Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 27. Ágúst 2008 27Sviðsljós Klámmyndastjarnan á von á sínu fyrsta barni með bardagahetjunni Titi Ortiz: Jenna gengst við óléttunni Frægasta klámmyndastjarna heims og sennilega allra tíma, Jenna Jameson, á von á sínu fyrsta barni með bardagakappanum Tito Ortiz. „Já, ég get staðfest að ég sé með barni,“ segir Jenna um málið. „Þungunin er skammt á veg komin þannig að ég þarf að fara varlega og reyni að hvíla mig eins og ég get.“ Tíðindin um þungun hinnar 34 ára gömlu Jennu koma nokkuð á óvart þar sem hún hafði reynt að eign- ast barn með fyrrverandi eiginmanni sínum, Jay Grdina, um langt skeið en án árangurs. Jenna varð þunguð í lok árs 2004 en missti fóstrið eftir að hún greindist með húðkrabbamein sem var síðar fjar- lægt án vandræða. Jenna og Grdina reyndu glasafrjóvg- un en án árangurs og hafði ferlið slæm áhrif á Jennu að hennar sögn. Jenna sem er hætt klámmyndaleik segist í skýjunum með óléttuna og að hún hafi aldrei verið hamingjusam- ari. „Ég er svo hamingjusöm og heilsan er góð,“ en Jenna og Tito ætla ekki að gifta sig í bráð þó að barn sé á leið- inni. Aðdáendur blandaðra bardagalista og UFC ættu að þekkja Tito vel, en hann er einn af þekktustu nöfnunum í þeim bransa. Sárþjáð eftir aðgerð Fyrrverandi glansfyrirsætan Jordan fór í sína fimmtu brjóstaaðgerð fyrr í þessum mánuði. Hún er sárkvalin en í þetta skiptið var hún að láta minnka á sér brjóstin. Jor- dan er svo kvalin eftir aðgerðina að hún hefur misst mat- arlystina og getur ekki sofið. Þótt henni sé svona illt er hún samt ánægð með nýju brjóstin. Maðurinn hennar, Peter Andre, er að hugsa um að fara í skurðaðgerð til að fá flott- ari magavöðva en hann hefur átt í vandræðum við að losna við aukakílóin. Leikarinn Josh Brolin segist hafa verið logandi hræddur við aðalhlutverkið í myndinni W sem fjallar um ævi George W. Bush Bandaríkjaforseta. Fyrsta sem Brolin gerði þegar Oliver Stone bauð honum hlutverkið var að skrifa lista yfir leikara sem hann taldi henta betur í hlutverkið en hann, og láta Stone fá. „Fyrst sagði ég nei við Oliver,“ segir Brolin í New York Magazine. Aðalástæðan fyrir því var sú að Brolin óttaðist að hann gæti ekki hermt eftir Bush heila kvikmynd. „Fjölmargir grínistar gera góðar eftirhermur af Bush. Það er fyndið í 15 sek- úndur, en hvað svo?“ Myndin W er væntanleg í lok október en hún segir sögu George W. og hvernig hann breyttist úr vandræðaunglingi í valdamesta og einn áhrifa- mesta leiðtoga síðari tíma. Kate Moss allsber Kate Moss ætlar að leika í tónlistarmyndbandi og verður þar í heitum ástarleikjum með manni sem verð- ur klæddur eins og kanína, og hún ætlar líka að taka þátt nakin í kynsvalli. Þetta ætlar pían að gera fyrir hljómsveit- ina We Are (Not) Sex People. Söngvari bandsins fullyrðir að það verði mikið um nekt í myndbandinu. Kate Moss sem er 34 ára hefur sagt frá því að þó hún hafi þénað mikið á því að vera fyrirsæta hafi henni áður fyrr ekki líkað við líkamsvöxt sinn. Henni fannst hún vera flatbrjósta. Þorði ekki að leika Bush Josh Brolin óttaðist hlutverk sitt í myndinni W: Josh Brolin Neitaði hlutverkinu fyrst í stað. Jenna og Tito Eiga von á barni. Tito Ortiz Í vinnunni að rota ken shamrock. Jenna Jameson sagði skilið við klámmyndaleik á síðasta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.