Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 27. Ágúst 20084 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Lásu 45 þúsund síður Nýverið var haldin Húllum- hæ-hátíð á Bókasafni Akraness í tilefni af því að Sumarlestrin- um í ár er lokið. Sumarlesturinn er fyrir börn á aldrinum 6-10 ára en í ár skráðu 80 börn sig til leiks. Þau 59 börn sem skiluðu lesblöðum reyndust hafa lesið 826 bækur, eða 45.325 blaðsíður, á tímabilinu frá 1. júní til 14. ág- úst. Þessi góða þátttaka sýnir sig einnig í auknum útlánum í júlí- mánuði hjá safninu en þau hafa sjaldan verið jafnmikil eða 5.025 bindi. Til samanburðar voru útlán í júlímánuði á síðasta ári 4.140 bindi. Þetta kemur fram á skessuhorn.is. Torgið orðið grátt á ný Ráðhústorgið á Akureyri, sem var þökulagt í skjóli næt- ur fyrir verslunarmannahelgi, er orðið grátt á ný. Þökurnar voru fjarlægðar af torginu. Það var Sigurður Guðmunds- son verslunarmaður í göngu- götunni sem stóð fyrir fram- kvæmdinni, þar sem hann vildi grænni bæ. Þökurnar voru lagðar án leyfis bæjaryfirvalda en þar á bæ var ákveðið að þær fengju að vera á torginu fam yfir verslunarmannahelgi. Laxveiði gengur vel Ekkert lát er á laxveiðinni, verulega hefur rignt síðustu daga og ennþá eru kröftugar göngur í laxveiðiárnar. „Það gengu 50 laxar í gegnum teljarann í nótt og núna hafa farið 600 fiskar í gegnum hann,“ segir Trausti Bjarnason á bænum Á á Skarðs- strönd í samtali við Skessu- horn, en yfirleitt eru ekki svona kröftugar göngur á þessum tíma árs. Krossá hefur gefið 270 laxa. Fyrsta hollið með maðkinn í Langá á Mýrum fékk 190 laxa og það er sama hvar er stungið niður fæti, alls staðar er góður gangur í veiðinni. Haukadalsá í Dölum er komin með 655 laxa og áin er full af fiski. Strætókort fyrir útvalda Breytingar á reglum um nemakort hafa komið illa við kauninn á framhalds- og háskólanemum sem eiga lögheimili fyrir utan höfuð- borgarsvæðið. Síðasta vetur bauð borgin öllum háskóla- og framhaldsskólanemum upp á ókeypis strætókort en í ár er annað uppi á teningn- um. Nemar með lögheim- ili á landsbyggðinni verða að breyta lögheimilinu til að fá kortið en um leið minnka möguleikar háskólastúdenta á stúdentaíbúð. Nemar með lögheimili í Reykjavík, Kópa- vogi, Álftanesi og Hafnarfirði fá kortið frítt. Garðbæingar þurfa að greiða 3.100 krónur fyrir veturinn. LAUGAVEGUR HVERFISGATA SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR LÆ K JA RG AT A SÆBRAUT HandboLtaHetjurnar HyLLtar í kvöLd Boðað hefur verið til fjöldasamkomu við Arnarhól til heiðurs landsliðshetjunum í handbolta. Eftir athöfn- ina mun forsetinn bjóða landsliðsmönn- um að Bessastöðum þar sem þeir verða sæmdir fálkaorðunni fyrir ótrúlegt afrek á Ólymp- íuleikunum í Kína. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fagnar þeirri ákvörðun forsetans en finnst að fleiri sem að liðinu standa ættu að hljóta viðurkenninguna. Strákarnir okkar eru komnir til landsins eftir ótrúlegt afrek á Ól- ympíuleikunum í Peking í Kína. Þar unnu þeir til silfurverðlauna, þeirra fyrstu síðan Vilhjálmur Einarsson varð annar á Ólympíuleikunum árið 1956. Á leið sinni í úrslitaleik- inn lögðu þeir hverja stórþjóðina af fætur annarri að velli. Þeirra á meðal voru Spánverjar, Þjóðverjar, Rússar og