Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Qupperneq 25
Á tímum ótta og vanmáttar hljótum við að leita til þeirra sem hafa reynslu af þeirri erfiðu tvennu. Við verðum raunar að leita til þeirra sem hafa eytt öllum sínum líftíma til að hjálpa öðr- um og við erum heppin að hafa tæki- færi til að deila með þeim reynslu og vitsmunum. Í þessum fáorða kjallara verður ekkert uppi á teningnum nema það sem er lífsnauðsynlegt hverjum manni að hugleiða, hvort sem hann hefur tapað miklum peningum eða engum eða hvort sem hann átti mikl- ar eignir eða engar. „Það er best að gefa og gefa gleður,“ sagði móðir Teresa sem sannarlega þekkti hina mestu mannlegu eymd og hún sagði líka allt það sem hér fer á eftir. Ég vona að okkur beri gæfa til að hugsa um orð hennar um leið og við hljótum líka að gleðjast vegna þess að í hinu vaxtalausa en ríka tungumáli okkar felast raunveruleg verðmæti. Orð eru dýr og svona notar móðir Teresa þau. Ég held að við ættum að taka þau alvarlega og tileinka okkur hugmyndir þeirra. Við þurfum á þeim að halda og við þurfum líka á því að halda að lifa samkvæmt þeim. Ger- um það! Fólk er oft sjálfselskt, óskiljanlegt og ótryggt – fyrirgefðu því samt. Ef þú ert örlátur muntu ef til vill verða ásakaður um sjálfselsku – vertu samt örlátur. Ef þér vegnar vel muntu eignast falska vini og sanna óvini – leitastu samt við að vegna vel. Ef þú ert heiðarlegur og hrein- skiptinn mun fólk ef til vill notfæra sér þig – vertu samt heiðarlegur og hrein- skiptinn. Það sem þú hefur eytt árum í að byggja upp mun einhver ef til vill eyðileggja á einni guðslifandi nóttu – byggðu samt. Ef þú finnur frið og hamingju verð- ur einhver ef til vill öfundsjúkur – vertu samt lukkulegur. Það góða sem þú gerir í dag verður ef til vill gleymt á morgun – gerðu samt gott í dag. Gefðu heiminum það besta sem þú getur og það nær áreiðanlega ekki langt – gefðu samt það besta sem þú getur. Því þegar allt kemur til alls er þetta milli þín og guðs, og hvað sem þú kýst að kalla hann, móður eða föður eða alheimsanda, skaltu samt skilja hjarta þitt og orðin sem leita til þess – það var aldrei milli þín og hinna. FÖSTUDAGUR 10. okTóbeR 2008 25Umræða Hver er konan? „Margrét Dórothea Sigfúsdóttir.“ Hvað drífur þig áfram? „Lífsgleðin og lífsviljinn. Það er gaman að lifa.“ Hvar ertu uppalin? „Á Selfossi.“ Hvað var í uppáhaldi á æskuár- unum? „Mér fannst ofsalega gaman í brennibolta. og í búleik. Maður átti búkofa og allar græjur.“ Áttu þér uppáhaldshúsverk? „elda, elda, elda. Mér finnst líka gaman að taka til.“ Hvenær fara fræðslukvöldin fram? „Þau voru tvö síðustu þriðjudagskvöld. Það kemur annar fyrirlesari og verður tvö næstu.“ Hversu mikið er hægt að skera niður matvælakostnað? „Það er alveg hægt að skera niður um 30 til 40 prósent.“ Hvað gerir þú til að hagræða í kreppunni? „Ég kaupi bara akkúrat í matinn. Ég kaupi ekki þetta dýra sem mann langar kannski til að gera. Það er ekkert humar og nautasteik núna. Það borgar sig að kaupa svona passlegt en gera ekki alltaf ráð fyrir þeim sem koma kannski.“ Hvernig var tilfinninginn þegar Sigfús og strákarnir unnu silfrið á Ólympíuleikunum? „Hún var eiginlega ólýsanleg. Það var mikil gleði.“ Er Sigfús duglegur við húsverk- in? „Já, þegar hann vill. Hann kann þetta allt saman. Hann er góður í að taka til og elda þegar hann vill.“ Mætir þú á leiki? Ég hef ekki mætt á nema einn í vetur sem er ekki nógu gott. Maður er búinn svo seint að vinna að maður vill helst bara hvíla sig.“ Einhver kreppuráð sem þú vilt koma til stjórnmálamanna? „Ég vona að þeir vinni þjóðina út úr þessu. Það er það sem allir vona.“ Móðir Teresa vissi það Fyrsti morgunninn Viðskiptavinir kaupþings voru margir hverjir uggandi um innistæður sínar eftir að Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir. Í gærmorgun söfnuðust þeir því saman í útibúi bankans við Hlemm og reyndu að fá úrlausn sinna mála. Mynd Sigtryggur Ari Hvernig Hefur kreppan áHrif á þig? „Ég vona það besta. Það eina sem ég get gert er að bíða eftir að krónan styrkist, þá get ég kannski farið aftur til Póllands.“ BArtoSz KucHArSKi, 21 ÁRS bÍLAÞVoTTAMAðUR „ekkert svakalega góð en ég nenni ekki að leggjast í þunglyndi.“ SArA JÓnSdÓttir, 23 ÁRA innkAUPASTJóRi HJÁ n1 „Ég átti hlutabréf í Glitni, segir það ekki það sem segja þarf?“ rEynir EinArSSon, 27 ÁRA STÖðVARSTJóRi bUDGeT „Hún hefur engin gríðarleg áhrif á mig, höfuðstóllinn hefur hækkað og ég þarf að borga mikið meira.“ VigdíS HElgAdÓttir, 42 ÁRA AFGReiðSLUDAMA Dómstóll götunnar MArgrét dÓrotHEA SigFúSdÓttir hússtjórnarkennari hefur haldið fyrirlestra í Laugarneskirkju undanfarið þar sem hún kennir Íslendingum kreppuráð. Að taka slátur og læra að kaupa rétt í matinn. Margrét segir Sigfús, son hennar og handboltahetju, lunkinn við húsverkin þegar hann vill. Minnkaðu Matar- kostnað uM 40% „Hún hefur ekki nokkur einustu áhrif á mig, ég er bara bjartsýn.“ guðrún MAríA runÓlFSdÓttir, 50 ÁRA VAkTSTJóRi kjallari mynDin maður Dagsins VigdíS gríMSdÓttir rithöfundur skrifar Það góða sem þú ger- ir í dag verður ef til vill gleymt á morgun - gerðu samt gott í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.