Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Side 17
föstudagur 10. október 2008 17Fréttir GESTAHÚS 21 m² 45 mm bjálki GARÐHÚS 4,7-9,7 m² 34 mm bjálki VH ehf · Sími 864-2400 VINSÆLU GESTA- OG GARÐHÚSIN ERU AÐ SELJAST UPP Því fer hver að verða síðastur að eignast hús frá okkur á gamla genginu. Næsta sending gæti hækkað um 20%. 08 -0 14 3 H en na r h át ig n Völundarhús.is hafa til sölu glæsileg ný gesta- og garðhús sem eru enn sterkbyggðari en áður. Nýju húsin eru bjálkahús frá 34 mm að þykkt og koma með tvöfaldri vatnslæsingu. Húsin eru tilvalin geymsla fyrir grillið og garðhúsgögnin. GESTAHÚS 15 m² 45 mm bjálki GESTAHÚS 25 m² 70 mm bjálki Síðustu tölur benda til þess að heim- urinn hafi færst nær því að dauða- refsingar heyri sögunni til, en töl- urnar voru birtar í tilefni Dags gegn dauðarefsingu sem var í gær. Fimm ríki báru ábyrgð á lang- stærstum hluta allra dauðarefsinga af hálfu ríkisstjórna á síðasta ári. 137 lönd hafa afnumið dauðarefsing- ar í lögum og verki, en sextíu lönd spyrna við fótum, aðallega í tilliti til einstaklinga sem framið hafa morð. Árið 2007 fóru fram 1.252 aftök- ur í 24 löndum, sem vitað er um. 88 prósent þeirra fóru fram í Kína, Íran, Sádi-Arabíu, Pakistan og Bandaríkj- unum. Í lok árs 2007 hafði 91 land af- numið dauðarefsingu sem úrræði í hvers kyns glæpum og síðan þá hafa, samkvæmt samtökunum Reprie- ve, þrjú lönd bæst í hópinn, Alban- ía, Rúanda og Cook-eyjar. Reprieve- samtökin eru fulltrúi allra þeirra sem eru á dauðadeildum fangelsa víða um heim. Betur má ef duga skal Forsvarsmenn Reprieve-sam- takanna eru ánægðir með þann ár- angur sem náðst hefur, en telja engu að síður að betur megi ef duga skuli. „Raunveruleikinn er sá að, þrátt fyr- ir þann árangur sem náðst hefur síð- astliðið eitt og hálft ár, eru þúsundir manna teknar af lífi ár hvert í heim- inum,“ sagði Clive Stafford Smith, forstjóri Reprieve. „Ég hef sjálfur orðið vitni að villi- mennsku þessa dóms, því ég hef ver- ið viðstaddur aftöku fjögurra skjól- stæðinga minna og get fullyrt að ein aftaka er einni of mikið. Við get- um ekki unnt okkur hvíldar fyrr en dauðarefsing verður lítið annað en neyðarlegur kafli í sögu okkar,“ sagði Smith. Hvíta-Rússland er eina Evrópu- landið sem enn heldur í dauðarefs- ingu, og lönd sem gera það fá ekki inngöngu í Evrópusambandið. Í Ameríku eru Bandaríkin eina landið sem beitt hefur dauðarefsingu síðan 2003. Árið 2006 áttu sér stað 53 af- tökur í Bandaríkjunum, og var þar um að ræða fæstu aftökurnar í ára- tug. Dauðadómum í Bandaríkjun- um hefur fækkað stöðugt frá því þeir náðu hámarki um miðjan síðasta áratug tuttugustu aldar. Asía í fararbroddi „Á heimsvísu hefur Asía verið í fararbroddi hvað varðar fjölda af- takna,“ sagði Kate Allen, forstjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International í Bretlandi. „Fjöldi aftakna sem áttu sér stað í Kína á síðasta ári gerir þá að böðli númer eitt í heiminum. Í ár höfum við horft upp á umtalsverða fjölgun aftakna í Japan. Aftökur þar í landi hafa allajafna verið sveipaðar leynd. Og í