Pólverjar. Einstakt afrek Athöfn til heiðurs ólympíuförun- um hefst á Skólavörðuholti klukk- an sex í dag en að henni standa menntamálaráðuneytið, Reykjavík- urborg og ÍSÍ. Þaðan verður þeim ekið í opinni rútu um Skólavörðu- stíg, Bankastræti og að Arnarhóli, þar sem þeir verða hylltir af þjóð- inni, en árangri landsliðsins hefur verið lýst sem mesta íþróttaafreki í sögu þjóðarinnar. Aldrei fyrr hefur jafnlítil þjóð unnið til verðlauna í hópíþrótt á ólympíuleikum. Fagnar ákvörðun forsetans Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, hefur tilkynnt að hann muni veita handboltalandslið- inu fálkaorðuna á Bessastöðum í kjölfarið. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra er ánægð með Ólaf Ragnar. „Ég er afar stolt af þessu framtaki forset- ans að veita hetjunum okkar fálka- orðu og styð hann eindregið í því,“ segir hún en bætir þó við að henni finnist að hann hefði mátt veita fleirum viðurkenningu. „Auðvit- að skara íþróttamennirnir fram úr en þeir hefðu ekki getað gert þetta nema þeir hefðu haft þann sterka bakhjarl sem allur hópurin er,“ seg- ir Þorgerður og nefnir þjálfarat- eymið, Ingibjörgu Ragnarsdóttur sjúkraþjálfara og Brynjólf Jónsson lækni, sem hafi veitt liðsmönnum ómetanlegan stuðning. „Það má alls ekki taka þessu sem gagnrýni á forsetann. Ég er miklu frekar stolt af því að hann skuli taka þetta skref. Það sýnir að hann er stór, eða jafn- vel stórastur,“ segir Þorgerður bros- andi og vísar í þekkt ummæli Dor- ritar Moussaieff forsetafrúar. „Ég hefði samt viljað að menn ígrund- uðu hvort það væri ekki allur hóp- urinn sem hefði átt að fá þetta,“ seg- ir hún. Borgarstjóri og forseti Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferða- málasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við DV í gær að endan- leg dagskrá hefði ekki verið ákveð- in. Hún yrði ákveðin fyrir hádegi í dag og ekki lægi fyrir hverjir myndu ávarpa samkomuna. „Það er ver- ið að fínpússa dagskrána enda er í mörg horn að líta með þennan stutta fyrirvara. Það leggjast allir á eitt til að hægt verði að gera þetta á sem glæsilegastan hátt,“ seg- ir hún en Hanna Birna Kristjáns- dóttir borgarstjóri og Ólafur Ragn- ar Grímsson forseti verða bæði á staðnum. Allir að mæta Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að í kjölfar frækilegs árangurs lands- liðsins á Ólympíuleikunum í Pek- ing hefði hún ákveðið styrkja Handknattleikssamband Íslands um fimmtíu milljónir króna en kostnaður vegna þátttöku Íslands á Ólympíuleikunum hleypur á mörg- um milljónum. Allir Íslendingar eru hvattir til að mæta á morgun og sýna ólympíu- förunum okkar þakklæti og hlýhug vegna árangurs þeirra á leikunum. Þeim sem ætla að taka þátt er þó bent á að mæta tímanlega, nýta sér almenningssamgöngur og leggja bílum sínum í hæfilegri fjarlægð frá samkomustaðnum til að greiða fyrir umferð. Athöfninni mun ljúka upp úr klukkan sjö. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is „ég hefði samt viljað að menn ígrunduðu hvort það væri ekki allur hópurinn sem hefði átt að fá þetta.“ Afrek í Peking strákarnir okkar fá fálkaorðuna fyrir árangur sinn. Leiðin um miðbæinn Hér má sjá þá leið sem farin verður í miðbænum í kvöld. INGÓLFSSTRÆTI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.