Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Page 37
föstudagur 10. október 2008 37Helgarblað Hildur Vala söng sig inn í hjörtu landsmanna í gegnum íslenska Idolið. einlægni hennar og silkimjúk röddin þótti heillandi. flestir voru á því að þarna væri stjarna á ferð og Hildur gerði það ágætlega gott með sinni fyrstu og einu plötu. síðan fann hún ástina í örmum Jóns ólafssonar úr Nýdönsk. Þau eignuðust barn saman og sagan segir að Hildur hafi ákveðið að draga sig út úr sviðsljósinu. segja upp plötusamningnum og einbeita sér að nýja hlutverkinu í lífi sínu. að vera mamma. Tantra-fólkið Nokkur pör urðu heimsfræg á Íslandi þegar þau tóku þátt í hinum svokölluðu tantra-þáttum jógakennarans guðjóns bergmann. tantra fjallaði á opinskáan hátt um samnefnda kynlífsspeki og opnuðu pörin sig upp á gátt. Íslendingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið og vöktu þættirnir mikla athygli. Pörin gleymdust þó fljótt eftir að þeim lauk. Rokklingarnir allir krakkar á Íslandi vildu vera í rokklingunum á sínum tíma. Nú þakka þessir sömu krakkar fyrir að hafa ekki verið það. rokklingarnir sungu íslensk dægurlög og gerður var fjöldinn allur af myndböndum með þeim. rokklingarnir voru krakkar á öllum aldri sem þóttu töff og flottir. Nokkrum árum seinna þóttu þeir alls ekki jafn töff og flottir. flestir sem tóku þátt í verkefninu vildu helst gleyma því en geta eflaust hlegið að þessu í dag. Frægir í 15 mínútur Luxor einar bárðason, umboðsmaður Íslands hitti naglann á höfuðið með fyrstu íslensku stúlknasveitinni Nylon á sínum tíma. Hann ákvað að gera slíkt hið sama með strákabandi. strákasveitin Luxor átti sér stóra drauma.og gaf út plötu síðustu jól með ábreiður af klassískum lögum. Platan seldist ágætlega en hljómsveiting Luxor lagði upp laupana snemma á þessu ári. Áður en sveitin hætti náðu þó nokkrir meðlimirnar að næla sér í frægar kærustur. Helgi Þór Arason Helgi sló í gegn í annarri seríu í Idolinu og þá ekki fyrir sönghæfileika sína, heldur ástarsamband sitt við brynju Valdimarsdóttur, keppanda þi Idolinu. almenningingur hafði ótrúlegan áhuga á þessu daðri og náðust meðal annars myndir af þeim að kyssast í keilu. Helgi Þór var í sjónarsvið- inu um tíma. Hann stjórnaði stefnumótaþættinum djúpu lauginni um stund og lék í bensínauglýsingu. Það hefur farið afar lítið fyrir honum síðastliðin tvo ár. Snorri Snorrason snorri sló strax í gegn í þriðju Idol-seríunni sem stóð yfir fyrir tveimur árum. Hann minnti óneitanlega mikið á stefán Hilmarsson og söng eins og axl rose. dómararnir kölluðu hann hvíta kónginn og hann hreif alla þjóðina með sér. eiginkona snorra, Inga Þóra Jónsdóttir, og synir þeirra þrír fengu þó mesta athyglina á meðan keppnin stóð yfir. Myndavélinni var oft á tíðum beint á fjölskylduna er snorri steig á svið. snorri gaf út plötu um leið og Idolinu lauk. Það fór frekar lítið fyrir þeirri breiðskífu og sneri snorri sér að allt öðruvísi tónlist. Hann vinnur mikið með gunna bjarna úr Jet black Joe og hefur meðal annars spilað með þeim á tónleikum. Anna Katrín Guðbrandsdóttir Hin sautján ára anna katrín söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar í fyrstu Idol-stjörnuleitinni árið 2003. ekki bara söng hún sig inn í hjörtu íslenskra sjónvarpsáhorfenda heldur bræddi hún líka kónginn sjálfan, bubba Morthens, sem var einn af dómurum keppninnar. bubbi kallaði önnu svo eftirminni- lega sjarmatröll enda hæfileikarík ung stúlka hér á ferðinni með mikla útgeislun. anna lenti í þriðja sæti í Idolinu og hefur lítið heyrst til hennar síðan. Aðrir sem áttu 15 mínútur bjarni tryggvason - kanadíski geimfarinn friðrik 2000 Charlie - Leyndardómar skýrslumálastofnunar telma eurovisionfari kio briggs sigrún Þorsteinsdóttir - forsetaframbjóðandi arnór diego - fyrsti Herra Ísland bóas kristjánsson - pepsídrengurinn Úlfar Linnet - fyndnasti maður Íslands rósa guðmundsdóttir - spotlight reynir Pétur Páll banine arne arhus the boys Þór Jósefsson - Herra Ísland ´96 Ingibjörg Stefánsdóttir Ingibjörg stefáns var sú alheitasta í bænum í byrjun 10 áratugarins. Hún lék aðalhlutverkið í hinni stórmerkilegu mynd Veggfóður – sem var ekkert annað en kynslóðamynd síns tíma. Ingibjörg var einnig í sveitinni Pís of keik ásamt kvikmyndagerðarmanninum Júlla kemp. Þau áttu nokkur lög á meistaraverkinu Ice rave. Ingibjörg var tíður gestur á síðum séð og heyrt, en hún snéri baki við leiklistinni og söngnum og gerðist jógakennari. einnig hefur Ingibjörg komið að skipulagningu V-dagsins á Íslandi ásamt fleiri góðum konum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.