Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Qupperneq 36
föstudagur 10. október 200836 Helgarblað Baddi Rugl baddi rugl heitir réttu nafni baldvin samúelsson og er einna þekktastur fyrir að vera einstaklega áberandi á íslensku næturlífi sem ljósmyndari fyrir heimasíðuna rugl. is en þaðan dregur baddi viðnefnið góða. Hann gerðist í kjölfarið stjórnandi sjónvarpsþáttarins rugl.is. baddi sá um að reka hina og þessa skemmtistaði og standi pliktina jafnt bak við barinn og sem plötusnúður. Í þáttunum rugl.is myndaði baddi og tökulið hans ofurölvi Íslendinga og tók þá tali og skemmst er að geta þess að ekki voru allir jafn ánægðir með þetta framtak badda. Auðun Georg Ólafsson auðun á kannski ekki alveg heima í þessum hópi, en hann var samt sem áður frægasti maður á Íslandi í nokkrar vikur en hefur ekki sést síðan og fær því að fljóta með. Það var í marsmánuði 2005 sem var vart talað um aðra manneskju í íslenskum fjölmiðlum en auðun georg. Þá var tilkynnt að hann hefði verið valinn úr hópi umsækjenda um starf fréttastjóra fréttastofu Úvarps sem flestir eða allir höfðu meiri reynslu en hann af fjölmiðlastörfum. Margir héldu því fram að ráðningin væri pólitísk vegna tengsla auðuns við framsóknarflokkinn og hefð hafði verið fyrir því að framsóknarmaður stýrði fréttastofunni. Þrátt fyrir hörð mótmæli starfsmanna fréttastofunnar við ráðningunni mætti auðun til vinnu 1. apríl. eftir að skellt hafði verið á hann hurðum, og hann orðið tvísaga í viðtali við fréttamann Útvarps, sagði auðun sig frá starfinu fyrir lok dags. Hrafnhildur Valbjörnsdóttir Hrafnhildur Valbjörnsdóttir leikkona lék gelluna í dalalífi árið 1984 og heillaði margan karlpeninginn upp úr skónum þegar hún beraði á sér barminn í kvikmyndinni. Hrafnhildur hefur síðan látið lítið að sér kveða í íslensku leiklistarlífi. síðast sást til hennar í kvikmyndinni Þetta er ekkert mál árið 1996, mynd um ævi kraftajötunsins Jóns Páls. Hrafnhildur hefur mikið verið viðloðandi íslenska vaxtarrækt og sigraði meðal annars í fyrsta vaxtarræktarmótinu sem haldið var á Íslandi árið 1982. undanfarið hefur hún starfað sem einkaþjálfari við góðan orðstír. Frægir í 15 mínútur Einar Örn Einarsson einar lék Manna í sjónvarpsþáttunum um Nonna og Manna sem sýndir voru við miklar vinsældir víða um Vesturlönd á níunda áratugnum og inn á þann tíunda. Vinsældirnar voru gríðarlegar hér á landi en voru enn meiri í Þýskalandi þar sem kumpánarnir voru jafnvel vinsælli en david Hasselhoff og ódauðleg dægurlög strandvarða- stjörnunnar. einar örn og garðar thór Cortes, sem lék Nonna, voru elskaðir af tugþúsundum barna og unglinga en svo hurfu þeir nánast eins og dögg fyrir sólu. óhætt er að segja að garðar thór hafi átt glæsilegt kombakk sem söngvari, en töluvert minna hefur farið fyrir einari erni. Hann starfaði lengi sem sölumaður í herrafataverslunum og sem flugþjónn, lærði svo leiklist úti í bretlandi og síðast þegar fréttist var hann að leika hjá Leikfélagi akureyrar. Það er því aldrei að vita nema hann meiki það að nýju á leiklistarsviðinu. Kristinn Björnsson skíðakappinn kristinn björnsson varð óskabarn þjóðarinnar á einni nóttu, eða á einni salibunu niður fjallshlíð, þegar hann lenti í öðru sæti á heimsbikarmóti á skíðum árið 1997. Með hinni glæsilegu frammistöðu sinni komst kristinn fyrstur íslenskra skíðamanna á pall í heimsbikarnum. enginn hefur náð að leika það eftir, og því miður fyrir kristin náði hann heldur betur ekki að fylgja afrekinu eftir. Næstu mánuði og ár horfði þjóðin með öndina í hálsinum á hann skíða niður snævi þaktar brekkur heimsins, jafnvel fólk sem fram að því þekkti ekki muninn á skíðum og trommukjuð- um. ósjaldan endaði kristinn hins vegar á rassinum í miðri brekku, nema þegar hann komst í mark á tíma sem hefði kannski dugað honum í áttunda sætið á andrésar andar leikunum. Alda Björk Ólafsdóttir alda björk skaust upp á stjörnuhimininn á Íslandi árið 1998 með laginu real good time. Lagið varð ekki aðeins vinsælt á Íslandi heldur einnig í bretlandi þar sem það fór hæst í sjöunda sæti á vinsældalistanum þar í landi. alda söng á Wembley fyrir einhvern úrslitaleikinn í ensku knattspyrnunni, næsta lag frá henni, girls Night out, komst inn á topp 20 listann en síðan þá hefur lítið til öldu spurst. samkvæmt tonlist.is hefur hún búið í London frá árinu 1987 og hefur dV ekki heimildir fyrir öðru en að hún búi þar enn. Hemmi Gunn, Laddi, Björk, Madonna og Bill Clinton eru dæmi um fólk sem verður frægt alla ævi, hvernig sem himintunglin og reikistjörnurnar snúa. aðrir hljóta þau örlög að vera frægir í fimmtán mínútur. sumir kalla þá einstaklinga halastjörnur, one-hit-wonder, dægurflugur eða eitthvað þaðan af verra. dV rifjar hér upp nöfn nokkurra Íslendinga sem voru frægir í takmarkaðan tíma, en svo var eins og jörðin hefði gleypt þá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.