Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Page 42
Jón fæddist á Ísafirði en ólst upp í Miðbæ Reykjavíkur frá unga aldri. Hann lauk lokaprófi í tónsmíðum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1955, stundaði framhaldsnám í tón- smíðum við Royal Scottish Academy í Glasgow 1955-56, lauk tónmennta- kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1961 og stundaði tón- smíðanám við Guildhall School of Music í London 1963. Jón stofnaði og var söngstjóri Liljukórsins um árabil, var söngstjóri Karlakórs Keflavíkur 1971-73, Karla- kórsins Fóstbræðra 1973-74, stjórn- aði Sinfóníuhljómsveit Íslands við flutning verka sinna, var skólastjóri Tónlistarskólans í Neskaupstað 1956- 58, kennari við Lækjarskóla í Hafnar- firði 1959-64, við KÍ frá 1962, var einn af stofnendum og kenndi við Söng- skólann í Reykjavík 1976-2006, lektor við KHÍ frá 1976, var dósent þar frá 1986 auk þess að vera stundakennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Jón er félagi í Tónskáldafélagi Ís- lands frá 1960, var formaður þess 1968-71 og var tónlistargagnrýn- andi við Morgunblaðið um árabil frá 1970. Meðal tónsmíða Jóns eru óper- urnar Þrymskviða, Galdra-Loftur og ópera, byggð á Möttulssögu, ballett- inn Blindingsleikur, hljómsveitar- verkin Þjóðvísa, Lilja, Fornir dans- ar og Sjöstrengjaljóð, kammerverk, kvintett og oktett fyrir blásara, kór- verkið Tíminn og vatnið, og fjöldi smærri kórverka, einsöngslaga og raddsetninga á íslenskum þjóðlög- um auk þess sem hann samdi tón- listina við kvikmynd Baltasar Korm- áks, Hafið. Þá þýddi hann ritverkið Saga vestrænnar tónlistar eftir Ch. Headington 1987. Jón var borgarlistamaður 1996,var gerður að heiðursdoktor í tónlist við KHÍ vorið 2008 og var sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu. Fjölskylda Eiginkona Jóns er Elísabet Þor- geirsdóttir, f. 12.12. 1931, húsmóð- ir. Hún er dóttir Þorgeirs Elísar Þor- geirssonar sjómanns og Guðrúnar Kristjánsdóttur húsmóður. Börn Jóns og Elísabetar eru Þor- geir, f. 5.10. 1955, arkitekt í Reykja- vík; Arnþór, f. 20.8. 1957, sellóleikari, tónlistarkennari og varaformaður SÁÁ, búsettur í Reykjavík, en kona hans er Agnes Kristjónsdóttir, söng- kona, blaðamaður og líkamsrækt- arkennari og er dóttir þeirra Kristín Amalía auk þess sem hún á soninn Harald Ara Stefánsson, en börn Arn- þórs og Nancyar Gunnarsdóttur eru Gunnar, Anna Elísabet og Hlín; Guð- rún Jóhanna, f. 1.5. 1966, söngkona og tónlistarkennari en maður henn- ar er Stig Rasmunsen verkfræðingur. Hálfsystkini Jóns, sammæðra: Jónína Guðrún Guðmundsdóttir, f. 20.3. 1910, d. 19.9. 1919; Grettir Guð- mundsson, f. 30.9. 1912, d. 11.10. 1967; Bragi Magnússon, f. 14.1. 1917, nú látinn, lögregluþjónn á Siglufirði; Magnús Kristján Magnússon, f. 22.2. 1919, starfsmaður FAO í Chile; Guð- mundur Ásgeirsson, f. 24.9. 1920, d. 30.6. 1978, skrifari hjá Eimskipafélagi Íslands í Reykjavík; Kjartan Ásgeirs- son, f. 8.6. 1922, nú látinn, sjómað- ur í Garði; Guðmundur Skúlason, f. 22.7. 1921, nú látinn, trésmiður á Ísa- firði; Áslaug Skúladóttir, f. 1.8. 1924, nú látin, sendiráðsfulltrúi í Stokk- hólmi. Foreldrar Jóns voru Skúli Skúla- son, f. 10.7. 1888, d. 19.4. 1957, kaup- maður á Ísafirði, og Jóhanna Amalía Jónsdóttir, f. 7.10. 1885, d. 23.8. 