Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Síða 33
föstudagur 10. október 2008 33Helgarblað Vilhelmína Eva Vilhjálmsdótt- ir, eina dóttir Vilhjálms, var einung- is þriggja vikna þegar hann lést í lok mars árið 1978. „Ég horfi ekki á hann sem hinn dáða söngvara þjóðarinnar. Fyrir mér er hann bara pabbi eins og flestir eiga pabba. Auðvitað er maður rosalega stoltur af honum. En hann er fyrst og fremst bara „pabbi“ í mínum huga,“ segir Vilhelmína. Hún bætir við að vissulega sé það svolítið skrítið að sjá og heyra í föð- ur sínum í sjónvarpi og útvarpi og sjá hversu vinsæll hann sé hjá íslensku þjóðinni, en hafa aldrei kynnst hon- um. „Það er óneitanlega skrítið að vita svona mikið um mann sem þú hefur aldrei kynnst. En að sama skapi hafa allir verið svo hjálplegir við að veita manni upplýsingar og segja manni sögur af honum, til dæmis Maggi Kjartans og fleiri vinir hans. Það hefur að mörgu leyti bætt það upp að hafa aldrei kynnst honum og manni finnst því hálfpartinn eins og maður þekki hann.“ Vinsældir Vilhjálms telur Vil- helmína mega rekja til þess hversu tímalaus lögin hans séu. „Þau virð- ast einhvern veginn ekki festast í ein- hverjum tíma og hverfa. Það er sama hvort maður talar við fólk sem er jafn- gamalt og maður sjálfur eða mikið yngra, allir virðast kunna lögin sem hann söng og þeir sem kunna að spila á gítar á annað borð kunna flest lag- anna hans. Lögin virðast einfaldlega klassísk og tímalaus.“ Vilhelmína kveðst að sjálfsögðu hlusta á lög pabba síns annað slagið. „Eftir að ég eignaðist dóttur mína er Svefnljóð í uppáhaldi. Svo finnst mér Hrafninn alltaf klassísk og skemmti- leg melódía. Síðan auðvitað þessi klassísku sem þjóðin þekkir eins og Söknuður, Bíddu pabbi og Lítill drengur.“ „Nýtt“ lag með Vilhjálmi ef svo má kalla það, Tölum saman, hefur heyrst á öldum ljósvakans að undan- förnu en það kom í leitirnar fyrr á ár- inu. Vilhelmína er ánægð með lagið. „Mér líst mjög vel á það. Það er ótrú- lega gaman að lagið skyldi finnast og vera gefið út núna. Og mér finnst út- setningin á því koma rosalega vel út.“ Vilhelmína segir að ánægjulegt væri ef fleiri lög kæmu í leitirnar. „Það er mjög gaman að svona skuli koma fram svo löngu eftir að pabbi deyr. Og maður er alltaf að vonast eftir því að fleiri ljósmyndir og annað komi fram. Ég hefði til dæmis rosalega gaman af því ef fólk sem á einhverjar myndir af honum hefði samband við mig svo ég gæti fengið afrit af þeim. Það er nefnilega ekki til það mikið af mynd- um af honum.“ Vilhelmína Eva Vilhjálmsdóttir, dóttir Vilhjálms: Finnst eins og ég þekki hann hafði sagt konu sinni frá því í hálfkær- ingi að mörgum árum fyrr hefði hann farið til spákonu á Akureyri. Í kortum hans kom fram að hamingjutímar væru í vændum. En síðan varð allt svart og spákonan sá ekkert. Kallaður úr fríi „Hann hafði sagt mér frá þessum spádómi en hvorugt okkar reiknaði með að hann táknaði neitt sérstakt. Villi hafði sérstaka ánægju af því að sinna dóttur okkar. Hann skipti á henni og raulaði fyrir hana. Þetta var hamingju- tími. Villi var í fríi en þá kom upp að vél Arnarflugs hafði bilað í Lúxemborg og það þurfti að greiða úr málum. Haft var samband við Villa og hann beðinn um að skreppa út til Lúxemborgar þar sem hann þekkti vel til allra mála. Hann tók það að sér, enda átti ferðin aðeins að standa í tvo daga. Eldsnemma að morgni kvaddi ég hann án þess að hafa hugmynd um þá dökku daga sem voru í vændum.