Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 27. Ágúst 20086 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Heyrði ekki ræðu Guðna Borgarnesræða Guðna Ág- ústssonar, formanns Fram- sóknarflokksins, vakti mikla athygli en þar gagnrýndi hann ríkisstjórnina harðlega fyrir að- gerðaleysi í efnahagsmálum. Lagði hann þar meðal annars til að sett yrðu lög til að skipta upp viðskipta- og fjárfestinga- bönkum enda fælist mikil hætta í stærð bankakerfisins. Stærð- ina hefðu bankarnir nýtt sér til atlögu að Íbúðalánasjóði með lánum á hagstæðari vöxtum en sjóðurinn gat boðið. Þegar Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra var í gær spurð- ur um viðbrögð við gagnrýni Guðna í ræðunni sagði hann einfaldlega: „Ég hef ekki heyrt hana,“ og neitaði þar með að tjá sig um hana. Þorsteinn Kragh enn í haldi Þorsteinn Kragh hefur setið í gæsluvarðhaldi í tæpa tvo mán- uði en engar yfirheyrslur fara fram þessa dagana vegna máls- ins. Þorsteinn er grunaður um aðild að stórfelldu hasssmygli með Norrænu. Upp komst um málið í byrjun sumars þeg- ar aldraður Hollendingur kom með Norrænu á húsbíl. Í bílnum reyndust vera tæp 200 kíló af hassi og kíló af hvoru, kanna- bisefnum og kókaíni. Þorsteinn var handtekinn mánuði eftir að fíkniefnin fundust og hefur setið í haldi lögreglunnar síðan þá. Hann hefur ekki játað. Handboltamót í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að halda alþjóðlegt stór- mót í handbolta í tilefni þess að bærinn er hundrað ára gam- all. Það gera bæjaryfirvöld með liðsinni handboltarisanna FH og Hauka sem hingað til hafa eldað grátt silfur. Danska liðinu Nordsjælland hefur verið boðið, sem og Val úr Reykjavík. Mótið hefst 28. ágúst og verður leikið í íþróttahúsinu við Strandgötu. Aðgangur er ókeypis. Skólabörn í hættu Börn í Þingholtunum og í Vesturbænum hafa átt erfitt með að ganga á gangstéttum í skólann vegna fjölda bíla sem borgarbúar leggja upp á þær. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæða- sjóðs, segir að hart verði tekið á þess háttar brotum á næst- unni. Börn sem neyðast til að ganga út á götu eru í hættu og því eru foreldrar hvattir til að ganga í skólann með börnun- um. Á næstunni munu stöðu- verðir sérstaklega fylgjast með Bárugötu, Ránargötu, Óðins- götu og Þórsgötu. „Já, ég get staðfest það að hún er farin úr höfninni,“ segir Jón Garð- ar Bjarnason, aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni á Höfn. Skútan Ely var í raun og veru skútan Elysee frá Hollandi eins og DV hafði sagt frá. Skútunni var stolið í september síð- astliðnum þar ytra og seld í hend- ur Jónasar Árna Lúðvíkssonar, sem hélt að löglega hefði verið staðið að viðskiptunum. Skútan var kyrrsett á Höfn eft- ir að grunur kviknaði um að skút- an Ely væri í raun Elysee. Hollenska tryggingafélagið hafði fengið fyrir- tækið Dextton, sem sérhæfir sig í að finna stolnar skútur, með sér í lið til að hafa uppi á skútunni. „Við höf- um vitað af henni á Íslandi í marga mánuði. Þegar við létum hollensku lögregluna fá allar upplýsingar kom hins vegar upp eitthvert leyndar- dómsfullt dæmi frá Europol. Þeir sýndu skútunni mikinn áhuga,“ seg- ir Menno den Drijver hjá Dextton. Nóg er að gera hjá Drijver og félög- um í að finna stolnar skútur en hann segir hvern einasta dag ársins vera skipulagðan hjá sér. Drijver sagði enn fremur að að- stæður yrðu metnar í framhaldinu, hvort skútan yrði sett á sölu hér á landi eða ekki. Það ætti eftir að koma í ljós. Fróðir menn hafa sagt að skútan fari varla á undir tuttugu milljónum, verði hún sett á sölu hér. „Við erum bara ánægðir með að skútan er kominn til réttmætra eig- enda,“ segir Jón Garðar. benni@dv.is Skútan Ely er komin í hendur réttra eigenda með hjálp sérfræðinga í stolnum skútum: Ely var í raun stolin Elysee Kom í september á síðasta ári skútan Ely hvarf frá Hollandi í september síðastliðnum. skömmu síðar birtist hún hér við land. Hún er nú farin úr höfninni. „Við ætluðum að fara Gullna hringinn í dag en út af þessum vandræðum gengur það ekki,“ seg- ir Eric Nelson, en nokkuð brösug- lega hefur gengið að fá aðstoð hér á landi eftir að ósætti kom upp milli hans og eiganda Fjörukráar- innar um síðustu helgi. Eric segir Jóhann hafa tekið sig hálstaki og skellt sér í gólfið sem varð til þess að hann missti meðvitund og fékk skurð á hökuna eins og kom fram í mánudagsblaði DV. Hægfara réttarkerfi „Þegar við komum á lögreglu- stöðina hérna í miðbæ Reykja- víkur áttum við ekki að geta gef- ið skýrslu vegna þess að það var bilun í tölvukerfinu. Á endanum fengum við þó að gefa skýrslu og lögðum fram formlega kæru á hendur Jóhannesi Viðari Bjarna- syni. Lögreglan sagði að þetta mál færi örugglega fyrir dóm en það myndi taka langan tíma því rétt- arkerfið hérna væri hægfara,“ seg- ir Eric. Eric og Katherine voru ánægð með vinnubrögð lögreglunnar og telja mál þeirra standa sterkum fótum. Þrátt fyrir það ætla þau að halda áfram að vinna í mál- inu og fórnuðu Gullna hringnum fyrir það. „Við ákváðum að fórna ferðinni fyrir málið. Það styttist í heimferðina og þó við séum bæði leið yfir því að brúðkaupsferðin sé ónýt ganga málaferlin fyrir. Það er erfitt að vinna svona hluti frá öðru landi,“ segir hann. Erfitt að fá aðstoð Nokkuð brösuglega hefur geng- ið að fá aðstoð við málið hérlend- is en Alþjóðahús var lokað í gær vegna flutninga og því gátu þau ekki fengið aðstoð þaðan. Svip- að var uppi á teningnum í banda- ríska sendiráðinu þar sem erfitt reyndist að fá aðstoð. „Sendiráð- ið hefur ekki verið eins hjálplegt og við vonuðumst til. Ég hringdi þangað um helgina en þegar við komum á mánudaginn vissi eng- inn neitt og við fundum ekki fyrir miklum áhuga á að hjálpa okkur. Í framhaldinu höfðum við sam- band við breska sendiráðið því Katherine er breskur ríkisborgari. Þeir hjálpuðu okkur að finna lög- fræðing sem er að vinna í þessu fyrir okkur,“ segir Eric. Skilningsríkir vinnuveitendur Eric vinnur hjá stóru netfyrirtæki í Bandaríkjunum sem sér um nöfn og tölur á netinu. Fyrirtækið brást skjótt við vandræðum Pauls og hef- ur verið mjög samvinnuþýtt. „Þeir höfðu mikla samúð með að svona skyldi fara fyrir brúðkaupsferðinni okkar. Þeir eru að leita að tannlækni til að skoða skemmdirnar sem urðu á tönnunum við árásina og breyttu brúðkaupsfríinu mínu í veikinda- leyfi. Þeir sögðu mér að taka mér allan þann tíma sem ég þarf og það var ótrúlega mikils virði fyrir okkur eins og staðan er í dag,“ segir Eric. Eric Nelson hefur lagt fram opinbera kæru á hendur Jóhannesi Viðari Bjarnasyni, eiganda Fjörukráarinnar, vegna áverka sem hann hlaut síðasta föstudagskvöld. Eric og kona hans Katherine ætluðu að fara Gullna hringinn í dag en vegna málsins urðu þau að hætta við. Þau eru sammála um að brúðkaupsferðin sé ónýt. EyðilöGð brúðKaupsfErð lilJa guðmuNdSdóttir blaðamaður skrifar lilja@dv.is „Við ákváðum að fórna ferðinni fyrir málið. Það styttist í heimferðina og þó við séum bæði leið yfir því að brúðkaupsferðin sé ónýt ganga málaferlin fyrir.“ Katherine og Eric Brúðkaups- ferð þeirra fór í vaskinn eftir örlagaríkt kvöld á Fjörukránni. myNd Sigtryggur ari tekinn hálstaki Eric segir Jóhann hafa tekið sig hálstaki og skellt sér í jörðina svo að sauma þurfti fimm spor í hökuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.