1963, ljósmóðir. Ætt Skúli var sonur Skúla Kristjáns, úrsmiðs á Ísafirði Eiríkssonar á Brúnum, mormónatrúboða (Steinar Steinsson í Steinahlíðum í Paradísar- heimt Halldórs Laxness) Ólafssonar, b. í Hlíð undir Eyjafjöllum Sigurðs- sonar. Móðir Eiríks var Helga Eiríks- dóttir, á Murnavöllum Erlendssonar. Móðir Skúla Kristjáns var Rúnhildur Runólfsdóttir, skálds á Skaganesi Sig- urðssonar, pr. á Ólafsvöllum, bróður Sæmundar, b. í Eyvindarholti, föð- ur Tómasar Fjölnismanns, afa Jóns Helgasonar biskups og Álfheiðar, ömmu Sigurðar Líndal lagaprófess- ors og Páls Líndal ráðuneytistjóra. Sigurður var sonur Ögmundar, pr. á Krossi, bróður Böðvars, afa Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Ögmundur var sonur Presta-Högna, á Breiðabólsstað Sigurðssonar. Móð- ir Sigurðar á Ólafsvöllum var Salvör Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Jóhanna Amalía var systir Þóru, móður Þráins Löve, fyrrv. aðstoð- arrektors KHÍ. Jóhanna Amalía var dóttir Jóns, b. á Horni í Mosdal Þórð- arsonar, b. á Kistufelli Jónssonar. Móðir Jóns var Guðríður Þorvalds- dóttir, b. á StóraKroppi, bróður Jóns, langafa Jóns Björnssonar, kaup- manns í Borgarnesi, föður Selmu, forstöðumanns Listasafns Íslands, og Halldórs stjórnarformanns, föð- ur Garðars, arkitekts og fyrrv. húsa- meistara ríkisins. Systir Þorvalds var Ástríður, langamma Guðrún- ar, móður Guðmundar Arnlaugs- sonar rektors. Þorvaldur var sonur Jóns, ættföður Deildartunguættar Þorvaldssonar. Móðir Guðríðar var Guðrún Finnsdóttir, hreppstjóra í Miðvogi Narfasonar. Móðir Finns var Guðlaug Sigurðardóttir. Móðir Guð- laugar var Guðríður Björnsdóttir, systir Snorra á Húsafelli. Móðir Jóhönnu var Benónía í Tjaldanesi Ólafssonar á Laugabóli Guðlaugssonar. Móðir Benóníu var Þuríður Ívarsdóttir í Hokinsdal. Í tilefni afmælisins býður sam- starfsfólk Jóns við Söngskólann í Reykjavík, til morgunveislu. Boðið verður upp á andlega og veraldlega næringu og koma þar ýmsir við sögu; Óperukórinn í Reykjavík, stj. Garðars Cortes, Gradualekór Langholtskirkju, stj. Jón Stefánsson, Karlakórinn Fóst- bræður, stj. Árni Harðarson Kvenna- kór úr HÍ stj. Margrét Bóasdóttir. Nemendur og kennarar Söngskólans í Reykjavík Söngskólinn býður öllum vinum og vandamönnum Jóns til veislunn- ar í tónleikasal Söngskólans - Snorra- búð, Snorrabraut 54 og er áætlað að hún standi frá kl. 9.00-11.00 afmælis- morguninn. Þar mun skólinn einn- ig kynna ýmsa tónlistarviðburði sem efnt verður til í vetur í tilefni afmæl- isársins. 80 ára á laugardag Jón G. ÁsGeirsson tónskáld og heiðursdoktor frá khÍ Ættfræði Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson kgk@dv.is Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Ingólfur Aðalsteinsson fyrrv. forstjóri Hitaveitu Suðurnesja Ingólfur fæddist á Hamraendum í Mið- dölum en ólst upp í Brautarholti í Döl- um. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1946, cand. phil.-prófi frá HÍ 1947 og stundaði nám í veðurfræði 1947-49. Ingólfur starfaði á Veð- urstofu Íslands 1949- 75, lengst af á spádeild Veðurstofu á Kefla- víkurflugvelli, og var framkvæmdastjóri og síðar forstjóri Hitaveitu Suðurnesja 1975-92. Hann hef- ur búið í Njarðvík frá 1958. Fjölskylda Ingólfur kvæntist 30.6. 1949 Ingibjörgu Ólafsdóttur, f. 9.2. 1926, bókaverði. Hún er dótt- ir Ólafs Methúsalemssonar, f. 17.6. 1877, d. 13.6. 1957, kaup- félagsstjóra á Vopnafirði, og k.h., Ásrúnar Jörgensdóttur, f. 11.9. 1892, d. 27.9. 1970, hús- móður. Börn Ingólfs og Ingibjarg- ar eru Aðalsteinn Ingólfsson, f. 7.3. 1948, listfræðingur og fyrrv. forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, kvæntur Janet Shep- herd ritara og eiga þau þrjár dætur; Ólafur Örn Ingólfsson, f. 9.6. 1951, hagfræðingur og fyrrv. deildarstjóri hjá SPRON, kvæntur Ingibjörgu Guð- mundsdóttur skrifstofumanni og eiga þau eina dóttur; Birgir, f. 23.1. 