Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 14
Miðvikudagur 27. Ágúst 200814 Heilsa og líkamsrækt „CrossFit er líkamsræktarkerfi sem hefur verið í þróun í allavega tíu ár í Bandaríkjunum. Það gengur út á að þjálfa líkamann sem heild og nota náttúrulegar hagnýtar hreyfing- ar með því að vinna með til dæmis lóð, stangir, þunga bolta og fleira og í rauninni blanda því saman með til- viljanakenndum hætti í gríðarlega árangursríkum og kröftugum æfing- um,“ segir Leifur Geir Hafsteinsson framkvæmdastjóri CrossFit Ísland og lektor við viðskiptadeild Háskól- ans í Reykjavík. En auk þess er Leif- ur með doktorspróf í vinnusálfræði með áherslu á markmiðasetningu og hvatningu sem hann segist að sjálf- sögðu munu nýta sér á námskeið- unum til að aðstoða fólk með mark- miðasetningu í líkamsræktini og jafnvel utan hennar sé þess óskað. Cross Fit verður nú í fyrsta skipti kennt á Íslandi, í haust í Sporthúsinu í Kópavogi, en Leifur fór til Banda- ríkjanna í byrjun ágústmánaðar til að fá þjálfararéttindi í CrossFit. „Ég hef sjálfur verið lengi í líkamsrækt og kennt bæði spinning, þrekhringi og þrekþjálfun og tvisvar tekið þátt í Þrekmeistaranum með góðum ár- angri. Svo hef ég undanfarið hálft árið verið að stúdera CrossFit mik- ið og æft eftir því. Ég fór svo út til Bandaríkjanna um verslunarmanna- helgina til að ná mér í þjálfararétt- indin,“ segir Leifur og bætir við: „Í mínum huga er þetta langflottasta líkamsræktin sem í boði er í dag og mig langaði til að bjóða uppá hana á Íslandi.“ Besta leiðin felst í að nota stóru vöðvana sem mest „Í rauninni er þetta andstæðan við þá hugsun að búta líkamann niður og þjálfa bútana hvern í sínu lagi. Þú ger- ir ekki afmarkaða æfingu fyrir fætur og afmarkaða æfingu fyrir framhand- leggi og upphandleggi. Heldur eru æf- ingarnar sem við erum að vinna með flóknar í þeim skilningi að þær reyna á fleiri en einn vöðvahóp og þú þarft að vinna með fleiri en ein liðamót,“ út- skýrir Leifur. Þegar líkaminn er þjálfaður á þenn- an hátt lærir maður ósjálfrátt að nota rétta líkamsbeitingu að sögn Leifs. „Ef þú þarft að færa til þungan hlut þá eru til góðar og slæmar leiðir til að gera það. Besta leiðin felst alltaf í því að nota stóru vöðvana sem mest, til að taka áttatíu til níutíu prósent af byrðinni en ýta svo bara á eftir með litlu vöðv- unum. Með því að gera þannig æfingar af miklum ákafa þá bæði kemst mað- ur í brjálæðislega gott form en um leið þegar þessar æfingar eru gerðar undir svo miklu álagi á maður engra kosta völ nema nota rétta tækni. Því ef þú gerir það ekki þá hreinlega geturðu ekki gert æfingarnar.“ Allir geta stundað CrossFit Leifur segir að allir geti tekið þátt í CrossFit. „Það væri þá ekki nema bara ef þú ert nýkominn úr til dæmis kross- bandauppskurði á hné. En æfingarn- ar eru þannig að hægt er að laga þær að hverjum og einum svo allir sem eru svona sæmilega heilbrigðir geta stundað CrossFit. Þar sem þú ert allt- af að nota stóru vöðvana styrkist bak- ið, kviðurinn og mjaðmirnar og allt stoðkerfi líkamans svo hratt að þetta er mjög gott til dæmis fyrir fólk sem situr mikið við vinnu sína. Vöðvarnir verða miklu sterkari og styðja betur við beinagrindina svo þú ert síður líklegur til að þróa með þér einhver heilsufars- vandamál.“ Sjálfur leggur Leifur mikla áherslu á að hér sé um líkamsrækt til heilbrigðis og vellíðunar að ræða. „Auðvitað á fólk eftir að grennast og líta betur út, vöðvar stækka og slíkt en það er ekki aðal til- gangurinn með þessu. Tilgangurinn er að fólk upplifi aukið heilbrigði. Það er þess vegna sem ég vil kenna þetta. Ég vil að fólk fari sátt af námskeiðinu með breytta sýn á líkamann, sjálft sig og heilbrigði.“ krista@dv.is kínversk hugræn teigjuleikfimi · taichi · kung fu einkatímar · hóptímar S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s LeiFur Geir kennir CrossFit í sporthúsinu í vetur „CrossFit gengur út á það að þjálfa líkamann sem heild og nota náttúrulegar, hagnýtar hreyfingar.“ CrossFit verður í boði í fyrsta skipti á Íslandi hjá Sporthúsinu í vetur. Framkvæmdastjóri CrossFit Ísland, Leifur Geir, segir þessa tegund af líkamsrækt ganga út á það að þjálfa líkamann sem heild með náttúru- legum og hagnýtum hreyfingum. Líkamsrækt til heil- brigðis og vellíðunar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.