“ Helfregn Mæðgurnar í Hafnarfirði áttu sér einskis ills von 28. mars 1978. Reikn- að var með að Vilhjálmur kæmi heim daginn eftir. Raunin varð önnur. Það var barið að dyrum og á tröppunum stóð sóknarpresturinn þeirra. Hann bar Þóru helfregn. „Morguninn eftir að Villi kvaddi mig birtist presturinn. Hann færði þau hræðilegu tíðindi að maðurinn minn hefði farist í bílslysi. Fyrstu viðbrögðin voru gífurlegt áfall. En svo kom afneit- unin og ég neitaði að trúa því að mað- urinn minn væri dáinn. Ég var alein heima en svo heppin að mamma og pabbi bjuggu í bænum. Þau komu strax til mín.“ Þóra var sem dofin eftir hina hörmu- legu fregn. „Afi minn dó árið á undan. Við Villi fórum í kistulagninguna. Afi leit frekar illa út í kistunni og mér var hálfbrugðið. Morguninn eftir sagði Villi mér að afi hefði birst við rúmstokkinn hjá okkur. „Viljið þið gera það fyrir mig að muna mig eins og ég var.“ Þetta sat í mér. Villi var kistulagður í Lúxemborg. Ég ákvað að fara út og fylgja honum heim og horfast í augu við það sem ekki varð umflúið. Jón Ólafsson stóð eins og klettur við bakið á mér. Hann kom með mér til Lúxemborgar og var mér til halds og trausts. Mér varð hugsað til afa míns árið áður og ég vildi ekki sjá manninn minn í kistunni en kaus að muna eftir honum eins og hann var.“ Við heimkomuna til Íslands var jarð- arförin undirbúin. Sorgin var nagandi en Þóra undirbjó athöfnina af krafti. Þjóðin öll syrgði með henni dáðan söngvara. „Villi hafði sagt mér eitt sinn að ef hann færi á undan mér vildi hann syngja yfir sjálfum sér. Auðvitað varð ég við þeirri ósk og það gaf mér jafnframt styrk. Söknuður var leikið í kirkjunni og rödd Vilhjálms ómaði um kirkjuna. „Eitt sinn verða allir menn að deyja.“ Það var mjög tilfinningarík stund. Ég fékk gríð- arlega samúð frá fólki alls staðar að.“ Aftur í flugið Vikurnar eftir fráfall Vilhjálms voru erfiðar. Þóru varð þá stundum hugsað til ömmu sinnar, sem hafði dáið tveim- ur árum fyrr. Hún hafði verið berdreym- in og bjó yfir dulrænum hæfileikum. Nokkru áður en hún lést hafði hún beð- ið Þóru að koma norður til Siglufjarðar. Erindið var að leggja henni lífsreglurnar. „Það fer að styttast í að ég fari. Þú mátt gráta eins og þú vilt, það er bara gott. En ekki halda í mig.“ Hún lagði áherslu á að ég yrði að sleppa og halda áfram að lifa lífinu. „Ég þarf að fara mína leið. Þú ferð þína leið. Maður þarf að vera frjáls,“ sagði hún. Þessi vísdómsorð ömmu hafa síðan verið mér hugföst.“ Ekkjan unga hafði nú ein fyrir korna- barni að sjá. Auk hins mikla missis varð hún að kljást við yfirvofandi peninga- skort. Hún skírði stúlkuna þeirra, Vil- helmínu Evu, í höfuðið á föður hennar. „Þegar Villý var tæplega þriggja mánaða tók ég ákvörðun um að fara að fljúga aftur. Það var kominn tími fyr- ir mig til að fara að ráðum ömmu og sleppa. Villi þurfti að fá að fara sína leið, hver sem hún er, og ég þurfti að halda áfram að lifa. Mér fannst ég ekki geta lagst í eymd og volæði, dótt- ur minnar vegna. Lífið heldur áfram og mér fannst ég ekki geta boðið dótt- ur minni upp á það að vera með móður sína í einhverjum henglum. Það besta í stöðunni fyrir sjálfa mig var að fara að vinna. Þetta var líka spurning um að drífa sig á meðan kjarkurinn var enn til staðar.“ Móðursystir Þóru, Birgitta Guð- laugsdóttir, hafði sagt henni eftir að Vilhjálmur lést að hún væri boðin og búin að hjálpa. Stuttu eftir fráfall Vilhjálms hafði hann birst henni í draumi. „Hún sagði mér frá draumnum sem var þannig að hann hélt á Villý og sagði um leið og hann rétti henni barnið: „Nú verður þú að taka við.“ Móður- systir mín brást vel við og bauðst til að gæta barnsins á meðan ég væri að fljúga. Það kom líka á daginn að það var mér til góðs að fara að vinna og þurfa sem flugfreyja að sinna fjölda fólks.