Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Side 26
FÖSTUDAGUR 10. okTóbeR 200826 Fókus u m h e l g i n a LandsLög HugLeiks Hugleikur Dagsson opnar sýningu sína Landslög á morgun, laugardag, klukkan fjögur. Sýningin fer fram á Laugavegi 15 þar sem áður var til húsa spilaverslunin Hjá Magna. Auk fallegra landslagsmynda eftir Hugleik verða síður bókarinnar Jarðið okkur til sýnis en bókin er sú síðasta í „okkur“-bókaröðinni. ný bók Þorsteins frá Hamri Hvert orð er atvik nefnist ný ljóða- bók Þorsteins frá Hamri, sú átjánda með frumbirtum ljóðum hans. Bók- in vísar í senn til sögu og fortíðar og inn í samtíðina þar sem þessi heiti, hreini skáldskapur á brýnt erindi og krefst íhugunar og afstöðu, segir í kynningartexta um bókina. Þor- steinn hefur fyrir löngu tryggt sér sess meðal fremstu ljóðskálda sem ort hafa á íslenska tungu. Hann hef- ur hlotið margvíslegar viðurkenn- ingar fyrir skáldskap sinn, meðal annars Íslensku bókmenntaverð- launin árið 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarinn sofandi. Með nóbels- verðlauna- höfum Auður Jónsdóttir rithöfundur er í góðum félagsskap Nóbels- verðlaunahafa, vísindamanna og kóngafólks í bók sem er nýkom- in út á Spáni. Bókin heitir Lof orðanna og inniheldur texta eftir hundrað rithöfunda alls staðar að úr heiminum. Þar á meðal eru heimsfrægir höfundar á borð við José Saramago og Paulo Coelho og José Luis Rodrígues Zapatero, forsætisráðherra Spánar. Í ritsmíð sinni fjallar Auður um töfra skáld- skaparins fyrir börn. Listahátíðin Sequences 2008 real-time art festival verður formlega opnuð á morgun, 11. október, við hátíðlega opnun í Nýlistasafni Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin hér á landi og stækkar hún með hverju árinu. Hátíðin sem samanstendur af tímatengdum listaverkum stend- ur yfir frá 11. október til 17. októ- ber og hefur dagskráin aldrei verið glæsilegri. Listamenn hvaðanæva úr heiminum koma fram á há- tíðinni í ár sem og íslenskir lista- menn og má meðal annars finna dansverk eftir Gunnlaug Egilsson, kórgjörning eftir Elínu Hansdótt- ur og Úlfar Hanson. Ár hvert er listamaður heiðr- aður og heiðurinn að þessu sinni hlýtur listakonan Rúrí. Hún mun standa fyrir gjörn- ingnum Vocal IV ásamt Jóhanni Jóhannessyni í Hafnarhúsinu á sunnudaginn klukkan 20. Yfir tuttugu verk verða sýnd á meðan hátíðin stendur yfir og er hægt að nálgast frekari upplýs- ingar á heimasíðu hátíðarinnar sequences.is. Dagskránni verð- ur einnig dreift með Reykjavík Grapevine sem finna má á öll- um kaffihúsum bæjarins. Opnunarveisla Sequences- hátíðarinnar hefst klukkan 14 í Nýlistasafni Íslands. Listahátíðin Sequences 2008 real-time art haldin í þriðja sinn: RúRí HeiðRUð Seint á fjórða áratug síðustu aldar komu fyllibytturnar Bill Wil- son og Robert Smith, best þekktir sem Bill og Bob, saman og mót- uðu kerfi til þess að losa sjálfa sig og aðra undan oki Bakkusar. Þeir þróuðu 12 spora kerfið og tókst að halda sjálfum sér og nokkrum öðr- um drykkjusjúklingum edrú með góðum árangri sem spurðist út þannig að AA-samtökin Alcoholics Anonymus mynduðust í kringum þá. Árið 1939 kom svo AA-bókin út en hún hefur í gegnum áratugina verið leiðarvísir ótal alkóhólista sem hafa tekið slaginn við óheil- brigða áfengislöngun. AA-sam- tökunum hefur vaxið fiskur um hrygg í gegnum tíðina og sjálfagst má finna AA-deildir í nánast flest- um heimshornum í dag. Samtök- in kynna lausn sína sem nánast þá einu sem geti virkað til frambúðar en árangurinn er þó upp og ofan og drykkjusjúklingum hefur geng- ið misvel að tileinka sér hana svo ekki sé meira sagt. Ekki ný AA-bók Alkóhólistinn Orri Harðarsson hefur nú árið 2008 skrifað bók um eigin áfengisvanda og lausnina frá honum, þar sem hann gefur ekki mikið fyrir AA-lausnina sem hann telur byggða á alls kyns úreltum kreddum og beri of mikinn keim af sértrúarsöfnuði. Orri segist hafa drykkjuskjálfti og kjánahrollur klassík í kilju Miðnæturbörn eftir Salman Rushdie er komin út í kiljuklúbbi Forlagsins Erlend klassík. Bókin er ein rómað- asta skáldsaga 20. aldar og gerði Rushdie heims- frægan í einu vet- fangi. Árið 1981 hlaut sagan hin virtu Booker- verðlaun og hef- ur tvisvar fengið viðurkenningu sem besta Booker-verðlauna- bók allra tíma. Í Miðnæturbörn- um er sögð saga tveggja indverskra drengja, Shiva og Saleem, sem fæðast ásamt níutíu og níu öðrum börnum á miðnætti 15. ágúst 1947, á sömu mínútu og Indland öðlast sjálfstæði. Öll börnin eru gædd sér- stökum hæfileikum en drengjunum tveimur er víxlað í fæðingu; annar elst upp við fátækt en hinn við ríki- dæmi. Rúrí Heiðruð á listahátíð- inni Sequences sem hefst annað kvöld og stendur yfir í viku. Orri Harðarsson Fékk nóg af vanmáttaráherslu AA-samtakanna og sigraðist á áfengisfíkn sinni á eigin forsendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.