Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Page 19
föstudagur 10. október 2008 19Helgarblað Feginn að haFa ekki Farið í skóla Hvernig leggst kreppan í þig? „Ég hef ekki miklar áhyggjur af henni, þannig séð. Ég er ekki með lán, bý hjá foreldrum mínum og er í fullri vinnu þannig að ég held að ég eigi eftir að standa ágætlega eftir hana. en ég hef svo sem engar lausnir fyrir geir og félaga, ég er enginn prófessor.“ Hvað ætlar þú að gera á næstu mánuðum? „Ég ætla allavega ekki til útlanda. Ég ætlaði mér að ferðast í ársfríi eftir menntaskólann en það verður að bíða betri tíma. Ég er nýbúinn að vera á spáni og þá var evran í 140 krónum. Ég fann töluvert fyrir því þegar ég kom heim. Vörur sem voru ódýrar fyrir nokkrum árum í útlöndum kosta jafnvel meira úti en hér heima í dag.“ Sérðu eftir því hafa ekki farið í háskóla? „Nei, ég hugsa að ég væri ekki betur staddur ef ég hefði farið í skóla. Þá hefði maður þurft að taka einhver lán og vesen.“ ÁSgrímur geir LogaSon 21 árs tómstundaleiðbeinandi í Árseli Áreiti Fjölmiðla gíFurlegt Hvernig hefur kreppan áhrif á þig? „kannski ekki mikil bein áhrif, fyrir utan hækkandi verðlag. andlegu áhrifin eru samt gífurleg og ég á oft erfitt með svefn. Áreiti fjölmiðla á þessum erfiðu tímum er bara gífurlegt og útilokað að hunsa fréttir af því þegar bankakerfið er að fara á hliðina.“ Hvað hefurðu hugsað þér að gera næstu mánuði? „Halda allri neyslu í lágmarki, sýna dugnað og leggja hart að mér við að auka framleiðslu landsins, samhliða því að rækta hatur mitt gagnvart þeim sem bera ábyrgð á þessari stöðu sem við erum komin í.“ Sérðu eftir því að hafa ekki farið í skóla? „Ég sé ekki eftir því að hafa ákveðið að prufa vinnumarkaðinn. skuldir mínar eru engar og vegna óvissu varðandi áframhaldandi nám, auk þess að eygja von um að ferðast í einhvern tímann á næsta ári, ákvað ég að vinna í stað þess að fara í háskólanám.“ HaLLdór gröndaL 20 ára þjónustufulltrúi hjá reykjavíkurborg Flý ekki aFtur til íslands Hvernig hefur kreppan á íslandi áhrif á þig? „Ég bý í barselóna og hér er það evran sem er gjaldmiðillinn og gengi hennar hefur, eins og allir vita, hækkað mikið. Þar af leiðandi er allt mun dýrara og maður þarf heldur betur að halda um budduna.“ Hvað ætlarðu að gera meðan ástandið er svona? „Það er voðalega lítið sem maður getur gert nema bíða og vona að ástandið lagist. Maður leyfir sér lítið og reynir að lifa frekar ódýrt. Ég hafði líka hugsað mér að finna mér vinnu með skólanum. Ætla allavega ekki að flýja heim, það er á hreinu!“ Sérðu eftir því að hafa farið út? „Nei, alls ekki, jafnvel ekki þótt það sé hagstæðara að vera heima. Þetta er ákveðin lífsreynsla og það þýðir ekkert að láta það fara í taugarnar á sér. Maður bölvar kannski íslensku krónunni en þegar öllu er á botninn hvolft þá var þetta eitthvað sem mig langaði að gera og ég er alveg viss um að ég á eftir að búa að þessar reynslu.“ ragnHeiður tHeodórSdóttir 20 ára nemi í barselóna Unga fólkið sem kláraði stúdentsprófin í vor hafði misjafna framtíðar- sýn. Sumir tóku sér ársfrí en aðrir fóru í háskóla eða til útlanda í tungu- málaskóla. Kreppan snertir unga fólkið á margan hátt, sumir eiga bíla á háum lánum, aðrir vinna ekki með skóla og reyna að lifa á sumarinn- komunni. Sumir prísa sig sæla að búa í foreldrahúsum og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af hækkandi leigu eða húsnæðislánum.MEÐ NESTI TIL UTLANDA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.