Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Side 41
föstudagur 10. október 2008 41Sport Austurblokkin hjá EnglAndi enska landsliðið mætir í landsleikjavik- unni liðum kazakstans og Hvíta-rússlands. england mætir kazakstan á úti- velli sama dag og Ísland mætir Hollandi, og svo tekur england á móti Hvíta- rússlandi á Wembley næstkomandi miðvikudag. england fékk blússandi start í riðlinum þegar það lagði andorra og króatíu úti í fyrstu tveimur leikjun- um. andorra vann england ekki svo sannfærandi, 2–0, en allt annað var að sjá liðið gegn króatíu þar sem england valtaði yfir gestgjafana, 4–1. enska liðið mun njóta krafta Waynes rooney í leikjunum tveimur en talið var að hann væri meiddur eftir að hann fór af velli haltrandi gegn aab í Álaborg. Hann lék svo með Man. united í sömu viku og skoraði gegn blackburn. ekki ár Chelsea í deildinni þótt það ynni bikarinn. Manchester United reis aftur upp á yfirborðið eftir fjög- urra ára lægð og endurheimti úrvals- deildartitilinn. Það ár fékk Chelsea „aðeins“ fimm stig gegn stóru liðun- um þremur á heimavelli en það hef- ur verið vant því að ná í það minnsta í sjö stig. Munurinn er ekki mikill en telur í jafnri baráttu á toppnum. getur ekki tapað Það er ástæða fyrir því að Chelsea tapar ekki leik í deildinni á heima- velli. Augljós útskýring er auðvit- að að það er frábært lið og frábær lið tapa fáum leikjum á heimavelli. Þar liggur samt hundurinn grafinn. „Fáum.“ Manchester United hefur státað af bestri stigasöfnun á heima- velli síðustu tvö tímabil en hefur þó ekki farið taplaust í gegnum þau. Un- ited sigrar í langflestum leikjum sín- um en tapar ávallt einum eða tveim- ur. Chelsea aftur á móti neitar að tapa á heimavelli. Stór ástæða þess er sjálfstraustið og hungrið sem lið- ið hefur til þess að halda þessu meti gangandi. Í 86 leikjum hefur Chelsea lent í kröppum dansi á heimavelli og jafnað undir lok leikjanna. Það sem markverðast verður þó að teljast að það gerist mjög sjaldan. Þegar leik- menn Chelsea ganga út á Brúna taka þeir yfirleitt öll völd í leiknum og eru líklegri aðilinn frá upphafi til enda. Chelsea sýnir meira að segja oft styrkleikamerki með veikleikamerkj- um. Síðustu tvö ár hefur Chelsea átt nokkra leiki á tímabili þar sem það lék afleitlega. Skýrt dæmi er leik- irnir gegn Reading og Fulham 2006 sem kostuðu Chelsea toppsætið til Manchester United sem það sleppti ekki takinu af. Þar gerði Chelsea tvö jafntefli í röð þrátt fyrir að það léki það sem Alan Hansen og Mark Lawrenson, sérfræðingar breska ríkisútvarpsins, kölluðu: „Verstu frammistöðu Chelsea undir stjórn Mourinhos.“ liverpool næst á dagskrá Ekkert lið hefur valdið Chelsea jafnmiklum sárindum síðustu ár og Liverpool undir stjórn Rafaels Ben- itez. Þó Liverpool hafi ekki tekist að vinna Chelsea í deildinni virt- ist Benitez alltaf hafa svar gegn Chelsea í meistaradeildinni og var það Þrándur í Götu þeirra bláu á leið sinni að aðaltak- marki Romas Abramovich. Chelsea komst yfir þá hindr- un eftir magnaða undan- úrslitaleiki í fyrra þar sem framlengingu þurfti til að útkljá leikinn. Næstir á Brúna verða Rómverjar í meistaradeild- inni en 26. októb- er leggur Chels- ea metið sitt að veði í 86. skipt- ið. Þá kemur ein- mitt Liverpool í heimsókn en þessi tvö lið eru einu taplausu liðin í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur tapað öllum sínum viður- eignum á Brúnni undir stjórn Benitez í deildinni og ekki skor- að mark. Er þetta ár Liverpool? Það hefur sjaldan verið í betra formi og endurkoma þess gegn Manchester City um síðustu helgi segir margt um liðið. Liverpool mun þó leika á Stamford Bridge, Brúnni. Gegn Chelsea-liði með ekki bara met að veði. Því að öllum metum slepptum verða alltaf þrjú stig í boði. Þrjú stig fyrir sigurvegar- ann sem mun ná forystu í ensku úrvalsdeildinni með sigri. En svo má alltaf segja: „Þetta er stórleikur á Brúnni. Ætli hann endi ekki með jafntefli?“ EKKI VERÐUR GENGIÐ YFIR ÞESSA BRÚ Óvinnandi vígi Leikmenn Chelsea undir stjórn Claudios ranieri, Joses Mourinho, avrams grant og Luis felipes scolari hafa ekki tapað í 86 deildarleikj- um í röð á stamford bridge, brúnni. stórkostlegur leikur Chelsea komst loks í úrslit meistaradeild- arinnar þegar það lagði Liverpool í undanúrslitum í maí. Liverpool hafði verið liðinu Þrándur í götu fram að því. brúarvörðurinn frank Lampard sér til þess að brúin verði áfram óvinnandi vígi. heldur vörð um metið Það er nú undir brasilíumanninum Luis felipe scolari komið að halda metinu gangandi. Óskum eftir duglegu starfsfólki í eldhús og sal. Upplýsingar í síma 551 8666 eða vidtjornina@simnet.is STEYPUSÖGUN KJARNABORUN MÚRBROT l l l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.