“ Minningin lifir Rúmlega 30 ár eru liðin frá láti Vil- hjálms. Vilhelmína Eva er flutt að heim- an og orðin móðir lítillar stúlku, Söru Maríu. Þóra býr í Mosfellsbæ ásamt Thelmu, dóttur sinni og Arngríms Jó- hannssonar, fyrrverandi flugstjóra. Þóra á að baki viðburðaríkt lífshlaup. Kjarna- konan sem missti eiginmanninn og stóð ein eftir með hvítvoðung stofnaði seinna flugfélagið Atlanta, ásamt þáver- andi eiginmanni sínum. Hún hefur allar götur síðan verið í fremstu röð íslenskra athafnakvenna og er alla daga á útopnu við hin og þessi verkefni. Fram undan eru minningartónleikar um Vilhjálm sem vinirnir gömlu, Magnús Kjartans- son og Jón Ólafsson, standa fyrir og njóta liðsinnis fjölda söngvara og tón- listarmanna. Í upphafi áttu að vera að- eins einir tónleikar. Miðarnir seldust upp á örskotsstundu og þá var bætt við öðrum og allt fór á sömu leið. Þriðju tónleikunum var þá bætt við. Samhliða þeim verður stofnaður minningarsjóð- ur sem Þóra stendur að ásamt gömlu vinunum, Magnúsi og Jóni. „Úr sjóðnum verður úthlutað einu sinni á ári, á afmælisdegi hans 11. apr- íl. Sjóðnum er ætlað að styðja við bak- ið á ungum, efnilegum söngvurum. Mér þykir vænt um að geta með þessu heiðrað minningu hans. Vilhjálmur hefur alltaf átt sinn stað í hjarta mér. Það er þannig með nána ættingja, maka og vini sem deyja. Maður gleym- ir þeim aldrei. En ég fór að ráð- um ömmu minnar og lærði að sleppa. Við áttum saman góð ár og ég er þakklát fyrir það.“ Vilhelmína Eva Vilhjálmsdóttir Heldur mikið upp á lögin svefnljóð og Hrafninn. Jóhann Vilhjálmsson, sonur Vilhjálms: Ljúfsárt að heyra pabba syngja „Það er mjög sérstakt að eiga föður sem er þjóðareign. En það er notaleg tilfinning að heyra í honum við og við í útvarpi, þannig minnir hann á sig,“ segir Jóhann Vilhjálms- son, sonur Vilhjálms Vilhjálmsson- ar. Aðspurður hvers vegna hann telji að faðir hans sé eins dáður og raun ber vitni hjá þjóðinni segist Jóhann ekki vita það fyrir víst. „En ég held til dæmis að textasmíðin hjá hon- um hitti í mark. Einnig tel ég að það hvernig honum liggur rómur, hvern- ig hann beitir röddinni og ber fram textann stuðli að því að fólk tileinkar sér þessi lög og opnar hjarta sitt fyr- ir þeim. Það má líka vel vera að það hafi eitthvað að segja hversu ungur hann er var þegar hann féll frá. Hetj- urnar eru alltaf mestar þegar þær eru farnar.“ Jóhann var fjórtán ára þegar fað- ir hans lést. „Þegar mér var sagt að hann væri látinn upplifði ég fyrst vantrú og velti fyrir mér hvernig svona gæti gerst. Seinna kom svo auðvitað söknuð- urinn. Enn þann dag í dag upplifi ég ljúfsárar minningar þegar ég heyri tónlist hans.“ Margir segja að textann við lagið Lítill drengur hafi Vilhjálmur samið um Jóhann. „Pabbi er líklega einn til svars um það. En ég tel þó líklegt að hann hafi haft mig og Hjálmar bróður í huga þegar hann samdi hann.“ Og Jóhann mun einmitt syngja lagið Lítill drengur á minningartón- leikunum um helgina ásamt Jónsa, söngvara hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Jóhann segir þá félaga svo sem ekki hafa æft neitt gríðarlega fyrir flutning- inn. „Þetta lag hefur náttúrlega fylgt mér í þrjátíu ár þannig að ég tel mig kunna það aftur á bak og áfram. En núna síðustu dagana fyrir tónleikana hefur aðeins færst fjör í leikinn í æfing- unum,“ segir Jóhann. Aðspurður hvort hann syngi að staðaldri segir Jóhann svo ekki vera, en þó hafi hann verið í nokkrum kórum í gegnum tíðina og komið fram með þeim bæði á tónleik- um og óperusýningum. „En þetta er frumraun mín á poppsviðinu.“ Litli drengurinn Líklegt er talið að Vilhjálmur hafi haft Jóhann í huga þegar hann samdi textann við lagið Lítill drengur. „Fólk gaf sig oft að Villa á förnum vegi og hann tók því ævinlega vel. Stundum gat maður auðvitað orð- ið dálítið pirraður þegar við fórum út að skemmta okkur og allir vildu tala við hann. En Villi gaf sér allt- af tíma til að tala við alla.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.