Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 27. Ágúst 2008 19Heilsa og líkamsrækt Lífsstíll fyrir konur Svokölluð Ketilbjöllunám- skeið eru byrjuð aftur í bardaga- félaginu Mjölni, Mýrargötu 2. Námskeiðin náðu miklum vin- sældum í fyrra enda um eina árangursríkustu líkamsrækt að ræða sem í boði er. Ketilbjöllu- námskeiðin eru fyrir fólk á öllum aldri en æfingarnar þjálfa styrk, þol og vöðvaúthald allt í einu. Líkamsræktarfrömuðurinn Steve Maxwell var nýlega hér á landi. Hann var með réttinda- námskeið og útskrifuðust rúm- lega 20 þjálfarar með réttindi til kennslu. Hver ketilbjöllutími er ekki nema 40 mínútur á lengd en inn- an þess tíma rúmast einnig upp- hitun og teygjur. Tímarnir eru alla virka daga. Mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga frá 17.15 til 17.55 og á þriðjudögum og fimmtudögum frá 12.10 til 12.50. Mánaðargjaldið á ketilbjöll- unámskeiðin er 8.500 krónur og gegn því er hægt að mæta í alla tíma sem í boði eru. Ketilbjöllurnar Hollt og gott fyrir börnin Ebba Guðný Guðmundsdóttir er að fara af stað með vinsæl námskeið sem kenna foreldrum hvaða matur er bestur fyrir börnin. Kennt er hvernig á að útbúa einfaldan en næringarríkan mat fyrir börn frá sex mánaða aldri: „Markmiðið er að hjálpa fólki að fá andagift og uppfræða það um nauðsyn þess að venja barnið sitt á hreinan mat eins og ávexti, grænmeti og heilkorn,“ segir Ebba Guðný Guð- mundsdóttir sem verður með nám- skeiðin „Hvað á ég að gefa litla barn- inu mínu að borða?“ í haust. „Þetta er svo einfalt ef þau venjast því að borða góðan og hollan mat frá byrj- un. Ég byrjaði með námskeiðið fyrir einu og hálfu ári og það er alltaf fullt á námskeiðunum hjá mér. Ég er með aðstoðarkokk með mér, vinkonu mína sem er mjög flink og hún útbýr alls kyns barnamat og hollar útfærsl- ur af mat fyrir alla fjölskylduna.“ Mataræðið hefur breyst „Það er mjög einfalt að breyta mataræðinu en alltaf þegar maður eldar eitthvað í fyrsta skipti tekur það langan tíma, þetta lærist. Það er líka svo skemmtilegt þegar maður kemst upp á lagið með þetta, maður fer að versla öðruvísi og passar til dæmis að það séu alltaf til ávextir á heimil- inu því þetta er alltaf borðað.“ Ebba segir að hennar eigið mataræði hafi breyst mjög mikið eftir að hún fór að hugsa meira um mataræði dótt- ur sinnar. „Mér líður miklu betur. Ég reyni að hjálpa fólki að skilja út af hverju maður ætti að vera að þessu. Börn sem fá hollan mat, grænmeti, ávexti og heilkorn og hreinan mat yfir höfuð líður betur.“ Ebba segir að það sé rosalega mikilvægt að börn- in fái góða fitu eins og hörfræjarol- íu, avókadó og fiskiolíu, þannig hafa þau meira úthald í leik og starfi og eru hressari og glaðari. Læra að vanda fæðuval sitt „Það er hægt að leiða líkum að því að minna sé um skapofsaköst hjá börnunum þegar mataræðið er passað. Þegar börn fá eintóm- ar hitaeiningar skýst blóðsykur- inn upp og fellur svo hratt niður og skapið fylgir oft blóðsykrinum. Ef börn borða lélegan mat fer þau að vanta vítamín og steinefni og þá fara þau oft að borða allt of mik- ið. Líkamann vantar næringu og þá sækja börnin frekar í óhollustu. Ef maður venur börnin á að borða hollan mat vanda þau frekar fæðu- val sitt þegar þau eru orðin sjálf- stæðari. Það þarf að útskýra fyrir þeim að fæðuvalið skiptir máli upp á líðan og úthald í leik og starfi,“ segir Ebba. Námskeiðin Námskeiðin eru haldin í Heilsu- húsinu Lágmúla og kostar ein kvöld- stund 3.500 krónur. Fyrsta nám- skeiðið í haust verður 24. september. Allir fá að smakka það sem er búið til á staðnum og það sem kemur úr Heilsuhúsinu, hefti með uppskriftum og fróðleik fylgir með. Að auki er tíu prósenta afsláttur gefinn á bókinni Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Ef fólki vantar aðstoð seinna við matargerðina er hægt að hringja í Ebbu eða senda henni vefpóst til að fá spurningum þar að lútandi svarað. Nánari upplýsingar er að finna á vef Heilsuhússins, heilsuhusid.is. astrun@dv.is Hlátur eykur jákvæðni HLáturjógaLeiðbeiNaNdi Þegar Ásta valdimarsdóttir fór að stunda hláturjóga fór hún meira að einbeita sér að því sem er jákvætt og hætti að taka hlutina of alvarlega. ebba guðNý guðMuNds- dóttir „Þetta er svo einfalt ef börnin venjast því að borða góðan og hollan mat frá byrjun.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.