Pakistan eru um sjö þúsund og fimm hundruð manns, þeirra á meðal börn, á dauðadeild,“ sagði Kate Allen og skoraði á leiðtoga as- ískra landa að fresta aftökum sem lið í að afnema um síðir dauðarefsingu. Á nokkrum svæðum Asíu þar sem löng hefð er fyrir aftökum, eins og í Mið-Asíu, eru skýr teikn á lofti um að dauðarefsing verði afnumin. Fyrir skömmu afnámu stjórnvöld í Kírgistan dauðarfefsingu vegna venjulegra glæpa. Öllum aftökum hefur verið frestað í Kasakstan síð- an árið 2003 og í Tajkistan hefur slík frestun verið í gildi síðan 2004. Ástæður dauðarefsingar Einungis sex Afríkuríki beittu dauðarefsingu árið 2006. Á síðasta ári úrskurðaði hæstiréttur Rúanda að lögboðinn dauðadómur bryti í bága við stjórnarskrá landsins, og var dauðarefsingu varpað fyrir róða. Búrundi, Gabon og Malí þok- ast í átt til afnáms dauðarefsingar. Í sjö löndum er dauðarefsingu beitt í málum sem tengjast kyn- ferðislegu athæfi á milli fullorðinna af sama kyni. Þau lönd sem þar um ræðir eru: Íran, Máritanía, Sádi- Arabía, Súdan, Sameinuðu fursta- dæmin, Jemen og einhver svæði í Nígeríu. Íran beitir aukinheldur dauða- refsingu fyrir margs konar glæpi, þeirra á meðal að „bölva spámann- inum“, sum fíkniefnabrot, morð, hórdóm, sifjaspell, nauðgun, áfeng- isneyslu og sódómsku. Á síðasta ári tóku írönsk stjórn- völd 317 einstaklinga, að minnsta kosti, þeirra á meðal átta sem voru á unglingsaldri. Sádi-Arabar eru einungis hálf- drættingar miðað við Írana, en árið 2007 voru 147 einstaklingar teknir af lífi, þeirra á meðal börn og þrjár konur. Fjöldi aftakna í Sádi-Arabíu það sem af er þessu ári er kominn upp í fimmtíu og átta. Í Pakistan er dauðarefsingu beitt vegna 26 tegunda glæpa, þeirra á meðal morð, guðlast, verslun með vopn og eiturlyf, vopnuð rán, að rífa föt utan af konu á almannafæri, kynlíf utan hjónabands og nauðg- un. Líkt og í Pakistan eru í Jemen ýmsir glæpir sem refsað er fyrir með dauðadómi. Þar gætir ýmissa grasa, til dæmis að stofna flutning- um og samgöngum í voða, að af- neita trú, fremja rán, vændi og hór- dómur. Skráðar aftökur 2007 kína: 470+ Íran: 317+ sádi-arabía: 143+ Pakistan: 135+ bandaríkin: 42 Írak: 33+ Víetnam: 25+ Jemen: 15+ afganistan: 15 Líbía: 9+ + á eftir tölu merkir að aftökur hafi jafnvel verið fleiri Ýmislegt bendir til þess að dauða- dómum fari fækkandi á heimsvísu. Þeim löndum sem beita dauðarefs- ingu fer fækkandi og vonast and- stæðingar dauðarefsingar til þess að þær heyri brátt sögunni til. En betur má ef duga skal, segja for- svarsmenn samtaka sem eru full- trúi allra þeirra sem eru á dauða- deildum víða um lönd. Aftökur á undAnhAldi KolBeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is „Ég hef sjálfur orðið vitni að villimennsku þessa dóms, því ég hef verið viðstaddur aftöku fjögurra skjólstæðinga minna og get fullyrt að ein aftaka er einni of mikið.“ Aftaka í Íran Íran er eitt þeirra landa sem beita aftökum í miklum mæli. Mótmæli gegn dauðarefsingu Víða er dauðarefsingu beitt vegna annarra afbrota en morða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.