Mér líður mjög vel og ég er mjög hamingju- samur. Ég hef vonast eftir því að koma til baka um hríð og nú þegar það er staðreynd líður mér eins og ég hafi unnið Meistaradeildina,“ segir shevchenko. Hann átti erfitt uppdráttar í Lundúnum og fer til aC Milan á árs lánssamningi. Lönd MEð fLEst vErðLAun á ÓLyMpÍuLEikunuM Í pEkinG Lönd MEð fLEst vErðLAun á ÓLyMpÍuLEikunuM Í AþEnu Gull silfur Brons Alls 01 kína 51 21 28 100 02 Bandaríkin 36 38 36 110 03 rússland 23 21 28 72 04 Bretland 19 13 15 47 05 þýskaland 16 10 15 41 06 ástralía 14 15 17 46 07 suður-kórea 13 10 8 31 08 Japan 9 6 10 25 09 Ítalía 8 10 10 28 10 frakkland 7 16 17 40 Gull silfur Brons Alls 01 Bandaríkin 36 39 27 102 02 kína 32 17 14 63 03 rússland 27 27 38 92 04 ástralía 17 16 16 49 05 Japan 16 9 12 37 06 þýskaland 13 16 20 49 07 frakkland 11 9 13 33 08 Ítalía 10 11 11 32 09 suður-kórea 9 12 9 30 10 Bretland 9 9 12 30 Michael phelps Fékk 8 gullverðlaun á Ólympíuleikunum. viðAr GuðJÓnsson blaðamaður skrifar: vidar@dv.is Komu eKKi öllum á óvart AndstæðinGArnir LAGðir atli Hilmarsson segir íslenska landsliðið ekki hafa komið öllum á óvart.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.