1953, auglýsingateikn- ari hjá Íslensku auglýsinga- stofunni, kvæntur Auði Jóns- dóttur félagsfræðingi og eiga þau tvö börn; Ásrún, f. 21.10. 1955, hjúkrunarfræðingur á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, gift Magnúsi Snæbjörnssyni, tækni- fræðingi og framkvæmdastjóra Íslandsbyggða, og eiga þau tvö börn; Leifur, f. 6.9. 1960, iðn- verkamaður, í sambúð með Lilju Margréti Möller kennara og eiga þau eina dóttur; Atli, f. 21.8. 1962, tónskáld í Reykjavík, kvæntur Þuríði Jónsdóttur tón- skáldi og eiga þau tvö börn. Hálfsystir Ingólfs: Svava, f. 1922, d. 1971, húsmóðir í Reykjavík. Alsystkini Ing- ólfs: Guðrún, f. 1924, d. 1977, húsmóðir í Kópavogi; Gunnar, f. 1926, nú látinn, bóndi og síðar deildarstjóri hjá Kaupfélagi Borg- firðinga; Svanhild- ur, f. 1929, húsmóðir í Reykjavík; Brynjólfur, f. 1931, bóndi og síðar múrari í Garðabæ; Em- elía Lilja, f. 1934, hús- móðir í Kópavogi. Foreldrar Ingólfs voru Aðalsteinn Bald- vinsson, f. 12.9. 1897, d. 21.9. 1980, kaupmaður í Brautarholti í Haukadal í Dölum, og Ingileif Sigríður Björnsdóttir, f. 15.6. 1899, d. 14.6. 1977, húsfreyja. Ætt Aðalsteinn var sonur Bald- vins, b. á Hamraendum Bald- vinssonar, b. á Bugðustöðum Haraldssonar. Móðir Baldvins á Hamraendum var Sæunn Jónsdóttir. Móðir Aðalsteins var Halldóra Guðmundsdóttir, b. á Fellsenda Daðasonar. Ingileif var dóttir Björns, b. og kaupmanns í Brautarholti Jónssonar. Móðir Ingileifar var Guðrún Ólafsdóttir, b. á Vatni Brandssonar, og Katrínar, syst- ur Skarphéðins, föður Friðjóns, fyrrv. ráðherra, og Pálma, föður Guðmundar jarðeðlisfræðings, og Ólafs, bókavarðar Seðla- bankans. Katrín var dóttir Jóns, b. í Stóra-Galtardal Þorgeirs- sonar og Halldóru Jónsdóttir, b. á Breiðabólstað á Fellsströnd Jónssonar. Systir Halldóru var Hólmfríður, langamma Ingi- bjargar, ömmu Ingibjargar Har- aldsdóttur rithöfundar. Önnur systir Halldóru var Steinunn, langamma Auðar Eydal, fyrrv. forstöðumanns Kvikmynda- eftirlits ríksins, móður Tinna, ritstjóra Húsa og hýbíla. Bróð- ir Halldóru var Þórður, lang- afi Friðjóns Þórðarsonar alþm. og Gests, föður Svavars sendi- herra, föður Svandísar borgar- fulltrúa. Ingólfur verður að heiman á afmælisdaginn. 85 ára á föstudag Bryndís Petra Bragadóttir leikkona Bryndís fæddist í Reykjavík en ólst upp í Danmörku og síðan í Lúxemborg. Hún kom til Íslands 1975, fór þá í Skógaskóla, ML og Flensborgarskóla og lauk svo leiklistarprófi frá Leiklistarskóla Ís- lands árið 1986. Bryndís vann meðal annars í skreið og salt- fiski hjá Ísbirninum á námsárunum og var flokkstjóri í Unglinga- vinnunni. Eftir útskrifaðist frá Leiklist- arskólanum hefur hún lengst af stundað leiklist. Hún hefur leikið á milli 50 og 60 hlutverk í ýmsum verkum, lék m.a. Ísbjörgu í Ég heiti Ísbjörg – ég er ljón og Línu í Línu Langsokk hjá LA. Þá lék hún í kvikmyndinni The Junip- er Tree. Bryndís hefur nýlokið við að leikstýra verki á Skagaströnd um landnámskonuna Þór- dísi spákonu. Hún leik- ur í farandsýningunni, Ég á mig sjálf, sem er forvarnarverk um anór- exíu. Bryndís syngur með Gospelsystrum Reykjavíkur. Fjölskylda Dóttir Bryndísar er Petra María Rögnvalds- dóttir, f. 26.7. 1997. Bróðir Bryndísar er Sturla Óskar Bragason, f. 6.1. 1962, flugþjónn í Reykjavík. Foreldrar Bryndísar eru Bragi Óskarsson, f. 27.3. 1935, raf- magnstæknifræðingur, og Sonja Hakansson, f. 25.5. 1933, d. 21.12. 2003, myndlistarkona. 50 ára á laugardag föstUdaGUr 10. oKtóber 200842 Ættfræði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.