Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Qupperneq 16
Sjómann eða stökkkeppni Vinum Jóns ber saman um að hann sé mjög kappsamur. Það stað- festir Jón Baldvin og segir að íþrótta- mennska hans hafi stundum haft áhrif á framvindu pólitískra mála. „Þegar við vorum að mynda ríkis- stjórnina 1987, svokallaða ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, var tekist harka- lega á um mannaforráð. Ég var fjár- málaráðherra og lagði áherslu á að formaður fjárlaganefndar væri mað- ur sem ég gæti unnið vel með. Okkar kandídat var Sighvatur Björgvinsson. Íhaldið vildi annan mann og þetta var járn í járn. Að lokum var þetta spurning um það hvort málið ætti að leysa með sjómanni eða stökkkeppni. Niður- staðan var sú að haldin yrði stökk- keppni til að skera úr um málið. Í rík- isstjórnarherberginu var borð sem náði manni upp á mitt læri. Það þótti of lágt svo við settum tvö bindi af lagasafninu ofan á borðið. Svo voru tveir fengnir til að stökkva; Jón fyr- ir Alþýðuflokkinn og Friðrik Soph- usson fyrir Íhaldið, en hann hlóp í skarð Steingríms Hermannssonar sem var meiddur á ökkla,“ útskýrir Jón Baldvin. Friðrik stökk fyrstur en hann sparkaði efra bindinu af laga- safninu af borðinu. Við það féll hann aftur fyrir sig en lenti í höndum fé- laga sinna sem forðuðu honum frá meiðslum. „Svo stökk Jón og gerði það glæsilega. Hann stökk upp á efra bindið og kom heill niður. Þess vegna varð Sighvatur Björgvinsson formað- ur fjárlaganefndar,“ fullyrðir hann. Ómetanleg reynsla Jón Baldvin bendir á að reynsla Jóns gæti reynst dýrmæt til bjargar íslenska efnahagskerfinu. „Hann er þrautreyndur sem forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar í hagfræðigrein- ingu og stefnumótun. Ásamt því að hafa í ellefu ár verið aðalbanka- stjóri Norræna fjárfestingarbank- ans, á mjög miklum umrótstímum í alþjóðavæðingu. Árangur bankans þessi 11 ár er óviðjafnanlega góður. Í því starfi kynntist hann persónulega öllum óperatorum í bankastarfi Evr- ópu sem þarf að þekkja. Hann þekk- ir alla helstu forstöðumenn í banka- heiminum á Norðurlöndum og í lykilstofnunum Evrópusambands- ins. Það er ómetanleg reynsla og allt annað en að vera heimalinn lögfræð- ingur,“ segir Jón Baldvin ákveðinn að lokum. Mikill keppnismaður Sighvatur segir að þeir Jón hafi alla tíð haldið góðu sambandi, þó stund- um hafi verið vík á milli vina, vegna náms eða starfa. „Á meðan hann var í störfum utan pólitíkur sótti ég oft til hans ráð. Eftir að hann kom inn í þingflokk Alþýðuflokksins unnum við mjög náið saman,“ segir hann. Hann er sammála Jóni Baldvini um að Jón sé ákaflega kappsamur maður. „Ég man eftir því að við fór- um eitt sinn akandi að haustlagi vest- ur á Patreksfjörð. Þetta var 1986 eða 87. Á leið okkar til baka, eftir fundinn, ákváðum við að skjóta nokkrar rjúp- ur,“ segir hann en þá var Jón ráðherra og Sighvatur formaður fjárlaganefnd- ar, eftir stökkkeppnina frægu sem Jón Baldvin lýsti að framan. „Við stoppuðum á hverri heiði og gengum hvor í sína áttina frá bílnum. Allt kom fyrir ekki, við fengum ekki neitt. Síðasti viðkomustaður okkar var á Hjallahálsi. Þar skildu leiðir eins og áður. Þegar við komum að bílnum, nokkru síðar, hafði ég slysast til að ná einni rjúpu, en Jón hafði enga. Þegar hann sá mig með rjúpuna sneri hann við og óð af stað aftur, þó nærri hafi verið komið svartamyrkur,“ segir Sig- hvatur léttur í bragði en sú aukaferð skilaði engu. „Hann var ekki sáttur við að fá ekki neitt, fyrst ég hafði eina. Hann er mjög þrautseigur og læt- ur ekki hlut sinn. Hann er líka mjög þægilegur og góðgjarn maður. Ég hef alltaf metið hann mikils.“ Losaði um höft Sighvatur segir þó að Jóni sé ekki sama um það hvernig um hann er talað. Hann taki gagnrýni nærri sér. Jón er, eins og áður sagði, stjórnar- formaður Fjármálaeftirlitsins. Það hefur fengið nýja og aukna ábyrgð sem felst í því að fylgjast með og taka yfir rekstur stóru bankanna þriggja. Sighvatur segist halda að Jón sé ekki spenntur fyrir því. „Ég held satt að segja að þetta sé ekki það verk sem Jón hefði helst viljað taka að sér. Hann er nú enginn ríkisforsjármað- ur. Hann hefur hins vegar átt mik- inn þátt í því að losa um ýmis höft og bönd sem háðu íslensku viðskipta- lífi áður og fyrr. Frjáls gjaldeyrisvið- skipti, frjáls vaxtaákvörðun, frjáls för fólks um lönd og fleira. Ég held það séu mörg verk sem hann hefði frekar viljað taka að sér, önnur en þessi. Það er þó alveg ljóst að hann mun leysa þetta vel af hendi. Það gerir hann alltaf,“ segir Sighvatur að lokum. föstudagur 10. október 200816 Helgarblað jón sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans sigurður guðmundsson bakarameistari og gjaldkeri hallgrímur benediktsson stórkaupm. og alþm. í rvk. benedikt jónsson bóndi á refstað sólveig húsfreyja á gautlöndum séra jón Þorsteinsson ættfaðir reykjahlíðarættar rebekka jónsdóttir húsfreyja í gufudal sigrún jónsdóttir húsfreyja jón sigurðsson alþm. og bændahöfðingi á gautlöndum. Ættfaðir gautlandsdættar rÁðherraÆtt jóns sigurðssonar haraldur guðmundsson ráðh. og form. alþýðufl. steingrímur steinÞórsson forsætisráðherra kristjÁn jónsson ráðherra Íslands Pétur jónsson ráðherra á gautlöndum geir hallgrímsson forsætisráðherra „Jón Sigurðsson, hin opinbera per- sóna, er allt annar en strákurinn sem ég þekkti í sveitinni. Hann er tilfinn- inganæmur, greiðvikinn og má ekk- ert aumt sjá. Þar að auki er hann rómantískur og skáldmæltur.“ Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar Jón er fremstur hægra megin. sigur Jóns í stökkkeppni við friðrik sophusson skar úr um það hver yrði formaður fjárlaga- nefndar. MYND GUNNAR G. VIGFÚSSON Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður „Mér liggur við að kalla hann undrabarn,“ segir náinn vinur Jóns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.