Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 27. Ágúst 2008 23Umræða Um eftirlaunalögin svonefndu eru tvenn sjónarmið á Alþingi. Annars vegar að gera eigi einhverjar breyt- ingar á lögunum „til að sníða af þeim verstu annmarkana“ eins og þau orða það gjarnan þau Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, og Geir H. Haarde, for- maður Sjálfstæðisflokksins. Þegar ríkisstjórn undir þeirra forystu var mynduð urðu þau ásátt um að hreyfa eitthvað við eftirlaunalögunum og koma þannig til móts við þá miklu gagnrýni sem er í þjóðfélaginu á sér- réttindin sem alþingismenn og ráð- herrar hafa skapað sér og nokkrum embættismönnum. Útfærslan var hins vegar óuppgerð þeirra í millum. Og er enn. Ingibjörg og Geir vilja ekki óbundna atkvæðagreiðslu Hitt sjónarmiðið sem fram hefur komið á Alþingi gengur út á að af- nema beri með öllu sérréttindi fyrr- nefndra aðila og láta þá fara inn í Líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins, LSR, og búa við sömu lífeyriskjör og starfs- menn ríkisins gera almennt. Valgerð- ur Bjarnadóttir lagði fram frumvarp þessa efnis í vetur. Ég hef sannfær- ingu fyrir því að yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar vilji fara þessa leið og afnema sérréttindin með öllu. Þetta held ég að þau Geir og Ingi- björg viti líka. Þess vegna koma þau í veg fyrir að þingið greiði atkvæði um frumvarp Valgerðar því vel má vera að meirihluti Alþingis vilji ekki ganga í berhögg við vilja þjóðarinnar komi til atkvæðagreiðslu á þingi um málið. Nú eru góð ráð dýr. Frá því í vor hefur verið reynt er að draga full- trúa allra flokka á Alþingi inn í ein- hvers konar samtryggingarsnakk um málið. Í Kastljósi á mánudag sagði Ingibjörg Sólrún að þau einbeittu sér nú að því að ræða málið „inni í þeim hópi sem væri með þetta.“ Hvaða „hópur“ skyldi það vera? Jú, það munu eiga að vera formenn allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Hafa formenn stjórnarandstöðuflokkanna fallist á þessa málsmeðferð? Ekki er mér kunnugt um að svo sé. Ég heyri ekki betur en þeir andæfi því jafnan þegar málið kemur upp á þessum forsendum. Við munum sjá þetta í nafnakalli En hvers vegna í ósköpun- um láta fjölmiðlamenn þau Geir og Ingibjörgu komast upp með þetta blekkingartal um samráð við stjórnarandstöðuna? Og varðandi aðferðafræðina spyr ég hvort fjöl- miðlamönnum geti virkilega fund- ist eðlilegt að þingmenn og ráð- herrar makki á bak við tjöldin um eigin sérréttinda-lífeyriskjör eins og formaður Samfylkingarinnar sagði Kastljóssáhorfendum að unnið væri að? Hvers vegna er ekki spurt út í þetta? Og einnig hitt, hvers vegna er komið í veg fyrir að greidd séu at- kvæði um þær tvær leiðir sem deilt er um, sérréttindaleiðina fyrir þing- menn og ráðherra annars vegar og almenn kjör þeim til handa hins vegar? Ekki svo að skilja að ekki verði séð til þess að atkvæðagreiðsla um þessa tvo valkosti fari fram. Það mun ég gera og krefjast nafnakalls. Hver er maðurinn? „Hann er reykvíkingur.“ Hvað drífur þig áfram? „Það er bara lífsgleðin og að takast á við verkefni.“ Hver er þinn helsti hæfileiki? „Það er alla vega ekki eftirhermur. Minn helsti hæfileiki er að eiga samskipti við fólk.“ Leiðinlegasta húsverkið? „Mér finnst leiðinlegt að skúra.“ Hvað er skemmtilegast í sjónvarpinu? „Fótbolti. Ég held með tottenham og Fram.“ Syngur þú í sturtu? „aldrei. Ég er laglaust kvikindi.“ Hefur þú gaman af því að elda? „Já, mér finnst mjög gaman að elda og elda oftast bara heima hjá mér.“ Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi? „Það er Höfðaströnd á Jökulfjörðum.“ Ertu orkubolti? „Ótrúlegur.“ Ertu búinn að hlaða rafhlöðurn- ar? „Já, ég búinn að því.“ Verður þú langlífari í starfi en forverar þínir? „Það kemur bara í ljós en ég stefni á það.“ Hvers vegna ertu framsóknar- maður? „Ég trúi á hið íslenska afl sem býr í fólkinu og landinu.“ Hvað er fram undan? „Fram undan er að sinna störfum sem eru sett mér á herðar og koma þeim vel af mér.“ Vilja makka um eigin kjör DanSað tIL tÍSkunnar Árleg tískuvika á Balí er sett við Lótustjörnina í garuda Wishnu kencana. Þetta er í áttunda skiptið sem hún er haldin og komu fram listrænir dans- arar við opnunarhátíðina. Mynd: getty Á ReykjavíkuRboRg að fella niðuR skuld fjölskylduhjÁlpaRinnaR? „Já, þarna er verið að aðstoða fólk innan reykjavíkur. ef Fjölskylduhjálpin skuldar borginni finnst mér eðlilegt að fella skuldina niður.“ raGna SIGrÍður BjarnaDóttIr 19 Ára neMi „Á því leikur enginn vafi. Það er samdráttur á öllum sviðum í kreppunni og heimilislausum fjölgar á Íslandi.“ ELVar DanÍELSSon 31 Árs Læknir „Já, Fjölskylduhjálpin veitir fólki mjög mikla aðstoð. Mér finnst því alveg réttlætanlegt að borgin aðstoði hana.“ VIktorÍa HróBjartSDóttIr 18 Ára neMi „Já, það er mikið af fátæku fólki sem þarf á hjálpinni að halda. Mér finnst það ekki spurning.“ ÁSrún BjarnaDóttIr 22 Ára neMi við HÁskÓLa ÍsLands. Dómstóll götunnar GuðLauGur G. SVErrISSon, formaður Framsóknarfélags reykjavíkur, er nýráðinn stjórnarfor- maður Orkuveitu reykjavíkur. Hann var kjörinn við myndun nýs meirihluta í borgarstjórn reykjavíkur, þegar sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn náðu að mynda nýjan meirihluta. LagLaust kvikindi „Já, mér finnst nauðsynlegt að halda starfseminni áfram úti. Þess vegna á að fella niður skuldina.“ Erna SóLrún HaraLDSDóttIr 16 Ára neMi kjallari mynDin maður Dagsins ÖGmunDur jónaSSon alþingismaður skrifar „Þegar ríkisstjórn undir þeirra forystu var mynduð urðu þau ásátt um að hreyfa eitthvað við eftir- launalögunum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.